16.5.2007 | 10:15
Minnsti meirihluti í heimi
Það er margt skrafað um mögulega stjórnarmyndun enda ekki skrýtið að kjósendur velti fyrir sér hvað á endanum verður um atkvæði þeirra.
"Alltaf kaus ég Framsókn" skrifaði Hallgrímur Helgason eftir borgarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor. Það var vísun í slagorð Vinstri grænna "aldrei kaus ég Framsókn" en í greininni rakti hann hvernig Framsókn endaði alltaf í stjórn þótt hún hefði lítið fylgi.
Í fyrra var myndaður minnsti meirihluti í heimi (rúmlega 48% atkvæða) í borginni með því að Sjálfstæðisflokkur kippti þessum eina Framsóknarmanni upp í stjórn með sér. Nú er í fullri alvöru talað um að endurtaka leikinn í landsstjórninni.
Eftir forsetakosningar í Bandaríkjunum, þegar Bush vann afar nauman og umdeildan sigur, gerði Gaddafi grín að þessu kerfi sem gerði þann mann að forseta sem nánast helmingur þjóðarinnar væri alfarið á móti. Hvað ætli hann segði um stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í ríki og borg?
Flestir vildu stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Þú gleymir alveg í þessu samhengi að minnast á systurflokkinn, stóra og mikla í Noregi sem þér var svo tamt að flíka ásamt hinum krataflokkunum á norðurlöndum um daginn. Stjórnar hann ekki með 48% fylgi á bak við sig??
Rök sem gilda bara á einn veg eru afar varhugaverð því þau hitta þann sem notar þau aftur þegar dæmið er skoðað frá hinni hliðinni og eru því handónýt. En það má auðvitað reyna, þótt skammgóður vermir sé, þegar menn hafa ekkert betra.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 10:34
Buðu þeir ekki fram sem bandalag? Gengu ekki Sjálfstæðisflokkur og Framsókn óbundin til kosninga?
Dofri Hermannsson, 16.5.2007 kl. 10:55
Heill og sæll Dofri.
Það virðist vera pirringur hjá ykkur að komast ekki í stjórn. Þá verða kominn 20 ár í stjórnartíð Sjálfstæðismanna, sem er einsdæmi í heiminum. Hvar í heiminum tekst hægrimönnum að standast 20 ár í ríkistjórn. Ég held að það sé hvergi á byggðu bóli.
Enda hafa framfarir verið með þeim hætti að fólk sem hefur lifað við hagsælt vill ekkert annað umhverfi þó megi alltaf laga það sem miður fer.
Eins og ég hef sagt þér og fleirrum ykkur mun ekki ganga neitt fyrr enn þið hafið skipt um formann. að vera með bullandi ágreining í ykkar röðum gengur heldur ekki upp. Þess vegna eiga menn ekkert að vera að núa sér upp úr óförum annarra. Það er mín skoðun að menn verða að tala málefnalega um hlutina.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 16.5.2007 kl. 10:55
??????!!!!!!...... verða 48% að meirihluta eftir því hvernig boðið er fram?
Þau verða betri og betri, rökin!
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 11:04
Ef sama ríkisstjórn heldur áfram er ég hrædd um að hér á landi mun skapast enn stærri óeining á milli landsmanna en nú er. Það er augljóst að meirihlutastjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefði miklu meiri og víðtækari stuðning en núverandi stjórn. Það er löngu komin tími til þess að ná sátt hér hjá þjóðinni og það verður ekki gert með áframhaldandi setu Framsóknar. Fólk er búið að fá nóg. Það er athyglisvert að kaffibandalagið hefur flerri atkvæði á bak við sig en núverandi stjórn. Hvernig er eiginlega komið fyrir líðræðinu? En það er eitt augljóst, ef Sjálfstæðisflokkur semur við Framsókn er Sjálfstæðisflokkurinn að tryggja sér meiri völd en hann hefur áður haft. Þess vegna tel ég að Geir vilji taka Framsókn með í ríkisstjórnina. Og Framsókn tekur því tilboði vegna þess að ef þeir fara í stjórnarandstöðu þá hefur formaður flokksins ekkert að segja þar sem hann er utan þings og það getur hann og hans stuðningsmenn ekki hugsað sér. Hér er fyrst og fremst báðir flokkarnir að hugsa um sinn eigin hag en ekki hag þjóðarinnar.
Ég vona samt og krossa fingurnar fyrir því að báðir þessir flokkar sjái að sér og fari eftir vilja kjósenda hér í landi..
Björg F (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 11:16
Er ekki dálítið kyndugt að Gaddafi hafi sagt þetta um Bush? Hann er auðvitað súperlýðræðislega kjörinn sjálfur!
Guðmundur Björn, 16.5.2007 kl. 11:20
Dofri, er Dharma ekki bara eitthvað alterego þíns sjálfs?? Svona eins og engilinn og djöfullin á herðum manna ;) þú þá væntanlega sem engilinn.
Þessi stjórn getur ekki setið, það er ljóst að framsóknarflokkinum var hafnað af kjósendum og enginn sem að sér það ekki. Enginn önnur rök eða prósentutölur þarf til að kýta um það, þó að stjórnin haldi naumasta þingmeirihluta sem mögulegur er. Annað væri ef að stjórnarflokkarnir hefðu farið inn í kosningar í bandalagi. En það gerðu þeir ekki.
Pétur Henry Petersen, 16.5.2007 kl. 12:10
Heill og sæll Dofri.
Pétur virðist vera mjög argur yfir skrifum Dharma. Það er mín skoðun þegar menn eins og Pétur nota leiðinda orð í sínum málflutningi. þá eru menn í vörn að verja sinn málstað. Þetta er til vansa fyrir Pétur.
Enn það kom greinilega fram í útvarpsfréttum í gærkvöldi í viðtali við stjórnmálaskýranda Stefaníu Óskarsdóttur að Sjálfstæðismenn treysta ekki Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Ég segi að samstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna sé betra enn samstarf annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja ekki ganga í Evrópubandalagið
Samfylking og formaður hennar vilja ganga í Evrópusambandið þarna er mikill ágreiningur um að ræða. Þess vegna er ekki hægt að treysta ykkar flokki. Mundu nú það sem ég er að benda á þið verið að laga ykkar innanflokksmál áður enn þið haldið áfram.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 16.5.2007 kl. 12:44
Sigurjón, 48% verða aldrei að meirihluta, hvorki í Noregi, Íslandi, Usa eða Líbýu. Þó er nokkur munur á því hvort um er að ræða kosningabandalag eða flokka sem ganga óbundnir til kosninga en ákveða að splæsa sér saman á minnihluta atkvæða. Stjórn sem hefur meirihluta afl út á minnihluta atkvæða getur ekki talist lýðræðisleg og það munu Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sjá á fleirum en mér ef af verður.
Dharma. Mér vitandi hefur enginn rætt ríkisstjórnarsamstarf F+V+S eftir kosningar. Talnaleikir þínir, þótt skemmtilegir séu, eru því út í bláinn. Eins eru upphrópanir þínar, diguryrði og alhæfingar um Samfylkingarfólk. En velkominn til sjálfs þín aftur - ég var farinn að halda að þér væri að förlast.
Dofri Hermannsson, 16.5.2007 kl. 13:24
"Þó er nokkur munur á því hvort um er að ræða kosningabandalag eða flokka sem ganga óbundnir til kosninga en ákveða að splæsa sér saman á minnihluta atkvæða"
Hvar er þessi munur sem þú staðhæfir að sé til staðfestur í stjórnaskrá eða kosningalöggjöfinni Dofri? Eða er þetta bara fabúlasjón hjá þér og sé það svo þá ert þú kominn út í horn með rök þín og þarft ekki að fara alla leið til Libýu að finna Gaddafi til að styðja mál þitt.
Mér þykir nú að þið séuð farnir að lækka kröfurnar hvað skoðanaviðmið ykkar snertir því fyrir kosningar var fyrirmyndarmódelið ykkar "skandinavíska módelið" en nú er leitað til Líbýu og Gaddafi eftir módeli til að vitna í. Annars áhugaverður viðsnúningur:-)
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 14:21
Sigurjón Pálsson segir á heimaíðu sinni að það sé alveg heiðskýrt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi að halda áfram, hann gengur meira segja svo langt að halda því fram að kjósendur hafi farið í kjörklefan og greitt atkvæði sín á þann hátt. Það sé ekkert hægt að ræða þetta meira, þjóðin ákvað sig í kjörklefanum.
Nú kaus ég í kjörklefanum, fékk svona bleikan miða þar sem ég gat valið milli sex flokka og hlutverk mitt var a setja x framan við einn bókstaf af mínu vali, D, S, V, I, F, eða B. Hvergi kom fram á þessum sama bleika miða einhver möguleiki til að velja ríkistjórnarmynstur.
Ég get því alls ekki verið sammála Sigurjóni Pálssyni og haldið því fram að það sé alveg heiðskýr vilji íslenskra kjósenda að samstarf sjálfstæðisflokks og framsóknar eigi að halda áfram og þá sérstaklega í ljósi þess að atkvæðamagn á bak við þessa flokka er 13 atkvæðum minna heldur en atkvæðamagn bak við hina þrjá flokkanna sem að fengu menn, og ef út í það er farið nærri 6000 atkvæðum minna heldur en allir hinir flokkarnir sem hægt var að kjósa um.
Þannig að Sigurjón, þú verður bara að viðurkenna að þessi skýrleiki þinn á næstu ríksistjórn Íslands er bara alls ekki svo skýr. Sama hvað þið tautið og raulið, sama hvað ykkur dettur í hug að reyna aðs setja fram um þennan skýrleika, þá er það að lokum atkvæðin sem að ákvarða þennan skýrleika, ekki þingmannafjöldi, vegna þess að jú það ein sem við kjósendur getum gert í kjörklefanum er að greiða flokkum atkvæði, við getum ekki ákveðið hver skal vera þingmaður okkar og við getum heldur ekki ákveðið hvaða stjórnamynstur skuli vera. Þannig er það bara.
Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 14:48
Heill og sæll Dofri.
Reynið að tala málefnalega Dhrama er að benda ykkur á með rökum hvernig þetta er. Enn þið virðist ekki skilja hvernig þessu er háttað.
Ég mann ekki betur enn Samfylking hefði tapað stórt, þá kalla ég að missa 2 þingmenn í stjórnarandstöðu. Enn gleymið ykkur heldur ekki það munaði litlu að þeir væru 3 þingmenn. Sem er afglöpp að þingflokkur sem stendur fyrir utan fær ekki fleiri atvæði á þeim bæ er mikið að á þeim bæ.
Enn Dofri hættu að vera með rangfærslur í þínum málflutningi það mun ekki duga fyrir mér og öðrum.
Jóhann Páll Símonarson
Jóhann Páll Símonarson, 16.5.2007 kl. 15:35
Enn og aftur Hlynur og Dofri. Þjóðin kaus eftir gildandi lýðræðislegum reglum og stjórnin hélt því velli á lýðræðislegan hátt og starfar áfram þar til hún ákveður annað. Það getur orðið í kvöld eða á morgun eða þess vegna fram að næstu kosningum. Punktur.
Þið eruð með þokukenndar fabúlasjónir sem byggja á persónulegum tilfinningum (sem eru í uppnámi þessa dagana) og virðist helst vilja breyta gildandi lýðræðislegu reglum eftirá af því að ykkar framboð komust ekki að. Það má alltaf ræða það og er gert á réttum vettvangi að breyta skuli lýðræðislegum aðferðum við að finna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi en þær reglur sem í gildi eru skiluðu okkur þeirri niðurstöðu að stjórnin heldur velli! Það eitt er heiðskýrt. Ykkar fabúlasjónir eru hins vegar bæði loðnar og teygjanlegar og hönd festir þar ekki á neinum nothæfum rökum.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 15:45
Alltaf skulið þið blessu sjálfstæðimenn leggja manni orð í munn og gera manni upp skoðanir og með því halda fram á hálfvitalegan hátt að þið hafið "fellt" röksemdir andstæðinga ykkar.
Ég hef bara hvergi haldið þvi fram að Samfylkingin hafi unnið kosningarsigur, ég er persónulega mjög ósáttur við niðurstöður flokksins og ég tel hana ekki ásættanlega og hvergi hef ég haldið því fram að samfylkingin eigi eitthvað meira tilkall til stjórnar heldur en aðrir flokkar.
Þegar hins vega kemur að því SIGURJÓN PÁLSON að þú ferð að túlka vilja kjósenda þannig að þeir vilji áframhaldandi stjórnarsamstarf, verð ég bara að vera ósammála. Vilji kjósenda er bara ekkert heiðskýr eins og ég benti á hér að ofan.
Þetta byggi ég á tveimur einföldum staðreyndum: atkvæðamagni bak við stjórnmálaflokka í kosningum 12. maí 2007 og þeirri einföldu staðreynd að kjósendur geti ekki valið stjórnarmynstur með atkvæðum sínum.
Þessar tvær staðreyndir eru hvorki loðnar né teygjanlegar, heldur strípaðar og staðfastar.
Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 16:09
Ég þarf ekki að leggja mig í líma með hjálp fabúlasjóna að túlka úrslit kosninganna. Þau lágu fyrir að morgni sunnudagsins 13 maí 2007: STJÓRNIN HÉLT VELLI. Það er hin eina sanna, klettfasta staðreynd í þessu máli - staðföst og strípuð - takk fyrir það, og það er kjarninn í því sem ég hef haldið fram frá upphafi. Þú mátt svo halda áfram að berja hausnum við steininn þar til svart verður hvítt og hvítt svart. Það bara breytir ekki þeirri staðreynd.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 17:29
Hvaða hvaða, það er bara eins og enginn geti skilið það sem ég segi í þessum blogg heimum, þó ég sé farinn að skreyta allt með brosköllum. Nema að fólk bara vilji ekki skilja.....
Ég hvorki var né er argur. Var bara svona smá að djóka að D og D séu eins og svart og hvítt eða eins og spæjararnir í MAD í denn (og kannski enn). Þarf ekkert að æsa sig meira yfir því
Hitt svo bara stendur
Pétur Henry Petersen, 17.5.2007 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.