Eignarnám óafsakanlegt

Þetta eru góðar fréttir. Landsvirkjun hefur setið á eldhúskollum hjá bændum við Þjórsá og rætt við þá einn og einn í einu. Boðið bætur fyrir land sem fer undir vatn og margvíslegar mótvægisaðgerðir. Yfir hangir hótunin um að fá lítið sem ekkert ef farið verður í eignarnám.

Eignarnám er mikið ofbeldi gagnvart eignarrétti einstaklings og er aðeins afsakanlegt þegar ríkir almannahagsmunir krefjast. Almenningur hefur enga hagsmuni af frekari stóriðju. Hvorki ríkisstjórn né sveitastjórnir geta krafist eignarnáms til að virkja Þjórsá í þágu stóriðju og ég hef enga trú á að það verði gert. Það væri óafsakanlegt.

Það er vonandi að landeigendur við Þjórsá láti hina þögulu hótun Landsvirkjun, ríkis í ríkinu, hafa hræða sig til hlýðni. Nú eða fáránleg tilboð um vegalagningu, vatns- og gagnaveitu.


mbl.is Landeigendur slíta viðræðum við Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru nokkur hundruð störf ekki almannahagsmunir? Ef það er ekki þá veit ég ekki hvað eru almannahagsmunir.

Jóhann P (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Jóhann, það er ekki þörf fyrir nokkur hundruð störf, og þau vega ekki upp skaðann sem framkvæmdirnar hafa valdið og munu valda.

Benjamín Plaggenborg, 5.11.2007 kl. 10:26

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Leið Samfylkingarinnar til að bjarga andlitinu?

Er þessi kúvending Landsvirkjunar ekki bara partur af leikriti sem hefur verið sett upp til að Samfylkingin haldi haus með fagra Íslandið sitt? Viðskiptaráðherra er allt í einu farinn að tala um nýja möguleika í kjölfarið á því að hryðjuverkin í neðri-Þjórsá eigi ekki að nýtast fyrir álver. Hann var alfarið á móti þessum virkjunum en nú eru hann og umhverfisráðherra farnir að ýja að því að nú sé allt í lagi að virkja af því að orkan fer í annað. Geir og aðrir sjálfstæðismenn eru allt í einu orðnir grænir og vænir og allt virðist svo jollí. En Landsvirkjun er enn að kúga bændur við Þjórsá með afarkostum sínum. Fagra Ísland snýst þá væntanlega um flottari umbúðir utan um ofbeldið.

Ef Björgvin og Þórunn eru að bakka er þá ekki stutt í að Landsvirkjun með sínum "óháðu" matsmönnum á verðmætin fari sínu fram hvað sem hver segir?

Samfylkingin verður að hafa eina rödd til að vera sannfærandi. Það er kannski allt í lagi að leggjast í eina sæng með íhaldinu og margt gott getur komið af þessu samstarfi en þegar flokkurinn talar út og suður er hann ekki trúverðugur í stefnumálum. Fagra Ísland snýst að mínu mati ekki um hvað á að gera EFTIR að framsóknarhryðjuverkunum hefur verið komið á koppinn. Það snýst um heildarmyndina sem við viljum að börnin okkar sjái.

Ævar Rafn Kjartansson, 12.11.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband