Það var beygja á veginum...

þjórsáÞað er ekkert ofsagt að þessi aðgerð síðustu ríkisstjórnar, fimm mínútum fyrir kosningar, hafi orkað verulega tvímælis. Nú hefur verið úr því skorið að lagaheimildir skorti fyrir gjörningnum. Þetta var fráleit aðgerð.

Virkjanir í neðri hluta Þjórsár orka sömuleiðis verulega tvímælis jafnvel þótt Landsvirkjun hafi reynt að "Móðir Theresu væðast" og lofa að orkan fari ekki í álbræðslu. Það breytir engu um að djúpstæður og sársaukafullur ágreiningur er um þessar virkjanir í héraði.

Ég fullyrði líka að fáir Íslendingar sem litið hafa Urriðafoss augum vilja granda honum, hvort heldur það er fyrir Rio Tinto eða Microsoft.

Það var beygja á veginum sem síðasta ríkisstjórn tók ekki eftir. Nú er bíllinn stopp og ástæða til að skoða vandlega hvort þetta er sú leið sem við viljum fara. Við þurfum ekki að standa á torgum erlendis og falbjóða íslenska orku og íslenska náttúru eins og mjólk á síðasta söludegi.

Við eigum að klára að rannsaka gildi orkusvæðanna og annarra verðmætra náttúrusvæða með tilliti til verndar og með tilliti til nýtingar sem samræmist náttúruvernd. T.d. sem þemagarða, þjóðgarða og fólkvanga fyrir útivistarfólk og ferðaþjónustuaðila.

Ferðaþjónusta sem byggir á íslenskri náttúru á gríðarlega möguleika. Allan ársins hring ef stjórnvöld sýna greininni þann sjálfsagða stuðning að byggja upp innviðina s.s. söfn, merkingar á áhugaverðum stöðum, merkingu gönguleiða, þjónustustöðvar o.s.frv. Annað eins hefur nú verið gert fyrir atvinnugreinar á Íslandi.

Ferðaþjónusta er jafnframt ein fárra atvinnugreina á landsbyggðinni þar sem er hægt að koma af stað fyrirtæki án þess að leggja í stofnfjárfestingu upp á tugi eða jafnvel hundruð milljóna líkt og í mjólkuriðnaði og sjávarútvegi.

Við eigum því að fara okkur hægt í orkuspaninu. Það er næg orka til og við ættum að kappkosta að nýta hana betur frekar en að spilla bæði náttúru og friði með afar umdeildum virkjunum eins og í Þjórsá. Það er ígildi stórrar virkjunar fólgið í að endurbæta dreifikerfið.

Nú svo má ekki gleyma spádómum álkarlanna í Hafnarfirði um að Alcan væri á förum. Ef það er rétt er þá ekki tilvalið að ráðstafa þeirri orku á betra verði annað, t.d. í sólarrafhlöðuframleiðslu eða netþjónabú? 


mbl.is Þjórsársamningur án lagastoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sammála þér Dofri.. Urriðafoss er "magnificent" og hann á meira skilið en að verða vinnukona fyrir Álver eða tölvurisa....

Óskar Þorkelsson, 6.12.2007 kl. 23:06

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta verður áhugavert fyrir ríkisstjórnarsamstarfið...

Gestur Guðjónsson, 6.12.2007 kl. 23:26

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta eru góðar fréttir. Vonandi bera stjórnmálamenn gæfu til að fylgja þessu fast eftir og láta skoða í framhaldinu alls konar aðra samninga, s.s. samning Orkuveitu Reykjavíkur við Sveitarfélagið Ölfus og fleiri slíka.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.12.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er gott mál. Það væri þó gott ef flokkurinn þinn myndi ákveða hvar hann vill vera í stóriðjumálum. Ertu örugglega á réttum stað í pólitíkinni?

Villi Asgeirsson, 7.12.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband