14.10.2007 | 21:36
IKEA
Fórum í IKEA í dag. Markmiðið aðeins eitt, að kaupa baðskáp fyrir handklæði. Stutt ferð. Emil í Kattholti og Lína langsokkur tóku á móti okkur með blöðrum og nammi. Á leiðinni upp rúllustigann yfirbugaði neonlýsingin sólarljósið. Eftir nokkur skref til viðbótar vorum við kominn inn í völundarhúsið.
Endalausir ranghalar þar sem maður gengur í gengum hvert rýmið af fætur öðru hlaðið varningi sem maður er ekki að leita að. Eins og rottur í vísindatilraun. Ég fann lífþrek mitt smám saman dofna. Þurfti að taka á öllu mínu til að muna hvað það var sem ég kom til að kaupa.
Komum loks í deild þar sem brá fyrir baðhirslum af ýmsu tagi. Fundum lausn sem okkur líkaði og lögðum á minnið númer gangsins á lagernum þar sem hana væri að finna. Héldum ferðinni í gegnum völundarhúsið áfram. Leituðum að leiðinni í lagerhúsið. Merkingar vísuðu á það í tvær gagnstæðar áttir.
Ég snérist í hring og rakst á mann sem starði tómum augum beint fram úr andlitinu. Hann ríghélt sér í innkaupakerru. Ég sté skref til baka og horfði á strauminn taka manninn með kerruna og bera hann í átt að sófadeildinni.
Við hröðuðum okkur í hina áttina og skömmu síðar sáum við lagerganginum bregða fyrir. Fundum réttan stað á lagernum og lásum á miða í hillunni. "Vara væntanleg." Gengum út af lagernum og fórum í röð til að borga dyramottu sem við höfðum gripið upp á leiðinni.
Eftir að út var komið dró ég andann djúpt nokkrum sinnum. Tók eftir því hvað veðrið var fallegt, vindurinn ferskur, loftið tært og bjart yfir borg og mönnum. Ég fann lífsþrek mitt aukast á ný.
Maður er þakklátur fyrir hið smáa í lífinu eftir ferð í IKEA.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Keypti fyrir 2 vikum skáp í IKEA og það gleymdist að kaupa eina skáphurðina. Er enn að safna kjarki til að fara í þann leiðangur, því fataskápadeildin er lengst í burtu og ég þarf að labba í geng um ALLT. Ætlaði mér um helgina en ákvað að vera heima þegar ég sá auglýsta afmælishátíð. Mikið var ég heppin að velja rétt í dag.
Björk Vilhelmsdóttir, 14.10.2007 kl. 22:11
En það er góð og ódýr matsala í IKEA.
Eyjólfur Sturlaugsson, 14.10.2007 kl. 23:04
Er það nema von að IKEA gangi hjá sumum undir nafninu "Stóra hryllingsbúðin"
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 15.10.2007 kl. 07:56
Síðast þegar ég fór í Ikea varð ég svo skapvond að ég þekkti ekki sjálfa mig. Kannski er það ástæðan fyrir því að orkidean sem ég keypti þar vill ekki blómstra hjá mér? En ég skil ekki fólk sem finnst gaman að fara á svona staði!
Úrsúla Jünemann, 15.10.2007 kl. 14:29
Ég hreyki mér að því við hvern sem nennir að hlusta að ég læt ekki plata mig inn í IKEA.... Ekki enn farið í nýju IKEA og ætla ekki.
Mér leið svona eins og þú lýsir í gömlu búðinni og veit að ég á ekkert erindi í þá nýju sem er nógu áríðandi til að leggja þetta helv... á mig
Heiða B. Heiðars, 15.10.2007 kl. 14:50
ömurleg verslun.. en samt fer maður aftur og aftur.... segir margt um músareðlið í manni held ég...
Óskar Þorkelsson, 15.10.2007 kl. 16:59
Hef enþá ekki haft kjark til að fara í þetta risa skrímsli.Ætli ég geri ekki yoga viku áður en ég fer þar inn.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 15.10.2007 kl. 19:24
Þetta er fínasta líkamsrækt. Fínt vöruúrval og alltaf gott að fá sér í svanginn þarna án þess að tæma úr buddunni. Óttaleg neikvæðni er þetta í fólki.
Róbert Þórhallsson, 16.10.2007 kl. 00:34
Allir hata IKEA en flestir fara þangað samt. Og oftast kaupir fólk eitthvað jafnvel þó að þeir hafi ekki fengið það sem þeir ætluðu að kaupa.
Maður verður nú svoldið að dást af þeim fyrir þetta.
Annars er mesti hryllingurinn að flest í IKEA á Íslandi er allavega 50% dýrara en í IKEA í Danmörku. Það er auðvelt, en frekar niðurdrepandi, að bera þetta saman í vörulistanum á ikea.dk.
Ingólfur, 16.10.2007 kl. 01:04
Fólk er alltaf að heimta ódýrari og ódýrari vörur. Vandamálið er að lága verðið kostar. Það kostar að sparað er til í yfirbyggingu, gerð eru magninnkaup og lögð áhersla á fjöldaframleiddar vörur með litlum tilkostnaði.
Niðurstaðan verður svona færibandaafgreiðsla eins og er í IKEA og Bónus í matvörugeiranum. Síðan er hinn kosturinn að borga aðeins meira og fá vandaðri vöru, betri þjónustu og umgjörð.
Ég er reyndar hrifinn af þeirri stefnu hjá IKEA að selja ósamsett húsgögn og láta kaupandann um að setja saman hlutina. Það eitt og sér heldur verðinu lágu og stuðlar að betri verkkunnáttu almennings í leiðinni.
Theódór Norðkvist, 16.10.2007 kl. 03:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.