Nýr "háskóli" á Suðurnesjum - kosningalykt af málinu?

Það var blásið í lúðra um daginn og tilkynnt um stofnun háskóla á Keflavíkurflugvelli. Menntamála seildist í djúpa vasann og fann krumpað ávísanablað - skrifaði á það 100 milljónir með gjalddaga eftir að hún er hætt. Það er orðinn fastur liður hjá henni og samráðherrum hennar að lofa upp í ermina á þeim sem eru að fara að taka við.

Svo mikið liggur á að koma þessari kosningabrellu í loftið að "Háskólinn" sem þegar mun vera hafin innritun í hefur alls ekki fengið starfsleyfi. Slíkt leyfi má aðeins Alþingi gefa út og það hefur ekki verið gert. Enda segir í frétt Víkurfrétta að:

Fyrsta verkefni Keilis, Miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs verður stofnsetning Frumgreinadeildar sem hefja mun starfsemi strax næsta haust. Nám við deildina er þróað í samstarfi við HÍ og í samræmi við inntökukröfur hans.
Námið verður auglýst í næstu viku en námsskrá hennar miðar að því að undirbúa fólk eldra en 24 ára undir háskólanám með 9-12 mánaða fornámi. Deildin á  að skapa þeim sem ekki hafa stúdentspróf tækifæri til háskólanáms.


Einnig stefnir félagið að því að hefja næsta haust kennslu við nýjan starfsgreinatengdan fagskóla (Polytechnic). Fyrsta verkefni hans verður stofnun Flugakademíu í samstarfi við fyrirtæki í flugstarfsemi og  aðra hagsmunaaðila, en þar  verður sinnt kennslu í allri flugtengdri starfsemi svo sem flugmennsku, flugþjónustu, flugumferðarstjórn og flugvirkjun.

Hjálmar Árnason, fráfarandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðinn forstöðumaður "háskóans" án þess að staðan væri auglýst. Kristín Ástgeirsdóttir veltir því fyrir sér á bloggsíðu sinni en Fréttablaðið sagði frá þessu á þriðjudaginn var:

Hjálmar Árnason, fráfarandi alþingismaður Framsóknarflokksins, fékk stöðu forstöðumanns væntanlegs fagskóla á Keflavíkurflugvelli án þess að staðan væri auglýst. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri fræðslumiðstöðvarinnar sem ætlar að reka skólann, staðfesta þetta við Fréttablaðið og segjast fagna ráðningu Hjálmars.

Sem sagt: Fagskóli kallaður háskóli af því það eru að koma kosningar, menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins "gúmmar" einn tékkann í viðbót upp á 100 milljónir af því það eru að koma kosningar og fráfarandi þingmanni Framsóknar er reddað vinnu af því það eru að koma kosningar.

Þau eru kunnugleg handbrögðin ríkisstjórnarflokkanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Maður þarf að geyma þessi blogg þín ef samfylkingin skyldi komast í ríkisstjórn eftir kosningar og bauna þeim svo á þig þegar samfylkingin notar akkúrat sömu vinnubrögð fyrir kosningarnar 2011

Enginn flokkur hefur í eins litlu magni beitt hugsjóna pólitík eins og samfylkingin og í stað þess beitt framapots pólitík eins og má sjá meðal annars á þessu bloggi hér. Mörg önnur dæmi mætti taka til. Kannski er best fyrir alla að byrja að taka til í eigin garði

Ágúst Dalkvist, 10.5.2007 kl. 15:19

2 identicon

Er Ágúst Dalkvist að leggja blessun sína yfir loforðaflóð stjórnarflokkanna? Að minnsta kosti reynir hann að benda einfaldlega í aðra átt, hann tautar: "Já en þið, já en þið!"

Skemmtileg röksemdafærsla.

Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband