Hvað myndi Jesús gera?

Herra biskup. Far þú og gjör slíkt hið sama.

mbl.is Biskup Íslands: Ómaklega vegið að kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ungi maður - lestu yfir mína útskýringu á fréttinni á blogginu mínu - og þá færðu vonandi nýja hlið á málið. Því svona einfalt er málið ekki.........

Ása (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 15:57

2 identicon

Dorfi.

Hvernig átt þú eða Biskup íslands að vita hvað síónisti sem var uppi fyrir 2000 árum í miðausturlöndum myndi gera í dag?

Pétur (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 16:09

3 identicon

Síónisti og miðjumaður sem var aldrei til. Hugsið ykkur, allt þetta bákn um eitthvað sem aldrei var til.

Valsól (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 16:44

4 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Hann var rebel...

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 22.10.2007 kl. 16:49

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég held að Jesús myndi standa með samkynhneigðum í þeirra mannréttindabaráttu sem er að sjálfsögðu barátta okkar allra. Þ.e.a.s. ef við förum eftir æðsta boðorði Jesú: ,,Elskaðu náungann eins og sjálfan þig."

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2007 kl. 17:52

6 identicon

Blessaður Dofri ég verð að segja eins og er að ég er alveg standadi bit á öfgahópunum í báðar áttir í þessu máli.  Biskupinn má ekki halda ræðu um þessi málefni án þess að orð hans séu teigð og toguð í allar áttir.  Ég á allveg rosalega bágt með að skilja þau sjónarmið að þjóðkirkjunni og biskup hennar sé fundið allt til foráttu bara vegna þess að þessir aðilar beygja sig ekki möglunarlaust í duftið fyrir þeim einhliða áróðri sem rekinn hefur verið fyrir því að samkynhneigðir fái að gifta sig eins og gagnkynhneigðir séu.  Geta þeir sem tala fyrir þessum skoðunum ekki lyft sér upp úr eigin þvergirðingshætti og unnt öðrum þess að hafa aðrar skoðanir og vissulega eru öfgarnar slæmar þeim megin líka.  Það er hverju öðru orði sannara sem kemur fram í orðum biskups  að “sátt byggir á því að aðilar sem takast á mætist á miðjum vegi”.  Þessi orð biskups bera svo sannarlega sannri víðsýni vitni en ekki þröngsýnum þvergirðingshætti beggja “ofsatrúarfylkinga”.

Hilmar Einarsson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 17:57

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þegar trúleysingjar blanda sér í kristilega umræðu, verður útkoman eins og hjá þér Dofri Hermannsson.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.10.2007 kl. 18:11

8 identicon

Arndís. 

Þú þarft að kynna þér mannkynssöuguna aðeins betur. 

Samkynheigð var vel þekkt á tímum Rómar. Skilningur Rómverja á samkynheigð var hinsvegar annar en nú í dag á vesturlöndum. félagsleg staða Rómverja hafði miklu meira að segja um hverja þú máttir eiga samneiti við heldur en kynheigð t.d. 

Heimildir um samkynheigð á meðal Rómverja virðist benda til þess að hún hafi nánast eingöngu verið stunduð meðal karla.

Pétur (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:06

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jesús stóð með þeim sem áttu undir högg að sækja í þjóðfélaginu. Eiga samkynhneigðir það ekki ?  Auðvitað reiknum við með ,,updeituðum" Jesú - eða gildum sem við tileinkum honum. Samkynhneigð var ekki ,,í boði" á tímum hans en hún er ,,í boði" í dag.  Jafnrétti karla og kvenna var ekki heldur í boði þegar ritum Biblíunnar var safnað saman. Einhvern veginn hefur okkur tekist að lesa kærleiksboðskap Jesú út úr Biblíunni, þó einhverjir eigi erfitt með að skilja það.

Trúarbrögð eru samofin mannkyni og partur af menningu okkar. Það gerir okkur m.a. frábrugðin dýrunum.  Trú á eitthvað æðra er t.d. nauðsynleg mörgum til að komast í gegnum ýmsa erfiðleika. Trúin er yndisleg en hún getur snúist upp í andstöðu þess sem hún á að vera, leit og svar við  sannleika og frelsi og við þekkjum það því miður alltof vel hjá þeim sem telja sig sjálfa guði og skipa sjálfa sig æðsta dómara alls.

Mér sýnist Dofri vera að benda á fordæmi Jesú og þá fordæmi hans sem verjanda jaðarhópa. Jaðarhópar Nýja testamentisins  voru t.d. konurnar á tímum Jesú.

Albert Schweitzer sagði: ,,Fordæmi er ekki einhver besta leiðin til að hafa áhrif á aðra. Það er eina leiðin." 

Við verðum síðan að gera það upp við okkur hvers fordæmi við viljum fylgja. Ég er þokkalega skynsöm kona, geri stundum mistök en sumt rétt og ég er opinberlega trúuð  á Guð, heilagan anda  og Jesú Krist ..  ...  hef Biblíuna til hliðsjónar og vel úr það sem er uppbyggilegt og nærandi en læt annað liggja eftir á disknum.

Ég öfunda ekki biskupinn af stöðu hans í dag. Ég tilheyri þessum ,,óþekka"  armi guðfræðinga, þessum armi sem vill  bjóða fólk velkomið, óháð kynhneigð, upp að altarinu og meira að segja bjóða íslensku-máli byrginn og ,,fórna" einkarétti gagnkynhneigðra á orðinu hjón á altari mannréttinda,  úff.. Verst hvað sumum finnst hjónaband samkynhneigðra gengisfella þeirra eigin hjónaband ... Það er þá varla sterkt fyrir, eða hvað ?  .. 

Verð að hætta, biðst afsökunar Dofri á að ég missti mig í athugasemdarkerfinu þínu.. ég umgengst unglinga í starfi mínu (samkynhneigða og gagnkynhneigða) á hverjum degi og þessi mál brenna á þeim og setja í mig eldmóð!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2007 kl. 19:12

10 identicon

Jóhanna,

Eins og ég sagði hér að ofan þá var samkynheigð "í boði" fyrir þá sem vildu á tímum Rómverja. Hún fær reyndar ekki góða umfjöllun í hinni helgu bók eins og flest annað sem tengist Rómverjum, mín túlkun er reindar sú að andófið tengist miklu frekar andófi á Rómverksu hástéttina frekar en að það hafi eitthvað við athæfið sem slíkt “Even their women exchanged natural relations for unnatural ones.” (Biblían 1425).

Jesú andmælti aldrei þrælahaldi t.d. ég er ekki að segja að það sé vegna þess að hann honum hafi þótt það í lagi, það datt bara engum í hug að hafa þetta neitt öðurvísi. ekki einusinni gríski heimspekingurinn Epictetus sem var meira segja Rómveskur þræll datt í hug að það gæti verið samfélag sem væri án þræla. 


Það sem ég er að segja að það er ekki hægt að bera saman þessi tvö samfélög þau eru einfaldlega of ólík til þess að taka einhverja einstaka hluti út og bera þá saman, því held ég líka að það sé ekki hægt að draga einhverja skynsama ályktun um hvað jesú fyndist um þetta eða hitt í nútíma samfélagi.  Slíkar ályktanir veðra alltaf litaðar af persónulegum skoðunum þeirra sem draga álytkunina. 

Menn geta líka alltaf vitnað í biblínuna í þetta eða hitt og sagt að það þetta egi að vera svona eða hinsegin en þá ertu komin út í trúarlegar pælingar sem hafa ekkert með sögulegar staðreyndir eða rök að gera. 

Pétur.

Áhugamaður um mankynnsögu og akademískar hliðar trúmála. 

Pétur (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:49

11 identicon

ein stutt leiðrétting, þegar ég sagði þetta.

"Menn geta líka alltaf vitnað í biblínuna í þetta eða hitt og sagt að það þetta egi að vera svona eða hinsegin en þá ertu komin út í trúarlegar pælingar sem hafa ekkert með sögulegar staðreyndir eða rök að gera. "

Er miklu réttara að segja þetta svona

"Menn geta líka alltaf vitnað í biblínuna í þetta eða hitt og sagt að það þetta egi að vera svona eða hinsegin en þá ertu komin út í trúarlegar pælingar sem hafa ekkert með sögulegar heimildir eða rök að gera. " 

afsakið.

Pétur 

Pétur (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:53

12 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Hvar eru allar hinar Jóhönnurnar og Pétrarnir þegar þarf að lægj öldur samfélagsins í svona málum?  Skemmtileg innlegg hjá ykkur.

Ég hefði þrátt fyrir að vilja veita einhverjum lið í þessu, ekki verið nógu vel lesinn í Biblíunni, hvorki þeirri nýjustu uppfærðu né eldri ritum.  Hins vegar veit ég að hún inniheldur ýmsar þverstæður þegar farið er í saumana á henni og ýmkislegt sem hún boðar hentar í raun ekki því sem við köllum Vestræn gildi í dag.  Hefur það verið nefnt m.a. um stöðu kvenna og þræla. 

Það er hætt við að eitthvað færi á hvolf (samfélagið sem dæmi) ef menn tækju upp á því nú að koma fram við konu sína og konur almennt eins og Biblían á köflum telur rétt.  Hún sé manni undirgefin.

Eins er hætt við að sama væri uppi og endaði fyrir þar til gerðum sýndarréttarhöldum varðandi glæpi gegn mannkyni ef menn færu hér vestra að taka sér þræala og versla með þá. 

Ég segi með vísan til þess sem hér framar er ritað:  When in Rome... þið vitið rest.  Þannig var tíðarandinn þá.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 22.10.2007 kl. 20:08

13 identicon

oftast hefur það verið þannig að kirkjan klofnar vegna ágreinings atriða .

Eins og sést á tilkomu kaþólsku kirkjunnar t.d .

Besta lausnin er einfaldlega sú, að einhver ákveðin kirkjudeild taki að sér giftingar á þessu samkynhneigða fólki .

Leyfið þjóðkirkjunni að hafa sinn sið og siðferðisgrundvöll í friði . Þessi þrýstingur gagnvart henni er ósmekklegur og með öllu ólíðandi .

Ég segi : Allir samkynhneigðir í fríkirkjuna til H.magna og málið er steindautt .

conwoy (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 21:08

14 Smámynd: Kári Harðarson

Svo lengi sem kirkjan er ríkisstofnun getur hún ekki haft sinn sið og siðferðisgrundvöll í friði.  Hommar og lessur borga skatta.

Kári Harðarson, 22.10.2007 kl. 21:48

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nú hissa á hálvelgju Kristinna manna, þvíí Exodus, stendur að það eigi að grýta menn til bana, sem sænga með öðrum mönnum. Af hverju eru þeir ekki trúir ritningunni í því?  Annars yrði þetta hálf sugbbulegt, ef menn væru ekki selektívir á textann því þar er líka skipun um að drepa þá sem vinna á sunnudögum.  Ég undrast það að men skuli vilja hanga í hómófóbíugreinunum, þegar þeir skippa öðrum banal skipunum.  Segir svolítið um mannkærleikann þarna.  Svo er ekki minnst einu orði á lessurnar.  Ekki stafkrókur, sem bannar konum að sænga saman.  Er eitthvað til fyrirstöðu að leyfa það í bók, þar sem allt er leyft, sem ekki er sérstaklega bannað.

Fólk hefur fullt frelsi til að vera trúað, svo lengi sem það áreitir ekki skinsemi mína.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2007 kl. 00:17

16 Smámynd: Ingólfur

Er ekki bara kominn tími til að skilja krikjuna frá ríkinu, gera söfnuðina sjálfstæða og þá munu allavega tugir presta bjóða upp á hjónavígslur jafnt fyrir samkynhneigða og gagnkynhneigða.

Restin getur síðan bara fengið að vera í friði með úrelda kristni.

Það sem er óþolandi er að þjóðkirkjan er að stjórna landslögum. Í dag mega t.d. engin trúfélög staðfesta samvist/gifta samkynhneigða. Því var nefnilega sleppt úr lögunum vegna þess að þjóðkirkjan var ekki tilbúin til þess. Og það virðist líka vera á fleiri sviðum þar sem þjóðkirkjan fær að ráða hvernig landslögin eru.

P.S. Svein Elías. Þú borgar laun prestanna hvort sem þú ert skráður í þjóðkirkjuna eða ekki. Þökk sé laga sem voru að stórum hluta samin á kirkjuþingi en samþykkt af Alþingi.

Ingólfur, 23.10.2007 kl. 01:07

17 identicon

Eitt stutt komment til þeirra sem segja samfélag nú á tímum of ólíkt því sem Jesú "þekkti" til að hægt sé að ímynda sér að hann væri líberal á þann hátt sem það er skilgreint í nútímanum.

Ef við göngum út frá því að Jesú hafi dáið fyrir 2000 árum eða svo og geti því ekki haft skoðanir á nútímasamfélagi erum við líka að ganga út frá því að Kristin trú sé byggð á misskilningi eða lygum. Annaðhvort lifir Jesú (eilíft líf og allt það) og dæmir lifendur og dauða - eða hann var bara einhver gyðingur með hinar og þessar skoðanir á sínum tíma. 

Persónulega hef ég enga trú á öðru en að maðurinn hafi verið ósköp venjulegur og dáið fyrir fullt og allt - en ef við ætlum að ræða þetta út frá kristinni trú eða kirkjunni er ekki góður byrjunarpunktur að gefa sér að karlinn sé dauður og grafinn :) 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 06:04

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er engin ástæða til að breyta þessu, hjónaband getur aðeins verið milli karls og konu.

Óðinn Þórisson, 23.10.2007 kl. 08:57

19 identicon

Séra Óskar, prestur á Akureyri, hefur þorað að kalla þetta það sem það er:  "Hommafóbía hjá prestum þjóðkirkjunnar".  Þetta eru í raun mjög alvarlegir hlutir og nú hefur almenningur étið þetta upp eftir "guðsmönnunum" sem einhverskonar málstað Guðs.  Ruglið og vitleysan sem er fullyrt blygðunarlaust í þessari umræðu er svo yfirgengileg að manni blöskrar.  M.a. er látið að því liggja að samkynhneigð sé áþekkt barnagirnd eða einhverri slíkri glæpsamlegri hegðun.  Slíkar fullyrðingar lýsa aðeins þeim sem láta slíkt fara sér um munn.

Ekki skil ég hvað fólk er að fara með því að segja að ef samkynhneigðum væri leyft að ganga í hjónaband, mundi það rýra gildi hjónabandsins.  Sjálfur er ég í hjónabandi og það hjónaband hefur sama gildið hvort sem samkynhneigðir verða vígðir í hjónaband eða ekki.  Mitt hjónaband breytist einfaldlega ekki við það. 

Ég tel að samkynhneigðir eigi að fá að ganga í hjónaband og ættleiða börn eins og hver önnur hjón með sömu skilyrðum og sömu réttindum.  Annað er algjörlega fráleitt enda á ekki að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 09:27

20 identicon

Hvað er að vera kristinn? Er það að trúa á Jesú Krist og boðskap hans, svo sem að vera umburðarlyndur og kærleiksríkur og elska náungann eins og sjálfan sig? Eða er það að trúa á fólk sem skrifaði Biblíuna, 2000 ára gamla bók, eða kirkjuna sem stjórnað er af misvitru fólki, varla syndlausu? Lesið grein Þórhalls Hróðmarssonar í Mogganum. Hún er góð. Ég vil sérstaklega beina þessu til fólks sem telur það betra en annað og óttast um gildi eigin hjónabands ef sambúð samkynhneigðs fólk fær blessun eða vígslu í kirkju.

Ásdís Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 09:52

21 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Ásdís...einmitt! Ég undrast 1. hversu ókristinn biskup þjóðkirkju Íslands er og 2. að íslendingar sjÁLfir vilji borga 3 milljarða á ári í þetta apparat?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.10.2007 kl. 11:28

22 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Dofri,

Er þetta skoðun Samfylkingarinnar eða þín eigin? Getur þú upplýst okkur hver skoðun Samfylkingarinnar er í þessu máli?

kveðja,

Sveinn Hjörtur , 23.10.2007 kl. 12:45

23 identicon

Sæll Dofri og öll sömul,

Er þetta blessaða mál ekki komið út í tóma steypu. Það er mín skoðun að homma/lespíu "lobbyið" er hér að fara offari til þess að gengisfella hjónabandið sem sáttmála karls og konu fyrir því fólki sem er gift í dag. 

Er ekki kominn tími til þess að hommar og lespíur sýni gagnkynhneigðum eitthvað af því umburðarlyndi sem þeir ætlast til af þeim síðarnefndu?

Hvernig í ósköpunum er það mannréttindamál fyrir homma og lespíur að giftast í kirkju? Þau hafa öll hin sömu réttindi og annað gift fólk með staðfestri samvist. rétt til erfða og allt þar fram eftir götunum. Er það ekki alveg jafnmikil mannréttindi að fá að eiga hjónabandið í friði fyrir breytingum í þessa veru?

Ég vil taka það fram að ég er fylgjandi réttindabaráttu samkynhneigðar og að staða þeirra í samfélaginu sé virt. þ.e. þeir hafa rétt til þess að lifa án fordóma og ofsókna og meiga hafa sínar skoðanir og stunda sitt kynlíf án áfellisdóma.

Hvernig væri þá að samkynhneigðir sýni gagnkynhneigðum sömu virðingu og láti krikjulegt hjónaband í friði. því það snýst um að vera sáttmáli karls og konu um heimili og börn. Samkynhneigðir hafa valið aðra leið í lífinu sem getur ekki af sér börn.

Ég byð samkynheigða að skoða málið með sanngjörnum augum og sýna umburðalyndi gagnvart hegðun og skoðunum annarra án ofsókna.

Kv,

Umhugsun 

Umhugsun (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 13:16

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Kæra manneskja ,,in cognito"  Umhugsun.

Ég mæli með því að þú hugsir þig aðeins betur um það sem þú ert að segja hér  og komir svo fram undir nafni, nema þú skammist þín fyrir skoðanir þínar.

Hef ekki tíma í bloggskrif núna, en varð hissa á þessu innleggi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.10.2007 kl. 13:51

25 identicon

Sæl Jóhanna,

Ég skammast mín ekki fyrir skoðanir mínar né almennar vangaveltur, en Þar sem ég  tel það vera hornstein lýðræðis að geta viðrað skoðanir sínar án fordóma þá kýs ég að viðra þær undir nafnleynd. Rétt eins og í kjörklefanum þegar um kosningar er að ræða þar sem maður getur fengið að viðra skoðanir sínar án þess að þurfa að geta nafns á kjörseðlinum. Það að opinbera nafn myndi einungis gefa öfgasinnum tilefni til þess að ráðast á mig persónulega. Það skiptir ekki máli hvað ég heiti heldur hitt, það sem umræðuefnið var. Hins vegar geri ég mitt besta til þess að viðra skoðanir mínar og vangaveltur, málefnalega og forðast upphrópanir. Enda er slíkt ekki neinum til framdráttar og síst af öllum mér sjálfri sem manneskju. Mitt markmið er að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni en talist getur "PC". Ég leyfi mér að segja hluti sem aðrir hugsa.

Ég skil þig samt ekki alveg þegar þú byður mig um að hugsa mig betur um varðandi þetta mál. hvað áttirðu við þar?

Kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 15:22

26 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Umhugsun...þú ert með afspyrnu lélegan málstað!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.10.2007 kl. 15:49

27 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

hugsa að jesú myndi bara safna fólkinu saman, breyta vatni í vín og slá þessu upp í kæruleysi.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.10.2007 kl. 16:24

28 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ps. efast um að hann myndi vilja að fólk væri að rífast yfir smáatriðum eins og þessu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.10.2007 kl. 16:31

29 identicon

Sæl Anna,

Ja, hver er dómbær á það hvaða málstaður er lélegur og hver sé góður? Sumum finnst það lélegur málsstaður að banna Írönum að famleiða kjarnorkuvopn og öðrum finnst það sjálfsögð mannréttindi.

Mér finnst stundum eins og umræðan hér á landi vera komin á svipað level og í þýskalandi nasismans þar sem sumar skoðanir má hreinlega ekki viðra en á meðan eru aðrar skoðanir góðar. Það þarf að hafa umræðu til þess að leysa mál. það er ekki hægt að ætlast til þess að öllum finnist sushi gott bara afþví að það er vinsælt í dag.

Sýndu umburðalyndi, það eru ekki allir eins. Þetta þekkja samkynhneigðir best. Enda þurft að berjast við fordóma lengi vel. Barátta þeirra er hér að mínu viti farin að snúast upp í það að samkyn-væða þjóðfélagið og að refsa þeim sem hafa ekki sömu sýn á lífið og þeir. mér finnst réttindabarátta þeirra í þessu máli vera farin að snúast í andhverfu sína og snýst nú um að þröngva samfélaginu í heild til þess að hampa þeim í hverju og einu í stað þess að snúast um það að fá að vera í friði með sitt líferni.

Mörgum hreinlega byður við samkynhneigð en vegna sanngirnis sjónarmiða þá umbera þeir hinir sömu samkynhneigða og þeirra lífsstíl og skoðanir.

Svo eru því miður ennþá til þeir sem veitast að samkynhneigðum vegna andúðar sinnar á þeim og fordæma þá. það er hvorki sanngjarnt né réttlátt og einmitt þess vegna ættu samkynhneigðir og þeirra stuðningsfólk ekki að beita sömu aðferðum þegar kemur að gildum sem meirihluti fólks telur heilagt.

Ég held reyndar að í þessari umræðu allri sé viss misskilningur í gangi og að þorri samkynhneigðra hafi hreinlega engan áhuga á því að ganga í hjónaband. Ég held að hér sé í raun um mjög háværan minnihluta ákveðina lobbyista og síðan er gamla góða "bandwagon effectið" að þyrla þessu máli upp í hæstu hæðir.

bara smá umhugsun...

Kv,

Umhugsun. 

Umhugsun (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 16:36

30 Smámynd: Ingólfur

Umhugsun,

Hvernig hefur það áhrif á þitt hjónaband að samkynhneigðir fái að giftast. Elskar þú maka þinn eitthvað minna fyrir vikið? Elskar guð þig eitthvað minna? Hvað er vandamálið?

Það eru fjölmörg samkynhneigð pör sem halda heimili og ala upp börn. Og ef þau eru kristin, er eitthvað skrítið að þau vilji þá kristin sáttmála parsins "um heimili og börn"?

Ingólfur, 23.10.2007 kl. 17:06

31 identicon

Sæll Ingólfur,

Nei ég elska hvorki meira eða minna eftir því hver má giftast hverjum. Hitt er annað mál að ég er þeirra skoðunar að hjónabandið er sáttmáli karls og konu og hvers vegna að vera að hrófla við því? þótt samkynhneigð pör búa sama og ala upp börn þá er það samt ekki samband karls og konu. Við erum einfaldlega að bera saman epli og appelsínur hérna. Munaðarleysingjahæli / upptökuheimili gefur ekki tilefni til hjónabands þótt þar séu börn á heimilinu, þótt öllum þar þyki vænt um hvort annað.

Eins og ég sagði hér að ofan að þá er ég ekki á móti staðfestri sambúð samkynhneigðra, ég er bara ekki fylgjandi því að það sé kallað hjónaband þar sem ekki er um að ræða samband karls og konu. Sömuleiðis finnst mér líka að fólk sem telur sig vera af hinu kyninu en bara fast í vitlausum líkama ennþá vera það kyn sem líkami þess sýnir fram á.

 Svona til gamans, þá sá ég á dögunum brot úr tölvumyndinni Ice age 2. þar var einmitt loðfíll sem sagðist vera þvottabjörn. Er hann þá þvottabjörn eða loðfíll? Skemmtileg pæling.

Enn og aftur, hjónaband er sáttmáli karls og konu. sýnum því virðingu, töpum okkur ekki í gleðinni bara til þess að vera með vinsæl viðhorf.

Kv,

Umhugsun 

umhugsun (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 18:00

32 Smámynd: Ingólfur

Þér finnst greinilega að samband samkynhneigðra ekki vera jafn merkilegt að samband hjóna. Að það sé bara tveir einstaklingar sem finnst "vænt" um hvort annað.

Persónulega finnst mér ekki geta dæmt um það hvort samband samkynhneigðra sé jafn merkilegt og okkar hinna. Ég veit hins vegar að það skaðar mig ekkert og ef eitthverjir vilja meina að samband þeirrs sé það sérstakt að þau eigi að giftast þá sé ég ekki hvað getur verið að því.

Sérstaklega því ég veit að það er fullt af gagnkynhneigðu fólki sem giftir sig þrátt fyrir að samband þeirra sé ekki merkilegra en að það endar í hvelli innan skamms tíma.

Ég er ekki enn búinn að ná því hvernig hjónaband samkynhneigðra getur skaða þig eða nokkurn annan.

Ingólfur, 23.10.2007 kl. 19:28

33 Smámynd: Halla Rut

Var Dorfi ekki bara að segja brandara?

Halla Rut , 23.10.2007 kl. 22:58

34 identicon

Jave trúarbrögð (Gyðingar, Kristnir og Islam) er mjög erfit að skilgreina á rökrænan hátt. 

Heimspekilega séð: svo ég móðgi nú ekki neinn, eru trúarbrögð lítið annað en sameginleg trú samansettur af hópi af fólki þar sem það sameinast um bænir, trúarlegar athafnir eða lög.

Kristni, eða hvaða trú sem um ræðir hefur ekkert með rök að gera  þess vegna er t.d. alveg tilganslaust að rökræða hvort guð sé til eða ekki eða um aðra hluti svo sem eins og hjónaband samkynheigðra þar sem ekki er hægt að komast að rökrænni niðurstöðu um málið.  Trúarbrögð hafa í gegnum mankynnsöguna verið mjög íhaldsöm hvort sem menn telja það gott eða slæmt.  Mín trú eða þín getur hvorki verið sönnuð né afsönnuð með neinum rökrænum hætti.

Þess vegna verða svona samræður oft lítið annað en svona kaffistofuhjal þar sem menn geta komið sínum skoðunum á framfæri, en ekki búast við því að það hægt að sannfæra þá sem eru ykkur ósammála með rökum.

Pétur (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 23:22

35 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Dofri. Sérðu að það eru nokkrir sem kalla þig Dorfa. Svipað og þegar ég er kallaður Hjörtur!

Vertu spakur!

Sveinn Hjörtur , 23.10.2007 kl. 23:28

36 identicon

Jesú var uppreisnarmaður og gerði á stundum hluti alveg þvert ofan í það sem hinir sjálfskipuðu heilögu kuflar sögðu og töldu rétt... eða var það bara skáldskapur

DoctorE (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 07:46

37 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Mér finnst alveg sjálfsagt að söfnuður fái að fylgja sinni sannfæringu. Mín vegna má kirkja neita að vígja samkynhneigða, þó ég geti ekki skilið hvers vegna kirkjan samþykkti að vígja mig og karlinn minn í kirkju þó bæði værum við trúlaus, en það er kannski auðveldara að samþiggja hræsnara en kristna homma.  Presturinn var fullkomlega meðvitaður um að við værum ekki kristin, heldur vildum hátíðlega athöfn án guðastagl og það gekk vel upp.

Afturá móti þá höfum við þjóðkirkju, sem hefur öðru hlutverki að gegna en sjálfstæð kirkja. Það á að vera kirkja allra landsmanna, það er allra í landinu. Sú kirkja getur ekki valið og hafnað kúnnum. 'A meðan kirkjan þiggur pening frá ríkinu, eru lög ríkisins hærra skrifuð en lög kirkjunnar. Þetta skilum meira að segja táningurinn minn, því á meðan hún býr heima og er háð mér fjárhagslega, þá gilda mínar reglur á heimilinu. Þar sem táningur fullur af gelgju getur skilið þetta, hljóta kirkjuna talsmenn líka að gera það.

Ásta Kristín Norrman, 25.10.2007 kl. 10:23

38 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Fyrirgefið stafsettningarvillurnar áðan. Nýjustu fréttir frá Svíaríki:

Sænska kirkjan hefur ákveðið að halda vígsluréttinum. Þetta kom upp á oddin, eftir að tillaga kom um að þær stofnanir sem hafa vigslurétt verði að víga alla sem á annað borð hafa leyfi samkvæmt lögum til að gifta sig, eða afsala sér réttinum. Þá er ekkert endilega verið að tala um þjóðkirkju, því svíar hafa ekkert svoleiðis, heldur alla söfnuði og stofnanir sem hafa leyfi til að gifta. Eg held að íslenska þjóðkirkjan ætti ekki að vera að kvarta.

Svenska kyrkan behåller vigselrätten

Svenska kyrkans högsta beslutande organ röstade på torsdagen för att kyrkan ska behålla vigselrätten.

Förslaget vann efter votering och rösträkning med siffrorna 161 mot 74.

Frågan har ställts på sin spets efter regeringsutredaren Hans Regner föreslagit en könsneutral äktenskapslag. Om riksdagen beslutar om en sådan ställs kyrkan inför valet att juridiskt viga homosexuella par på samma villkor som heterosexuella, eller avstå från den juridiska delen av giftermålet.

Ásta Kristín Norrman, 25.10.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband