Nýtt líf kviknar - göngum á vit framtíðar!

Fyrirsögn Moggans í dag er í stíl við viðleitni blaðsins undanfarna mánuði að skapa fréttir fremur en að segja þær. "Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði". Þetta er gildishlaðin setning, lífið er heilagt og öllum í blóð borið að vilja vernda líf.

Reyndar held ég að þessi ríkisstjórn sé södd lífdaga og hennar tími sé liðinn. Hún hefur gengið sitt skeið á enda og nú á að minnast þess góða sem hún hefur gert og reyna að fyrirgefa henni það sem hún hefur gert miður gott.

"Í dag er glatt í döprum hjörtum" geta þeir sungið sem bíða á biðlistum eftir þjónustu eftir að þeir hafa farið og merkt x við S í kjörklefum. Við finnum það sem höfum á undanförnum vikum gengið í yfir 15.000 hús, heilsað upp á fólk og spjallað að þjóðin bíður eftir að nýtt líf kvikni í landspólitíkinni.

Það gerist með góðri kosningu Samfylkingarinnar í dag.

Göngum á vit framtíðar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

....það er með ólíkindum hvað gulir blýantar eru áhirfamiklir á þessum degi.

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 17:17

2 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Kominn er nýr dagur.

Stjórnin hélt.  Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari þessara kosninga.  Nú er bara spurningin hvort D og S nái saman?  Yrði sterk stjórn.  En það eru nokkur Ljón í veginum sem þarf að ryðja í burt svo þessir flokkar geti unnið saman.  Verða spennandi næstu dagar.

Örvar Þór Kristjánsson, 13.5.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband