Nýja svæðastefnan - New Regionalism

Samstarf af þessu tagi er mjög mikilvægt. Nýja svæðastefnan (new regionalism) eru viðbrögð þjóðríkja, stærri svæða og einnig héraða innan þjóðríkja við heimsvæðingunni. Núna þegar heimurinn skreppur saman og landamæramúrar falla einn af öðrum skapast þörf fyrir að svæði vinni saman að ýmsum sameiginlegum málum.

Norðurlandasamstarfið byggir á góðum grunni en margir hafa sagt það vera tímaskekkju. Það er ekki rétt þótt Danmörk, Svíþjóð og Finnland eigi í mörgu meiri samleið með ESB en Íslandi og Noregi. Eftir sem áður eru mörg verkefni sem er áríðandi að öll þessi ríki vinni að sameiginlega t.d. umhverfismál og ferðamál. Í hugum flestra í heiminum eru þessi lönd eitt og sama svæðið.

Micro útgáfan af Nýju svæðastefnunni er svo hvernig einstök héruð geta skapað sér sérstakt nafn fyrir einhverja tiltekna eiginleika eða styrkleika. Dæmi um það eru t.d. ákveðin vínræktarhéruð um allan heim, Silicon dalurinn fyrir tækniþekkingu og Suðurland fyrir Njálu. Þótt einhver mismunur sé eflaust á frægð þessara svæða er hér um sama fyrirbærið að ræða - það er þörf fyrir að einstök svæði skapi sér sérstöðu, finni styrkleika sína, marki sér stefnu sem miðast við að nýta þá styrkleika og afli sér frægðar á því sviði.

Á þessari hugsun ættu t.d. vaxtarsamningar og byggðaþróun á Íslandi að byggjast. Styrkleikum og sérstöðu hvers svæðis.


mbl.is Nýjar norrænar áherslur á sviði hnattvæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband