Málið í hnotskurn

Ég rakst á þessa vísu eftir Davíð Hjálmar Haraldsson á Leirnum, sérstökum póstlista hagyrðinga, og fékk góðfúslegt leyfi til að birta hana hér.

Tilefnið var "brottkvaðning íslensks hers frá Írak".

Burt úr Írak flugvél fer
með fret og læti.
Allur kemur okkar her
í einu sæti.

Er þetta ekki málið í hnotskurn?


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Meira mál að senda fólk til Írak en að boða það heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Held að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun, en barasta illa tímasett.  Hefði átt að gera þetta fyrr eða mótmæla því í upphafi að við hefðum eitthvað með friðargæslu á þessum stað að gera. 

BNA og Bretar skulu barasta sjálfir sitja í sinni for og taka þar til eftir sig.  Þessar þjóðir hafa báðar á fyrri og miklu fyrri tíðum komið öllu þarna í óefni.  Bretar yfirgáfu þjóðina eftir að hafa hleypt þar öllu í bál og brand og BNA komu að því að styðja Saddaminn sinn þegar hann barðist við Íran - þá var hann nógu góður. 

Enn fermur hafa BNA menn orðið uppvísir af því að njóta góðs af hinum sjaldséða og torfundna Bin Laden, en hann ku á válista.  Þetta er svo mikið bull, lygi og falskar foresndur að við eigum ekkert með að taka þátt í þessum skrípaleik. 

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 10.9.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég hef aldrei skilið hvað fjallgöngukonan í hermannabúningnum átti að vera að gera þarna. Kenna írökum að tala við blaðamenn? Hefði ekki verið nær að fá snillinginn sem var blaðafulltrúi Saddams til að sýna hvernig maður á að bera sig í afneitun?

En já bretar komu Saddam til valda, bandaríkjamenn studdu hann alveg eins og þeir studdu Osamageitina með litaða skeggið í Afganistan en verst fyrir hann fara hans hagsmunir og Halliburton ekki lengur saman.

Ef að Ingibjörg var á táknrænan hátt að sýna fram á að við styddum ekki þessa hörmung og værum ekki partur af "hinum staðföstu þjóðum" þá var þetta of lítið, of kurteisislegt og of seint miðað við loforð Samfylkingarinnar. 

Ævar Rafn Kjartansson, 10.9.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband