Júlíus Vífill næsti borgarstjóri?

Vilhjálmur borgarstjóri er einangraður í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Hann er einn gegn sex samflokksmönnum sínum. Öllum er ljóst að í raun telja sexmenningarnir borgarstjóra hafa gengið allt of langt, ekki bara gegn yfirlýstum skoðunum sjálfstæðismanna, heldur of langt í spillingarátt. Æ fleiri innan Sjálfstæðisflokksins fordæma vinnubrögð borgarstjórans - nú einnig varaformaður flokksins.

Fyrsta ákvörðun sexmenninganna var að láta þögnina tala og þögn þeirra um óvönduð vinnubrögð borgarstjórans var hávær fyrstu dægrin. Það sem gerðist svo var áhugavert.

Nú hafa sexmenningarnir greinilega valið sér talsmann. Margir hefðu talið eðlilegt að Gísli Marteinn Baldursson hefði orð fyrir hópnum þar sem hann er formaður borgarstjórnarflokksins. Það er augljóslega ekki niðurstaða hópsins heldur virðist hópurinn hafa ákveðið að Júlíus Vífill Ingvarsson væri betur til þeirrar forystu fallinn.

Spurningin sem vaknar er þessi; er borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna búinn að velja sér nýtt borgarstjóraefni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gísli Marteinn mun ekki verða borgarstjóri.. Ef villi er vitlaus.. hvað er þá Gísli ? 

Ég gæti hugsað mér Júlíus Vífill.. hann virkar á mig sem maður með hausinn í lagi.. öfugt við hina tvo.

Óskar Þorkelsson, 8.10.2007 kl. 10:41

2 identicon

Athyglisverð tilgáta með Júlíus Vífil. Þó munu örlög fjölskyldufyrirtækisins Ingvars Helgasonar og rekstur þess undir það síðasta verða Júlíusi töluvert þungur myllusteinn um háls. En það er vitanlega rétt að töluverðri furðu sætir hver er talsmaður hópsins nema þá að Villi sé traustari í sessi en virðist við fyrstu sýn. Þetta mál er nefnilega aðeins að snúast í höndum samflokksmanna Villa. Svo er að sjá að málið snúist um sært stolt og höfnunartilfinningu  fremur en sjálfa ákvörðunina. Guðfaðir REI er jú einu sinni Guðlagur Þór!

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 10:57

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Er það nú aðalatriðið í öllu þessi máli hver er forystumaður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn?

María Kristjánsdóttir, 8.10.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband