Góð lausn - og meðan ég man...

GrunnskólinnÞetta var og er að ég best veit líka gert í yngstu deildunum í Háteigsskóla. Það var þannig gert að kennararnir sendu foreldrunum lista yfir það sem barnið þurfti að hafa s.s. ritföng, föndurdót og annað slíkt en fóru jafnframt fram á að foreldrarnir leyfðu þeim, kennurunum, að sjá um innkaupin.

Það gerðu allir foreldrar enda sparaði það þeim sporin, reyndist mun ódýrara og kom í veg fyrir meting sem, eins og réttilega segir í þessari frétt, getur haft veruleg áhrif á sjálfsmynd og líðan grunnskólabarna.

Þetta áttu hinir frábæru kennarar, Jóhanna og Ragnheiður, auðvelt með að sýna okkur foreldrunum fram á og fá samhljóða samþykki allra. Á sama hátt stýrðu þær þær öðru sígildu vandamáli um hverjum er boðið og hverjum er ekki boðið í afmæli farsællega í höfn með vinsamlegum tilmælum til foreldra. Undir þeirra mildu en styrku stjórn leið okkur öllum vel, bæði foreldrum og nemendum.

Núna þegar erfiðlega gengur að manna skólana finnst mér kjörið að þakka þeim og öllum hinu góðu kennurunum sem hafa kennt dætrum mínum fyrir þeirra góðu störf. Það er full ástæða til.


mbl.is Kenn­ar­arn­ir panta rit­föng­in og for­eldra­fé­lag­ið inn­heimt­ir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafn Óttarsson

Þetta er að mörgu leiti góð og sniðug lausn en ég hjó eftir því að fyrir yngir börnin í Vesturbæjarskóla átti að greiða 4500 krónur og eldri 5000 krónur.  Nú á ég tvær dætur á grunnskóla aldri og var farið í eina verslun og keypt inn það sem vantaði - ekki keypt það sem er til á heimilinu og í góðu lagi frá fyrra ári.  Þessi innkaup kostuðu einhversstaðar um 8000 krónur, svo ég sé ekki alveg sparnaðinn.  Reyndar finnst mér kennarar seta fram kröfur um vissa hlut án þess að athuga vel málið fyrirfram.  T.d var óskað eftir því að dóttir mín í 7unda bekk keypti minnislykil.  Svona lykill kostar (ef það á að vera eitthvað varið í hann ) á milli 1500-3000 kr stk.  Þetta getur orðið dágóður kostnaður ef börnin eru fleiri en eitt, slagað hátt í önnur skólainnkaup og svo er alltaf hætta á að þau týni kubbinum og svo frv.  Fékk reyndar einn eftir öðrum leiðum og sparaði þau útgjöld.  Þetta minnkar hins vegar meting og er það að hinu góða en hitt þarf að athuga að ekki þarf að kaupa "allan pakkann" árlega og þannig sparað.

En ekki veitir af að að hrósa kennurum og öðrum starfsmönnum, því flestir vinna þeir frábært starf

Hrafn Óttarsson, 29.8.2007 kl. 10:36

2 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Mikill sannleikur í þessu Dofri.  Ég tek undir þetta.  Var að græja minn 6 ára í skólann..  Þetta er meiri útgerð en á mér í HÍ.  Og svo veit maður ekki vel hvað á að senda - upp á samanburðinn. 

Hvað finnst þér um skólabúningana?  Þetta eru víða lausn - sér í lagi í þjóðfélgi sem stefnir hraðbyr í meiri og gleggri skiptingu milli auðmanna og hinna. 

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 30.8.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband