Hlakka til 1. júní

Fór út í búð áðan og gekk þá framhjá hverfiskránni. Þar er verið að reisa skilrúm á gangstéttinni fyrir utan. Það er til að veita reikingarmönnum skjól en 1. júní verður bannað að reykja á veitingastöðum.

Ég hlakka til, því þótt ég sé ekki fanatískur á móti reykingum finnst mér stór ókostur að það skuli ekki vera hægt að fara út að skemmta sér án þess að þurfa að fara úr gallanum eins og hann leggur sig þegar maður kemur heim, setja hann beint í þvottavélina og fara í sturtu.

Var úti í Glascow um daginn þar sem reykingabann á veitingastöðum hefur verið í gildi í nokkur ár. Þar er gaman að vera á bar, manni súrnar ekki í augum og maður angar ekki eins og brunarústþegar maður kemur út. Held að Íslendingar eigi eftir að taka þessari breytingu fagnandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég er sammála þessu Dofri. Mér finnst ekki réttmætt að fólk fái að skíta út fötin mín og menga loftið sem ég anda að mér og hefur verið vísindalega sannað að sé óhollt. Ég hef alveg samúð með reykingarmönnum og þekki þeirra mál því ég var sjálfur reykingarmaður í mörg ár. Ég hætti vegna þess hve slæm áhrif reykingarnar höfðu á heilsuna mína. Það er áberandi sem lítið dæmi hve miklu betra er að vera á tónleikum í laugardalshöll eftir að strangt var tekið á reykingum þar. Tek eftir t.d. að það stendur á Deep Purple miðanum mínum, reykingar ógilda miðann. Gott mál. Af hverju á mér að líða illa á tónleikum? Ég borga mér ekki inn dýrum dómum til að standa í reykingarskýji :-) Þetta er ekki fanatík heldur einföld rök. Fólk er sem betur fer orðið næmari á sitt umhverfi og er farið að gera hollustukröfur sem er bara hið besta mál :-)

Kristján Kristjánsson, 26.5.2007 kl. 13:12

2 identicon

Vona að þetta sé ekki kráin við Hverafold í Grafarvogi, nægur er hávaðinn frá henni nú þegar um helgar og ekki minnkar hann ef komið verður upp reykingaaðstöðu fyrir utan hana.

Svo skemmtistaðir eiga ekki heima í íbúðahverfum.

Bobbi (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 13:33

3 identicon

Búinn að bíða eftir þessu í mörg ár - eða allt síðan ég kynntist þessu í USA og Canada.    Fór reyndar á Helenukvöld með Hvítum Mávum, Þorvaldi og Ragga Bjarna í gærkvöldi - í Sjallanum.  Þar var enginn reykur í aðalsalnum og við hjónin vorum einmitt að gleðjast yfir því að þurfa ekki að hengja fötin út eða setja í þvottavélina og fara í sturtuna áður en við færum í rúmið.  

Þetta er raunverulega tilhlökkunarefni - og við munum fagna því (líka þeir sem reykja í hófi).

benedikt sigurðarson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 13:38

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

hlakka líka til. það er ömurlegt að fólk skuli fá að menga fyrir öðru fólki með reykingum og náttúrulega mest sjálfu sér. kynslóð foreldra minna dó meira og minna úr reykingatengdum sjúkdómum fyrir aldur fram. eina sem gildir er að gera nógu erfitt og illa þokkað að reykja þannig að reykingamenn finni sig knúða að hætta. Þetta segi ég af eigin reynslu verandi fyrrum stórreykingamanneskja sem var neydd til að hætta þegar reykingar voru bannaðar í nánast öllum skólum og ég vann í skólakerfinu.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 27.5.2007 kl. 11:46

5 identicon

Sammála þér Dofri, en ég er líka smá sammála Skúla.

Jón Kristófer virðist haldinn einhverri þráhyggju..

Björg F (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 18:10

6 Smámynd: Presturinn

það er ágætt að geta stundum verið sammála þér.

Presturinn, 28.5.2007 kl. 09:30

7 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

úti Rúmeníu og Slóvaníu fannst manni gjörsamlega eins og hver einast kjaftur reykti. Og ef maður bað um reyklaust svæði á börum eða veitingahúsum voru það yfirleitt verri sæti, út úr eða bakvið.... þannig að maður var ekkert í fjörinu.  Ég lenti í því á fundi í Búkarest að c.a. 15 manns reyktu í pínulitlu herbergi og loftræstingin var engin.  Mér ofbauð og yfirgaf fundinn mjög snemma, en þrátt fyrir stutta stund þarna inni, var ég sólarhring að jafna mig í hálsi og öndunarfærunum.  Reykingar eru glataðar og þrátt fyrir að forræðishyggja sé ekki skemmtileg (og víða ofnotuð) þá eru svona aðgerðir nauðsynlegar.  Og hvernig haldiði svo að starfsfólki líði sem hefur hingað til þurft að vinna í reykjarkófi kvöld og nætur endalaust.  Mestur er ábati þeirra held ég.  Við hin erum svo sjaldan út á lífinu 

Guðrún Vala Elísdóttir, 29.5.2007 kl. 01:38

8 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já ég er sammála þetta veru all annar líf

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 29.5.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband