Broken window theory

Var að lesa ágæta bók um daginn, The Tipping Point, sem fjallar um það hvernig ákveðnir hlutir, hugmyndir eða atferli breiðist út eins og faraldur. Sígilt dæmi fyrir okkur væri fótanuddtækið góða hér um árið.

Þar var líka minnst á baráttuna við áralangan glæpafaraldur í New York en á örfáum árum náðist að draga stórkostlega úr glæpum í borginni. Þar kom mjög við sögu svokölluð Broken Window Theory sem gengur út á að brotnar rúður, veggjakrot og fleira þess háttar gefur skilaboð um að í þessu umhverfi megi gera ýmislegt sem annars má ekki.

Yfirvöld og lögregla í NY lögðu sérstaka áherlsu á að skipt væri um brotnar rúður, að málað væri yfir veggjakrot innan 24 stunda og skar upp herör geng svindli og ribbaldahætti í neðanjarðarlestinni. Það kom í ljós að það voru ævinlega sömu einstaklingarnir sem voru til vandræða í lestunum og frömdu önnur brot í borginni.

Vandinn í miðborg Reykjavíkur er alveg sama eðlis. Flöskubrot, rusl og drykkjulæti gefa vandræðaseggjum til kynna að allt sé leyfilegt svo einhverjir þeirra klára úr flöskunni, stúta henni á gangstéttinni og létta svo á sér utan í næsta vegg.

Þegar þessi stemning er komin upp verður flestu venjulegu fólki um og ó að ekki sé talað um þegar stemningin magnast og fullorðnar konur fara að berja fólk fyrir að benda á að þær séu að troðast framfyrir röðina að ekki sé talað um alvarlegri ofbeldisglæpi.

Lífsgleði og kraftur Íslendinga í skemmtanalífinu er vissulega oft töfrandi. Hins vegar er sú sjón sem mætir útlendingum á laugardags- og sunnudagsmorgnum bara sorgleg. Ég held þeim finnist ekkert sjarmerandi við mígandi drukkna karla og grátandi konur með brotnar rósir og málningu niður á kinnar, ekki frekar en að draga ferðatöskurnar sínar á milli flöskubrota og polla af ýmsum uppruna.

Það er því hárrétt ákvörðun hjá lögreglunni að skera upp herör gegn ribbaldahætti og sóðaskap í miðborginni. Það er óþolandi að örfáir tugir illa siðaðra einstaklinga komi óorði á þær þúsundir sem fara með gleði, friði og spekt út að skemmta sér í miðborginni um helgar.


mbl.is Fimmtíu og þrír brutu gegn lögreglusamþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Því sem lýst er í bókinni The tipping point á lítið skylt við aðgerðir lögreglu hér.  Þar er faraldsfræðin skoðuð frá ýmsum hliðum öðrum en sjúkdómsdreyfingu. T.d hvað varðar viðskipti, dreifingarhraða keðjusendinga ofl.  Keðjuverkun og margfeldisáhrif og eðli þessa. Nike er eitt dæmið um hvernig viðkiptin hafa notað sér þennan trend með að kveikja faraldur eða dellur með því þar að gefa töffustu krökkum í skólum skó af þessari tegund.  Neikvæð samfélagsáhrif voru umræður um vandamál, sem juku vandann og eru tekin dæmi um sjálfsmorðsfaraldra unglinga m.a. eftir að fjölmiðlar settu umræðu um "vandann" á oddinn.  Sannaðist þar hin gamla regla nýaldarspekinga. "What you resist, presists."  Slíkt mætti skoða í okkar samhengi. Erum við í vandamálasmíði og að búa til trend hjá ungu, iðjulausu fólki með að tabúisera þetta mál svona. B

The broken window syndrome er nokkuð sem Rudolf Giuliani varð þekktur fyrir að hugleiða og nýta sér.  Það sem hann gerði var ekki að beita lögreglu, heldur þvert á móti þá fór hann eftir því hugsanlega lögmáli að þar sem brotin rúða sást, þar bættist önnur við mjög fljótlega og svo ný og ný með margfeldisáhrifum ef ekki var gert við þær.  Hann var því með heri iðnaðarmanna og hreinsitækna í að laga þetta jafn óðum og rúða brotnaði. Þett leiddi til fækkunnar glæpa og betra viðurværis í niðurníddum hverfum og er Harlem gott dæmi um þann algera viðsnúning sem varð.  Sama gerði hann með graffityvandann í neðanjarðarlestum. Hann lét hreins af lestunum jafn óðum, þar til Graffararnir gáfust upp, því verk þeirra komu ekki fyrir augu neins eins og tilgangur þeirra var.  Eina lögregluaðgerðin var að taka og sekta alla, sem svindluðu sér í lestar og sekta þá. Aukaafurð með því reyndist sú að fjöldinn allur af eftirlýstum síbrotamönnum náðist.  Þeir sem brjóta af sér í stóru gera það því líka í smáu, sýndi sig.

Við þetta fækkaði glæpum verulega í New York og borgin breyttist í örugga og hreina borg á skömmum tíma. Þetta jaðraði við kraftaverk og var það fyrst og fremst þetta, sem skaut Giuliani upp á stjörnuhimininn.

Ég sé að þú hefur lagt annan skilning í lestur þessarar bókar en ég og sennilega líka höfundurinn.  Hér var ekki verið að róma valdbeitingu...langt í frá.  Það er ekki illa meint af mér kæri vin að blogga svona í kommentakerfið þitt.  Ég geri það af því að mér þykir þú hafa bent á merkilega bók, sem gæti nýst í því samhengi, sem þú nefnir en ekki með þeim ráðum sem þú nefnir.  Hún gæti orðið yfirvöldum hvatning til að rannsaka orsakir vandans í stað þess að eyða orkunni í afleiðingarnar út í það óendanlega. Komast að því sem veldur íkveikjunni ef svo má segja í stað þess að vera endalaust að slökkva elda með misvitrum ráðum.

Hugleiða má hvort að útlit og viðhald miðbæjarins bjóði upp á svona umgengni eða kalli hreinlega á hana. Þar má einnig skoða arkitektúr eins og annað viðhald og gatnagerð.  Reyna að sjá hugsanlega sök yfirvalda sjálfra.  Í miðbænum eru nánast engin almenningssalerni.  Hvernig væri að bæta úr því?  Ruslafötur eru of stopular á svo fjölförnum stað. Einnig er óviðeigandi að selja skyndibita á miðjum nóttum og er það stór ástæða sorpsins og ásóknar máva í bæinn. Þetta er bara betri kostur en sandsíli. 

Eftirlit með veitingarekstrinum má auka og taka til fyrirmyndar nágranna okkar, sem fá ekki að servera fólki, sem er orðið áberandi drukkið.  Víst má hætta að selja bjór í lausasölu og sekta hlandfrussur en það er afar grunnhyggið að ætla að það leysi vandann.  Þetta mun lagast um tíma en fara í sama far.  Einnig það viðhorf að líta á fársjúka áfengissjúklinga sem sjónmengun og ætla að beita lögjöfinni á þá.  Við lokun Byrgisisns kom ekkert úrræði í staðinn og enginn tímir að borga fyrir slíkt gustukaverk. Gistiskýlum hefur fækkað og framlög til áfangaheimila hafa verið dregin saman.  Þar liggur vandinn. 

10-12% Íslendinga eru haldnir ofnæmissjúkdómnum alkohólisma. Það hlutfall borgara, sem eru að vandalast í miðbænum á þessum helgarnóttum tilheyra þeim hópi að mestu.  90% eru heima hjá sér. Þetta er affallið eða afleiðingar þess að selja má áfengi og við verðum bara að axla þá ábyrgð og kannast við þetta sem afurð þess.  Lögregluvald mun bara æsa þetta og ýfa.  Löggjöfin bannar áfengisneyslu utandyra og ölvun á almannafæri. Það yrði óðs manns æði að ætla að framfylgja þeim.  Einnig er það misviturt að handsama örfáa einstaklinga öðrum til varnaðar. Þessi vandi er viðvarandi og hverfur ekki og heitir Alkohólismi. Stjórnleysi við áfengisneyslu, sem veldur því að fólk ræður ekki við neysluna og getur ekki stoppað, það hegðar sér eins og bestíur að því að ennisblaðið (frontal lope) er tekinn úr sambandi. Staðurinn þar sem við hugsum áður en við framkæmum.

Mér finnst margt í aðgerðum og umræðu um þennan vanda bera þess vitni að sami vandi virðist hrjá valdsmenn vora.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.9.2007 kl. 02:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og síðan smá lending eftir vaðalinn.  Konnumst við það fjós sem miðbærinn okkar er og að þar þarf að taka til hendinni. Ég er mjög sáttur við áætlanir um retró arkitektúr þar og að gera umhverfið hlýlegra og mannvænna. Ingólfstorgið er engin búbót heldur þót nýtt sé og er þessi fráhrindandi blanda af austurþýskum arkitektúr kaldastríðsins og Albert Speer ekki til að kalla það besta fram í fólki. Má vera að þetta sýnist flött í m´´odelum og þrívíddargrafík, þegar hugmyndirnar eru seldar, en þetta afhúmaniserar umhverfið.

Að lokum með skyndibitasölu: Ég hef migið í miðbænum og tilheyrt þessum hópi og þekki þetta af eigin skinni, þótt ég sé ekki flöskubrjótur og ribbaldi. Þeir eru að vísu fáir en áberandi. Skyndibitasölu á miðjum nóttum, hef ég hvergi séð í borgum í þessu samhengi og er hún einvörðungu til að efla mönnum móð til frekari afreka í stað þess að sulturinn reki þá heim eða í úthverfin.  Svo hef ég nefnt svínaríið sem fylgir og hefur keðjuverkandi áhrif á umgengni.  Hér er svo ágæt grein eftir hann Þorvald bloggvin minn og fyrrverandi lögregluþjón ásamt kærulausum kommentum mínum, sem ber að taka með léttúð. http://tolliagustar.blog.is/blog/tolliagustar/entry/307399/#comments

Jón Steinar Ragnarsson, 11.9.2007 kl. 02:57

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Takk fyrir þennan pistil Jón Steinar. Held ég verði bæði að vera þér sammála og ósammála. Sammála um að The Tipping Point er merkileg bók um félagslega faraldursfræði ef svo má segja en ósammála um að The Broken Window Theory og samhengi hennar í bókinni eigi ekki við í Reykjavík.

Í NY var, eins og ég bendi á í pistlinum, mikil áhersla lögð á að skipta um brotnar rúður og mála yfir veggjakrot en líka á að taka úr umferð þá sem svindluðu sér og voru með óspektir í neðanjarðarlestunum. Hér heima eru brotnar rúður ekki vandamál, miklu heldur brotnar flöskur og þeir sem brjóta þær koma ekki með strætó svo það er ekki hægt að ná þeim þar. Þá má hins vegar finna á ákveðnum tíma sólarhrings svo þar er tilvalið að nappa þá og ganga frá málinu í lögreglustöð á hjólum til að stytta það ferli, líkt og líka var minnst á í bókinni góðu.

Broken Window Theory og samhengi hennar í bókinn The Tipping Point segir mér að við eigum að leita eftir þeim atriðum í umhverfinu sem gefa skilaboð um að allt sé leyfilegt. Mér skilst að lögreglan sé að taka á veggjakroti með markvissum hætti en án þess að "skera upp herör" gegn því eins og einn ágætur borgarpólitíkus gerði að vanathuguðu máli.

Það er verið að taka á því þegar fólk stútar flöskum eða fleygir frá sér rusli á götuna, sem eru tilbrigði við brotnar rúður. Þarna erum við svo heppin að geta staðið fólk að verki og eftir nokkrar helgar þar sem þetta er gert verðum við búin að gera það sem NY löggan gerði með eftirlitinu í lestunum - að skrá þá sem eru ítrekað til vandræða. Þeir geta svo átt von á því að verða settir í miðbæjarstraff.

Mér finnst althyglisverður þessi punktur um skyndibitasölu fram á morgunn. Það auðvitað óþarfi að efla mönnum móð til frekari afreka þegar komið er fram á morgunn eins og þú segir.

Dofri Hermannsson, 11.9.2007 kl. 09:23

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Dæmið með New York gengur ekki upp þar sem glæpum fækkaði allstaðar í Bandaríkjunum á þessum sama tíma - líka þar sem Giuliani hafði ekkert að segja.

Það  er a.m.k. fernt sem taka þarf inn í myndina

  • Glæpum tengdum krakkneyslu fækkaði af öðrum ástæðum
  • lögreglumönnum var fjölgað mjög mikið á götum New York borgar
  • Fleiri glæpamenn sátu í fangelsum
  • Fóstureyðingar voru gerðar löglegar með Roe vs Wade úrskurði 1973 - sýnt hefur verið fram á sterka fylgni milli þess og fækkun glæpa í Bandaríkjunum 16-20 árum síðar.

"Broken window" kenningin hljómar vel og virkar sannfærandi, en hún skýrir ekki fækkun glæpa í New York eða Bandaríkjunum.  Fjölgun lögreglumanna og lögleiðing fóstureyðinga virðast vera mun veigameiri orsakaþættir.

Hér á landi er þetta skondið.  "Ástandið" í miðbænum hefur snúist um að fólk er barið til óbóta.  Vissulega er leiðinlegt að sóðað sé út og migið á veggi - en það er ekki stóra vandamálið.  Það er aftur á móti vandamálið sem stjórnvöld treysta sér til að leysa. 

Matthías Ásgeirsson, 11.9.2007 kl. 10:25

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki skal ég leggja mat á niðurstöður bókarhöfundar varðandi New York. Ég man þó að Giuliani var gefinn heiðurinn. Ekki næ ég þessumeð fylgni glæpa og fóstureyðinga enda afleiðan ekki skýrð. Það ætti allavega ekki að vera issue hér hjá okkur, sem höfðum heimsfrumkvæði um lögleiðingu þeirra.  Ég er þó sannfærður um að það umhverfi, sem fyrir er bjóði upp á slæma umgengni og í slæmri umgengni endurspeglast annað slæmt háttarlag.  Ofbeldið er fylgifiskur ölvunar og hefur alltaf verið slegist hér í tengslum við áfengisneyslu.  Birtingarmyndin er þó öfgafyllri og miskunlausari en áður og fyrri og liggja vafalaust dýpri menningarkvillar að grunni þar. Annars hafði þessum glæpum fækkað og eru fátíðari nú en oft áður ef talað er um alvarlegar líkamsárásir.  Ég er þeirrrar skoðunnar að okkkur beri að leita friðsamlegri leiða en lögregluinngripa áður en á slíkt reynir.  Og er ég ekki viss um að ítarleg greining hafi verið gerð á þessu.  Þetta er ekki nýr vandi og aðgerðir hafa haft áhrif t.d. hvað varðar opnunartíma.  Ég hef verið töluvert á Grænlandi, þar sem ofbeldi er fylgifiskur alkohólisma.  Margir hér tala í háði um drykkjumenningu Grænlendinga en ég fullyrði að hér er ástandið verra og hryllir mér við að hugsa til þess hvernig væri ef við værum vopnaðir í sama mæli og þeir.

Ég bý ekki yfir neinni patentlausn en nefni þanka mína hér, því mér er umhugað um ástandið og lít á það sem ákveðið sjúkdómseinkenni þjóðarsálarinnar.  Það er talað og skrifað um okkur á erlendum vettvangi sem eyjarskeggja, drykkfellda, kjána og lausgirta.  Sú ímynd er ekki sanngjörn. 90% okkar falla ekki undir þá greiningu. Það er þó ekki að undra að þetta sé upplifunin, þegar hjarta höfuðstaðarins gefur slíku byr.  Ég bendi líka á að hér er um heilbrigðisvandamál að ræða og mættu menn hugleiða það með úrræði í huga og fara að setja peninga í það í einhverju samræmi við skattlagningu áfengis. Viðurkenna fórnarkostnaðinn og að hann er viðvarandi.  Heilbrigðisúrræði í þessum sjúkdómsflokki eru enn rekinn á bitlingum meira og  minna og sumum æði þversagnarkenndum eins og spilakassarekstri.  Afneitunin og fordómarnir eru því inngrónir hjá hinu opinbera, jafnt sem í samfélaginu öllu.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.9.2007 kl. 13:12

6 Smámynd: Kjartan Jónsson

Varðandi fylgni glæpatíðni og fóstureyðinga langar mig til að benda á bókina Freakonomics, eftir þá félaga Steven D. Levitt og Stephen J. Dubner, sem ég las reyndar skömmu eftir að hafa lesið Tipping Point. Í fjórða kaflanum, Where have all the criminals gone, er þetta rökstutt á nokkuð sannfærandi hátt. Þar kemur m.a. fram að glæpatíðnin féll hraðar í þeim ríkjum þar sem fóstureyðingar voru leyfðar fyrr. Þetta er athyglisverð staðreynd, án þess að nokkuð siðferðilegt mat sé lagt á hana.

Kjartan Jónsson, 14.9.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband