Vissi ekki að það væru konur í Frjálslynda flokknum!

En það lýsir bara vanþekkingu minni á þessum ágæta flokki. Auðvitað eru konur í Frjálslynda flokknum og sjálfsagt eru þær fullar vanþóknunar á Margréti Sverrisdóttur - báðar tvær!
mbl.is Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta innlegg er þér ekki til sóma Dofri minn.  Og eins og þú segir vanþekking þín á þeim ágæta flokki er mikil.  Og þú veist greinilega ekki um hvað þú ert að tala.  Ég þekki þessi mál aftur á móti mjög vel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 10:11

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég sé að þú ert ekki mjög vel að þér um málefni Frjálslynda flokksins og því er um að gera að fræða þig um að það eru ekki einungis konur í Frjálslynda flokknum sem þykir athæfi Margrétar Sverrisdóttur siðlaust og jafnvel ólöglegt.  Þetta er skoðun Margrétar sjálfrar þegar hún fordæmdi harkalega það þegar Gunnar Örlygsson gekk úr Frjálslynda flokknum. 

Margrét er einfaldlega að mæta sjálfri sér í dyrunum.

Dofri ef þú vilt kynna þér efni ályktunar stjórnar Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum að á er ályktunin hér

Stjórn Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum skipa þær: Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Reykavík,

Hanna Birna Jóhannsdóttir varafor, Vestmannaeyjum

Ragnheiður Ólafsdóttir ritari Akranesi   Gyða Magnúsdóttir gjaldkeri Reykjavík,

Ásthildur Cesil Þórðardóttir stjórnarmaður Ísafirði,

Helga Þórðardóttir stjórnarmaður Reykjavík,

Guðrún María Óskarsdóttir stjórnarmaður Hafnarfirði,

Matthildur G. Þórshamar stjórnarmaður Vestmannaeyjum,Þóra Guðmundsdóttir stjórnarmaður Reykjavík og Sif Árnadóttir stjórnarmaður Hafnarfirði.

Sigurjón Þórðarson, 16.10.2007 kl. 10:13

3 identicon

Ég er ekki stuðningsmaður Frjálslyndra, en ég giska á að þar sé kynjahlutfallið 50/50. Hinsvegar sýnist mér flokkurinn hans Dofra vera svona meira eins og kvennaframboð, enda leyfar af slíku. Svo sem ekkert að því, en fyndið að Dofri skuli vera með svona aulabrandara hér út af mjög svo vandræðalegri stöðu hinnar áttavilltu Margrétar Sverrisdóttur.

Stefán (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 10:26

4 identicon

"Borgarstjórnarflokkur Frjálslyndra og óháðra er óviðkomandi Frjálslynda flokknum"  ...  orðrétt úr vantraustyfirlýsingunni.  Þær viðurkenna sem sagt sjálfar að þeirra eigin flokkur hefur ekkert með borgina að gera.  Til hvers eru þær eiginlega að senda þetta frá sér?

Guðmundur Magnús Daðason (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 10:32

5 identicon

Er þetta ekki bara týpískur Dofri, uppfullur af sjálfsumgleði og hroka, finnst þessi pistill hans lýsa honum best enda virðist hann hafa MJÖG fátt merkilegt fram að færa nema lýsingar á eigin ágæti. Annars tek undir það sem Addibeggi segir, en Dofri er kannski ennþá ringlaður eftir atburði síðustu daga, þar sem Björn Ingi var sá spilltasti að mati samfylkingar manna en núna er "heitasta" rúmið hjá Björn Inga og uppí það voru Samfylkingarmenn ekki lengi að skríða þrátt fyrir yfirlýsingar um að þar vildu þeir ekki vera en auðvitað breyttist það jafn hratt eins og stefna samfylkingarinnar breytist eftir skoðanakannanir!!!

Steini (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 10:53

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Samfylkingin er með 18 þingmenn, þar af 6 konur og 12 karlmenn. Karlmenn eru sem sagt 2/3 þingflokksins. Að hvaða leyti er það "kvennaframboð", Stefán? Eru það kvennaframboð í þínum augum sem hafa yfir höfuð einhverjar konur innanborðs?

Frjálslyndi flokkurinn er með fjóra þingmenn og það eru allt karlmenn. Formaður og varaformaður flokksins eru báðir karlmenn. Á síðasta þingi sátu þrír menn fyrir flokkinn á þingi, allt karlmenn. Eina konan sem hefur verið eitthvað áberandi innan flokksins hætti eftir að vera hafnað í varaformannskjöri. Er nema von þó að fólk geri sér ekki grein fyrir því að það séu einhverjar konur innan Frjálslynda flokksins? 

Svala Jónsdóttir, 16.10.2007 kl. 11:01

7 identicon

Það sem ég átti við Svala, er að ég þekki fullt af stuðningsfólki Samfylkingarinnar og það er jú nánast eingöngu kvenfólk. Þetta hafa líka skoðanakannanir sýnt rækilega fram á. Ég er ekki að setja neitt út á þessa staðreynd nema síður sé.

Stefán (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 11:53

8 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Mikill er máttur stærðarinnar. Þessi málfutningur þinn lýsir bæði hroka og kvenfyrirlitningu auk þess sem virðingin fyrir lýðræði virðist takmarkast við einhvern ákveðinn hausafjölda.

Stundum er betra að spara orðin en að missa þetta frá sér.

Rögnvaldur Hreiðarsson, 16.10.2007 kl. 12:12

9 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ósköp eru "menn" viðkvæmir!

Dofri Hermannsson, 16.10.2007 kl. 13:20

10 Smámynd: Halla Rut

Flokkurinn byggðist upp í kringum kvótamálið og þótt konum finnst þetta jafn mikið óréttlæti og körlum þá er staðreyndin sú að þetta snertir mest karla.  Nú er flokkurinn hins vegar orðin almennur flokkur og er að komast meira jafnvægi á kynjahlutföllin. Tel ég þó það ekki skipta öllu máli hvort konur eru færri eða fleiri en karlar, heldur fyrir hvað hver flokkur stendur. Ég er orðin nokkur þreytt á að hlusta á þessa klisju "Það verður að vera jafnt". Mér finnst það niðurlækkandi fyrir konur. Ef ég verð einhvern tíman kosin eða valin til einhvers þá vil ég að það sé vegna minna eigin verðleika og hæfni en ekki vegna brjósta minna og rörleysi.

Halla Rut , 16.10.2007 kl. 14:28

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála Höllu Rut.kv.

Georg Eiður Arnarson, 16.10.2007 kl. 15:01

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi kommon heilagar kýr og ekki svo heilagar kýr!!

Auðvitað lýsa konurnar í Frjálslynda flokknum yfir vantrausti á Margréti Sverrisdóttur... þær þola hana ekki og boluðu henni út úr flokknum

Heiða B. Heiðars, 16.10.2007 kl. 15:02

13 Smámynd: Halla Rut

Ertu nú vissum að þetta sé rétt hjá þér Heiða. Fór hún ekki úr flokknum því hún náði ekki kjöri sem varaformaður og fór í fílu og gekk út og saði að einhverjir hefðu komið og stolið flokknum. hún hefur alla vega stolið nú sæti í borgarstjórn það hljóta flestir að sjá.

Halla Rut , 16.10.2007 kl. 15:35

14 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Stolið sæti?

Hún var á lista og var kjörin. Svo veit ég ekki betur en að listinn hafi verið "Frjálslyndir og óháðir". Sýnist Margrét enn geta rúmast innan þess framboðs.

Svala Jónsdóttir, 16.10.2007 kl. 16:09

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Já ég er viss um að þetta er rétt...amk kom þetta mér svona fyrir sjónir. Jón Magnússon og co boluðu henni úr flokknum... og um leið fullt af stuðningsmönnum frá honum. Hins vegar spurning í hverra umboði situr í borgarstjórn... en ég sé ekki hvað það kemur konum þingflokks Frjálslyndra frekar en karlanna.  

Mér finnst þessi vantraustsyfirlýsing bara í anda Frjálslynda flokksins og síst til þess fallinn að ég auka hróður hans 

Heiða B. Heiðars, 16.10.2007 kl. 16:12

16 identicon

Voðalega eru menn súrir út í Dofra.  Ég hef á tilfinningunni að konurnar í Frjálslynda flokknum fái að vera þar vegna þess að þær gera bara það karlarnir segja. Þeir vita allt best.

Hans Magnússon (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 18:11

17 identicon

Ég gleymdi einu orði og það má ekki;) 'það sem karlarnir segja' átti það að vera. Sorry!

Hans Magnússon (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband