Að lofa upp í ermina á öðrum

Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar þeysa landshorna á milli að klippa á borða, taka skóflustungur og skrifa undir samninga. Loksins, loksins á að gera allt sem ekki hefur verið gert í 12 ár. Ekki korteri fyrir kosningar heldur hálfa mínútu í kosningar.

Þetta sýnir best samantekt Íslands í dag sem Egill Helgason bendir á í bloggi sínu í dag. Samkvæmt því eru ráðherrar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks búnir að lofa tæplega 450 þúsund milljónum upp í ermina á næstu ríkisstjórn. Skrifa undir samninga til margra ára sem ekki er nein fjárheimild fyrir.

Þetta er svona svipað og ef gjaldkeri í Lions myndi skrifa út haug af ávísunum vegna vinsælla mála - allar með dagsetningu eftir að prókuru hans lýkur. Þetta heitir að lofa upp í ermina á öðrum.

Þetta mætti einnig kalla örvæntingu - sumir myndu líka vilja kalla þetta siðleysi. Ég þar með talinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband