Þögnin rofin

Fráfarandi formaður Menntaráðs leyfði helst enga umræðu um manneklu í grunnskólum borgarinnar. Hann var á þeirri skoðun að það myndi gera ástandið enn verra. Hann bannaði enn fremur umræðu um launamál kennara og annars starfsfólks grunnskólanna.

Nú er nýr meirihluti kominn til valda í borginni. Nýi meirihlutinn er ekki hræddur við að ræða málin og trúir því að það sé líklegra til að finna lausn en að þegja um vandann og banna jafnvel fólki að tala um hann.

Ég treysti engum betur en Oddnýju Sturludóttur, nýjum formanni Menntaráðs, til að takast á við þetta stóra og spennandi verkefni.


mbl.is Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hvernig er hægt að banna umræðu?  Það eru allir sekir, þegar svona staða kemur upp og ekki er hægt að skella skuldinni á Sjálfstæðisflokkinn, þó það sé hentugt á þessum tímapunkti.  Við búum í þjóðfélagi þar sem málfrelsi ríkir eða ég rétt vona það.

Marinó G. Njálsson, 19.10.2007 kl. 18:15

2 identicon

Þótt fyrr hefði verið!

Hvernig er endalaust hægt að draga kennara til ábyrgðar gagnvart agaleysi heimafyrir . Bendi á grein Sigurbjörns Sveinssonar í Mbl. í dag , máli mínu til stuðnings.  Paul Morrissey, söngvari hljómsveitarinnar "The Smiths" hitti naglann á höfuðið; "Barbarism begins at home"! Er sjálfur kennari og fráskilinn faðir. Mig svíður að tala við dóttur mína á MSN ....bíð í hálftíma eftir svari, engin mamma heima og 3 vinkonur í heimsókn!

Einar (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 18:36

3 identicon

Kem, á skjön inn í umræðu ykkar. En engu að síður, veruleiki sem blasir við mörgum sem vilja komast á framabraut og fórna börnunum sínum fyrir vikið! Kæru vinir! tölum ekki í gátum!

Einar (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 18:45

4 identicon

Þoli ekki "pólítíska frasa"! Sérstaklega eftir undangengnar 2 vikur.

Einar (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 18:55

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hver sagði þetta og við hvaða tækifæri ?

" Vildi ekki eyðileggja jákvæða umfjöllun um nýja leiðarkerfið með neikvæðri umræðu um fjárhagsstöðu fyrirtækisins "

Óðinn Þórisson, 20.10.2007 kl. 10:58

6 identicon

Bullið í borgarpólítíkinni, síðustu daga, er endanlega búið að sannfæra mig um gagnsleysi lýðræðis. Það er í skötulíki! Þegar borgarfulltrúar fara í sleik, í beinni útsendingu, og segja: I'm sorry baby! Gangi þér vel samt með nýja húsið þitt!

Einar (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband