Eigum Árna mikið að þakka

Náttúru- og umhverfisvernd hafa ekki átt upp á pallborðið á Íslandi fyrr en síðustu ár. Sú breyting sem hefur orðið á viðhorfum hefur ekki gerst að sjálfu sér.

Það hefur oft þurft þolgott baráttufólk til að standa af sér Davíðskuna, Halldórskuna og Valgerðskuna og Árni Finns er líklega einn harðdrægasti og rökfastasti baráttumaður náttúru- og umhverfisverndar síðastliðinn áratug sem trúlega er sá náttúrufjandsamlegasti í íslenskum stjórnmálum frá upphafi.

Hann hefur leitt Náttúruverndarsamtök Íslands í 10 ár og á þeim tíma hafa samtökin áunnið sér mikla virðingu fyrir áreiðanleika og málefnalega gagnrýni hvort heldur er hjá náttúru- og umhverfisverndarfólki, stjórnvöldum eða hinum svokölluðu framkvæmdaraðilum.

Hann er vel að þessum verðlaunum kominn. 


mbl.is Árni Finnsson heiðraður í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viðbrögð Dofra sem stjórnmálamanns eru virðingarverð, ekki síst fyrir það að umrædda viðurkenningu hlýtur nú þrautsetinn rólyndindisbaráttumaður, sem ávallt hefur verið trúr stefnu sinni. Slíkir menn eru orðnir sjaldgæfir nú til dags þar sem allt er orðið í heiminum hverfult - ekki síst stjórnmálamennirnir.

osa (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband