Svartur dagur í sögu strætó

Þetta er sorgleg ákvörðun og ekki í anda grænna skrefa í Reykjavík. Manni er slétt sama þótt strætóskýlin heiti eitthvað og segi manni hvað sé langt í næsta vagn ef það er alltof langur tími þar til vagninn kemur. Það er öllum ljóst sem nota strætó, jafnvel bara stundum, að ferðatíðni hefur mun meira að segja en verð á fargjöldum.

Það er alveg sama þótt maður fái ókeypis í strætó ef hann kemur ekki innan þeirra tímamarka sem samkeppnin við einkabílinn leyfir. Þess vegna er það stórt skref aftur á bak að fækka ferðum og gerir að litlu þær vonir sem bundnar eru við ókeypis í strætó fyrir skólafólk.

Ístöðuleysið sem yfirvöld sýna með þessu er líka vítavert. Kaldar kveðjur til þeirra sem hafa reitt sig á almenningsamgöngur til að komast til og frá vinnu. Fólks sem hefur tekið þeirri áskorun borgaryfirvalda að reiða sig á almenningssamgöngur en ekki á einkabílinn.

Skilaboðin eru skýr - ekki treysta á almenningssamgöngur.


mbl.is Allar strætóferðir á 30 mínútna fresti í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ömurlegt! Það er alltaf verið að hvetja fólk til að skilja bílinn eftir heima. Síðar er þetta alltaf í orði en ekki borði eins og greinilegt er hjá meirihlutanum! Sjálfstæðismenn hafa engann áhuga á almenningssamgöngum og hafa aldrei haft það. Hvað margir í borgarstjórn nota strætó? Þeir ættu að skammast sín! 

Kristján Kristjánsson, 22.5.2007 kl. 19:42

2 Smámynd: Eiríkur Briem

Einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins missti það út úr sér að Reykvíkingar hafi kosið einkabílinn.  Það má með sanni segja að það sé rétt hjá honum miðað við hvernig núverandi meirihluti úthlutar fjármunum til almenningssamgangna.

Eiríkur Briem, 22.5.2007 kl. 21:17

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Dofri veit sem er að þetta var dapurlega óhjákvæmileg ráðstöfun í ljósi rekstrarniðurstöðu Strætó bs og þeirrar staðreyndar að nágrannasveitarfélögin voru ekki tilbúin til að veita meira fjármagni til Strætó bs. Reykjavíkurborg gerir meira en sitt í þeim heildarpakka og hefur borgin lýst sig reiðubúina til að koma inn með meira fjármagn, ef nágrannasveitarfélögin koma með sitt hlutfall einnig. Því hefur ekki verið að heilsa. Því miður og því er þetta óhjákvæmilegt.

Gestur Guðjónsson, 22.5.2007 kl. 21:35

4 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Sæll Dofri - til lukku með þína.  En það getur verið hættulegt að skríða undir þessa sæng að ylja sér í stjórn.  Vonandi tekur betra við þó sami grauturinn sé kominn í aðrar umbúðir hjá Sjálfstæðismönnum.  Mig sætir þó furðu að Bjössi B sitji áfram og ætla ég að vona að hann sé skiptimaður fyrir Bjarna B.  Guðlaugur ???

jæja

Við vorum að ræða strætó - eina sem ég hef af þeim að segja - þeir óku utan í minn einkabíl og stungu af... svo mörg eru þau orð.

Gleðileg veðrabrigði. 

vcd 

Bragi Þór Thoroddsen, 22.5.2007 kl. 22:40

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Pass.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.5.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband