Gott ef satt reynist

Dálítið eins og þegar hrekkjusvínin í skólanum bjóða sig fram í nemendaráð og lofa að tryggja frið á skólalóðinni. Enginn efast um að þau geti það en í ljósi reynslunnar efast margir um að loforðið haldi.

Bandaríkin, undir styrkri stjórn olíuvaldsins, hefur gert allt sem hægt er til að berja niður þekkingu á loftslagsbreytingum af manna völdum. Svo langt hefur verið gengið að múta vísindamönnum til að koma með gagnrýni á alþjóðlegar skýrslur um málið.

Sannir hægri menn (sem hérlendis má helst finna á www.andriki.is) hafa að sjálfsögðu tekið heilshugar undir olíuboðskapinn og segja vandann í fyrsta lagi alls ekki af manna völdum, númer tvö ekki hættulegan og í þriðja lagi að það sé ávísun á efnahagslega katastrófu að bregðast við honum. Þessi rök hafa að sjálfsögðu öll verið vegin og metin og léttvæg fundin.

Vegna áhrifa olíugeirans hafa Bandaríkin ekki viljað vera með í Kyoto, þótt þau séu stærsti einstaki mengunarvaldurinn á meðal þjóða heims. Ýmsar borgir í Bandaríkjunum hafa hins vegar sýnt þá ábyrgð að setja sér sín eigin markmið í samdrætti CO2. Seattle var fyrst borga til að vinna slík markmið og leiddi í fyrra loftslagssamstarf 393 borga í Bandaríkjunum með samtals yfir 50 milljónir íbúa.

Það er lofsvert framtak og sýnir að enn er von um að Bandaríkin taki þátt í baráttu þjóða heimsins gegn loftslagsvánni. Eða eins og Churchill mun hafa sagt, að eftir að hafa leitað allra annarra leiða munu Bandaríkjamenn á endanum gera það sem rétt er.


mbl.is Yfirlýsing Bush og Howard vekur gremju og tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Þeir þarna fyrir vestan eru nú að byrja svona almennt að átta sig á því að eitthvað mikið er að breytast í tíðarfarinu.. og eru  farnir að horfa alvarlega í aðrar áttir með orkugjafa

Öldungadeild BNA var rétt í þessu að bjóða herra Ólafi Ragnari Grímssyni til yfirheyrslu varðandi  jarðvarmanýtingu... en við Íslendingar erum í alfremst röð þar.

Þetta með fjármögnun olíufursta til kaupa á vísindaniðurstöðum sér í hag... er það ekki af sömu rótum og það sem tóbaksframleiðendur hafa orðið uppvísir af í áratugi..?

Kv. 

Sævar Helgason, 5.9.2007 kl. 18:07

2 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Öfgarnir finnast á báðum ásum.  Hrakspár eru ekki allar þannig að rökin verði auðkeypt.  Kaupum fræ, setjum í mold svo af spretti tré og þú mátt blása CO - vitlausara en orð fá lýst þrátt fyrir að gagnverkan verði að einhverju leiti. 

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 5.9.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband