Lognið búið?

Fyrir skömmu skrifaði Þorvarður Tjörvi, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, um lognið á undan storminum. Þar spáði hann frekari skjálftum í alþjóðaviðskiptum og að senn yrði skortur á fjármagni á lágum vöxtum.

Ljóst er að hagsveiflan á Íslandi, rétt eins og stór hluti einkaneyslu í Bandaríkjunum, hefur verið tekin að láni út á hækkandi húsnæðisverð. Það verður svo að koma í ljós hvort innistæða er fyrir þessu háa húsnæðisverði hér á landi en eins og komið hefur á daginn hefur veðþol húsnæðis vestanhafs verið stórlega ofmetið - reyndar svo rækilega að nú sýpur heimsbyggðin seiðið af því.

Mér er mjög til efs að verðmætasköpunin á höfuðborgarsvæðinu standi undir +300 þúsund kr. fermetraverði á íbúðarhúsnæði. Sérstaklega þegar slíkt húsnæði er fjármagnað með verðtryggðum lánum á 6% vöxtum í 6% verðbólgu.

Það væri athyglisvert að fá nákvæmar upplýsingar um það hvað mikið af íbúðarhúsnæði stendur autt í dag. Tilfinning mín er að það sé talsvert. Það er allt útlit fyrir að við munum sjá sviptingar á húsnæðismarkaði á næstu mánuðum og misserum.


mbl.is Mikil verðlækkun í Kauphöll OMX á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband