Mikilvægt framlag til umhverfismála

Í kosningunum var mikið talað um stopp stefnu ákveðinna flokka. Það var talað um að ekki mætti stöðva þá miklu uppbyggingu í orkuiðnaði sem verið hefur undanfarin ár. Það var undarleg skoðun.

Ef ég ræð málara til að mála fyrir mig þakið, verð ég þá að leyfa honum að mála síðan húsið að innan og utan og sprauta bílinn þegar því er lokið? Á hvergi að stoppa orkuiðnaðinn á Íslandi?

Nú verða ekki gefin út frekari leyfi til rannsókna eða nýtingar á háhitasvæðum landsins fyrr en lokið hefur verið við rammaáætlun og verndargildi allra háhitasvæða landsins rannsakað í kjölinn. Þar var línan dregin. Menn geta deilt um hvort það er stopp.

Það stoppar hins vegar ekki tækniþekkinguna og hún er á leiðinni út í heim að hjálpa til við að útvega íbúum heimsins vistvæna orku til að nota til heimilisbrúks - þarna er í raun verið að gera það sem aldrei var reyndin með álverin á Íslandi - það er verið að skipta út olíu- og kolaorku fyrir umhverfisvæna orku.

Þessi þekking getur bæði verið mjög miklvæg fyrir baráttuna gegn mengun andrúmsloftsins og fyrir orkugeirann á Íslandi.


mbl.is Utanríkisráðherra á fundi með sendiherrum um orkumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Dofri.

Það er gott að gamla málið um að klára blessaða rammaáætlunina er skrifað annars staðar en í skýin. Það sem fer enn í taugarnar á mér er að umræður halda áfram um stækkun Alcan í Hafnarfirði, eða færslu til Þorlákshafnar. Orkan sem þangað á að fara, hvaðan á hún að koma? Og hvað með hártoganir bæjarstjórans í Hafnarfirði um túlkun á atkvæðagreiðslunni?

Ég held að það sé líka nauðsynlegt að draga aðeins upp myndina af því hvernig ástandið er núna, hvaða leyfi hafa verið gefin út il rannsókna og hver til nýtingar. Þá áttum við okkur á því hvernig veröldin lýtur út í raun og veru.

Gestur Svavarsson (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband