Þarf að skoða í samhengi

Bendi á útskýringar Þorsteins Siglaugssonar á því hvað liggur til grundvallar.

Birti hér einnig fréttabréf Árna Finnssonar til félaga í Náttúruverndarsamtökum Íslands

Ísland í þriðja sæti á lista Germanwatchi
Samkvæmt nýrri skýrslu Germanwatch þar sem borin eru saman loftslagsstefna, losun gróðurhúsalofttegunda og þróun í losun gróðurhúsalofttegunda hjá 56 ríkjum er Ísland nú í þriðja sæti.

Ísland tekur stökk upp á við frá því fyrir ári síðan þegar Ísland lenti í 14. sæti. Að sögn Germanwatch munar mestu um stefnumörkun stjórnvalda frá í febrúar um að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 50 - 75% fyrir miðja þessa öld. Fyrir ári síðan hafði engin framtíðarstefna verið mörkuð. Ennfremur, á Íslandi er hátt hlutfall orkugjafa sem ekki valda losun gróðurhúsalofttegunda en losun á hvern íbúa er ekki lagt til grundvallar matinu.

Stefnumörkun vegur 20% í mati Germnwatch, heildarlosun gróðurhúsalofttegunda 30% og þróun í losun 50%. Tölur Germanwatch eru frá 2006 og því ekki tekið tillit til aukningar í losun vegna nýrra álvera en losun frá iðnaði vegur 7% af heildinni. Á hinn bóginn hefur ekki verið tekið tillit til nýrra samningsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands um Kyoto2 sem hefði veitt Íslandi fleiri stig.

Talsmenn Germanwatch benda á að um samanburðarrannsókn er að ræða. Ekkert ríki stenst þær kröfur sem gera verður til að koma í veg fyrir hættulegar loftslagsbreytingar.

---------------

Í lok fyrri viku fundarins í Bali stendur þrennt upp úr að mati umhverfissamtaka:

1) Kína hefur sýnt töluverðan samningsvilja hér í Bali. ÉSB er forustuafl um sterkt samningsumboð.
2) Ekkert miðar í átt til samkomulags um að ná tökum þeim á 20% af losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af skógareyðingu. Einkum í hitabeltinu. Þar strandar helst á fjármögnun því eyðing regnskóga er stór tekjulind fyrir lönd eins og Brasilíu og Indónesíu og allir eru sammála um að iðnríkin verði að veita fjárhagslega aðstoð til að koma í veg fyrir stórfellda eyðingu regnskóga. Lungu Jarðar.
3) Samþykkt fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um orkunýtni bíla og afgreiðsla nefndar öldungardeildarinnar á frumvarpi Lieberman/Warner um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda er til marks um að stefna Bush verður ekki við lýði árið 2009 þegar loftslagsþingið verður í Kaupmannahöfn. Þróun mála í Bandaríkjunum hefur vafalítið jákvæð áhrif á samningsvilja kínverskra stjórnvalda.

Á morgun munu umhverfisverndarsamtök standa fyrir aðgerðum víða um heim til að vekja athygli á loftslagsþinginu á Bali. Hér í Bali verður dagurinn helgaður skógareyðingu. 


mbl.is Ísland í fremstu röð í umhverfismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þetta hlýtur að vera brandari. Ísland í fremstu röð í umhverfismálum??? Hér hefur Árósarsamningurinn enn ekki verið samþykktur. Vitund almennings um umhverfismál er á ótrúlega lágu plani. Hversu margir flokka eigið sorp eða leggja mikið upp úr því að fara um á vistvænu farartæki? Á heimsvísu losa íslendingar hlutfallslega einna mest af gróðurhúsalofttegundum og Geiri vill meira!

Hér er tölulegum upplýsingum sífellt haldið frá hagfræðingum og umhverfissinnum sem setja spurningarmerki við arðsemi virkjana. Ekki liggja neinar tölur til grundvallar um verðmæti þeirrar náttúru sem verið er að fórna. Að sama skapi er orkuverðið ekki gefið upp af svonefndum viðskiptahagsmunum. Upplýsingum er stungið undir stól og fræðimönnum stillt upp við vegg ef rannsóknir þeirra sýna ekki niðurstöður sem framkvæmdaaðilum hugnast að birta.

Sigurður Hrellir, 7.12.2007 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband