Furðulegt mat Umhverfisstofnunar

Á sínum tíma fékk OR að bora þrjár tilraunaborholur á Ölkelduhálsi án þess að þær þyrftu að fara í umhverfismat. Það sýnir okkur glöggt hve falskt öryggi skipulagslögin og framkvæmd þeirra gefa.

Ég furða mig ekki síður á niðurstöðu Umhverfsistofnunar. Mér datt í hug að það hefðu ruglast saman álit Umhverfisstofnunar og Samorku. Fleiri eru greinilega jafn hissa á þessu og ég.
Kannski er það með þessar varnarstofnanir umhverfisins eins og hríslurnar á Kjalarnesinu.

Ég hafði oft tekið eftir þeim, hríslunum rétt hjá sjoppunni á Kjalarnesinu, þegar ég ók framhjá í strekkingnum sem sífellt virðist vera þar. Þær halla að jafnaði ca 45 gráður undan vindinum.

Í sumar þurfti ég að stoppa í sjoppunni. Ég horfði á hríslurnar, opnaði hurðina, skaut öxlinni upp í vindinn - en viti menn! Það var blankalogn! Samt stóðu hríslurnar upp úr jörðinni með 45 gráðu halla.

Þurfa stofnanir sem hafa það sérstaka hlutverk að vernda og verja umhverfið ekki aðeins að hugsa sinn gang? Það eru nógir í hinu liðinu.


mbl.is Umhverfisstofnun telur umhverfisáhrif Bitruvirkjunar ekki verða umtalsverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góður pistill Dofri og orð í tíma töluð, hjartanlega sammála.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.11.2007 kl. 20:03

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ég er löngu farin að halda að Umhverfisstofnun sé skipuð af Landsvirkjun,miðað við felsta úrskurði hennar.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 8.11.2007 kl. 20:27

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála þér Dofri að þetta umhverfismat vill stundum verða nokkuð duttlungafullt og dyntótt. Mosa finnst eðlilegt að leiki einhver minnsti vafi á að eitthvað verkefni skuli lúta umhverfismati, skuli það lúta umhverfismati.

Varðandi þessi aspatré á Kjalarnesi þá eiga þær vissulega erfiða og slæma ævi sem og öll tré sem þarna dafna og kunna að vaxa. Aspir lifa fremur stutt, kannski rúmlega hálfan mannsaldur eða svo, verða kannski hálfraralda gamlar og verða þá feysknar og fúna þá fljótt. Í rokgjörnu landi geta þær þá orðið beinlínis hættulegar! Til að  fá virkilega gott skjól þarf að planta út harðgerðum víði og síðan birki og sitkagreni sem er sú trjátegund sem þolir einna best seltu og vind. Grenið lifir aldir og getur orðið allhátt. Í heimkynnum þess nær sitkagrenið nær 100 metra hæð! En fyrsti metrinn upp úr jörðinni er öllum trjágróðri ákaflega erfiður. Það er skafrenningurinn á vetrum sem er erfiður öllum trjágróðri og á til nánast að sandblása lágvaxna og viðkvæma trjástofnana. Því eru góðar skjólgirðingar og vernd ungviðinu nauðsynleg. Girðingar þessar kunna að líta ekki sérstaklega vel út og eru sjaldnast augnayndi en eru góðar til síns brúks.

Mosi hvetur eindregið til að efla sem mest trjárækt í landinu einkum þar sem skjóls er þörf. Trjágróðurinn bindur auk þess margvíslegar eitraðar lofttegundir sem ku vera meira en nóg af á Íslandi sem einu sinni og oft síðan hefur verið dásamað sem óspillt land, hvernig sem þeir sem því halda fram hugsa sér óspillt land. Landnámið var lengi vel versta umhverfisáfallið og sennilega er ekkert land norðan Alpafjalla eins illa farið af manna völdum og Ísland en nútíminn færir okkur auðvitað ný vandræði sem þarf auðvitað að ráða bug á.

Við getum svo auðveldlega á okkar tímum ráðið bug á svo mörgu sem fyrri kynslóðir höfðu fá eða engin úrræði að gera sér umhverfið hagkvæmara og betra. 

Upp með plóginn - hér er þúfa í vegi!

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.11.2007 kl. 21:22

4 identicon

Umhverfisstofnun er greinilega vel tengd markmiðum sínum - sem hljóta að vera að gera eins og henni er sagt af þeim sem borga þeim peninga.  Að vísu er það tæknilega almenningur, en stórnvöld hafa fyrir löngu snúið taflinu við - almenningur er orðinn að þegnum, ríkistjórnin er ekki lengur þjónn.  Ef ég man rétt, þá sagði Davíð með mikilli hneykslun að það yrði að vera þingræðið - þegar almenningur var að skipta sér af fjölmiðlafrumvarpinu og forsetinn lét reyna á stjórnarskrána varðandi það hver hefði síðasta orðið.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 07:28

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Dofri, er þetta þannig að umhverfisáhrif í þröngum, tæknilegum skilningi eru lítil, en þegar heildaráhrif af öllum virkjunum, skaðinn af álverastefnunni, og sértæk áhrif á útivist eru metin, þá horfir málið öðruvísi við?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.11.2007 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband