Lögreglan og grunnskólakennarar

Það er fagnaðarefni að dómsmálaráðherra skuli nýta sér þessa heimild til að koma í veg fyrir að þekking, hæfni og reynsla tapist úr stéttinni.

Þetta mætti flokksbróðir ráðherrans sem stýrir menntaráði Reykjavíkurborgar hafa í huga en hann sló út af borðinu svohljóðandi tillögu Samfylkingarinnar á fundi menntaráðs 20. ágúst sl.

Menntaráð hvetur til þess að skólastjórnendur nýti það fjármagn sem til fellur þegar ekki næst að ráða í stöður, í þágu kennara og starfsfólks skólans þar til úr leysist. Í þessu skyni samþykkir menntaráð að hvetja til þess að þær bókanir og ákvæði í kjarasamningi kennara sem nýtast þeim þegar um starfsmannaeklu er að ræða, verði nýtt. Ef í ljós kemur að ekki tekst að ráða í allar stöður stuðningsfulltrúa og skólaliða hvetur menntaráð einnig til þess að því starfsfólki verði greitt aukaálag taki það á sig meiri vinnu.

Lögreglan og grunnskólakennarar eiga það sameiginlegt að um störf þeirra gilda lög. Á meðan leikskólar geta brugðist við manneklu með því að fækka plássum verða grunnskólarnir að halda úti starfsemi sinni hvað sem tautar og raular. Það er gert með aukinni yfirvinnu kennara, niðurskurði á sérkennslu, fjölgun í bekkjum, fleiri ófaglærðum kennurum o.s.frv. Á endanum hlýtur þessi þróun að koma niður á gæðum skólastarfsins.

Lág laun og mikið starfsálag hefur öðru fremur fælt kennara frá því að starfa við sitt fag. Að auka álagið enn meira líkt og nú er gert mun stuðla að frekari flótta úr kennarastéttinni með þeim afleiðingum að verðmæt þekking, hæfni og reynsla tapast.

Formaður menntaráðs neitaði að taka afstöðu til tillögu Samfylkingarinnar á þeim forsendum að fagráðið menntaráð ætti ekki að fjalla um kaup og kjör kennara. Það er ábyrgðarlaus afstaða og undarlegt að formaður menntaráðs skuli ekki telja kaup og kjör kennara koma faglegu starfi grunnskólanna við.

Hann ætti að ráðfæra sig við flokksbróður sinn í dómsmálaráðuneytinu.


mbl.is Lögreglumenn fá greitt tímabundið álag á laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst gegnumgangandi að kennarar hafi meiri áhyggjur af launum sínum en hvernig þeir sinna kennslunni, þar er víða pottur brotinn.  Ég er alveg sannfærð um að alltof margir kennarar séu með of há laun nú þegar.

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 17:44

2 identicon

Ekki veit ég hvaðan þú færð þína sannfæringualltof margir kennarar séu með of há laun Sigurbjörg.

Undirrituð er útskrifaður grunnskólakennari frá 1996 og er nú með kr. 224.771 í laun fyrir 100 % stöðu. Í dag er 2007, þannig að þetta eru laun eftir 11 ára starf.

Inn í launum mínum er að sjálfsögðu öll kennsla, allur undirbúningur, samráðsfundir árgangs, foreldraviðtöl sem og kennara- og deildafundir.

Kannski finnst þér þetta of há laun, en mig grunar að það séu fleiri á annari skoðun.

Ég læt launin ekki stjórna minni vinnu. Það er nám og velferð nemenda minna sem skiptir mestu máli í mínu starfi.

Hulda (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 18:36

3 Smámynd: Fiðrildi

Ég hélt að það væri metnaður hvers foreldris að það væri sem best búið um börnin, hvort heldur sem þau eru í leikskóla eða grunnskóla.  Það hlýtur að vera það sama og að kennarar þar séu faglærðir og ráði sig af áhuga og hugsjón . . . en ekki bara af því að þá vantar einhverja vinnu.  Ég tek undir með Huldu og furða mig á Sigurbjörgu. 

Fiðrildi, 26.9.2007 kl. 21:03

4 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Á meðan þessi hugsun er enn inni að menntun sé ókeypis og að þeir sem við hana vinna geri það nánast ókeypis verður þetta ástand. 

Sem betur fer virðast þeir sem gefa sig í slík störf gera það af hugsjón, ekki heilla tekjurnar. 

Einhvern veginn finnst mér líklegt að tilkoma fleiri einkarekinna skóla muni auka skrið á laun kennara.  Það er þþó ekkert lögmál.  Hér þarf hugarfarsbreytingu við.  Í eina tíð var ekkert verið að moka fé í þá sem fórum með slíkt.  Allt er hlgt.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 26.9.2007 kl. 23:08

5 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

það eru ekki til ófaglærðir kennarar, annað hvort eru þeir sem starfa við kennslu kennarar eða leiðbeinendur......

Guðrún Vala Elísdóttir, 26.9.2007 kl. 23:34

6 identicon

Tvennt skal nefna fólki til fróðleiks. Í fyrsta lagi eru sveitarfélögin með þjónustuhandjárn sett af SÍS (samb ísl. svfélaga) þar sem samþykktir ganga út á launasamráð varðandi grunnskólakennara. Sé það samkomulag brotið er viðkomandi sveitarfélagi nánast vísað úr sambandinu. Þessi hlekki þarf að brjóta og það hefði dominó-áhrif ef Reykjavík byrjaði. Það er ekkert í kjarasamningum sem bannar hærri laun, eða hækkun launa.

Hitt atriðið skýrir það viðhorf sem er því miður allt of algengt, það að grunnskólakennarar séu bara á ágætis launum miðað við vinnutíma og árangur. Þrátt fyrir dýrar pr auglýsingar kennara hefur þeim ekki tekist að snúa almenningsálitinu. Síðustu "kjarasamningar" voru nauðasamningar stéttar sem var í lagarsetningargálga. Þið fyrirgefið en ég set alltaf þessa "kjarasamninga" í gæsalappir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband