Gott og slæmt

Þessi nýi bíll er tákn um þá þróun sem nú á sér stað. Í þróunarlöndum er þeim að fjölga sem hafa efni á að leyfa sér meiri munað. Það mun auka mengun talsvert sem er neikvætt.

Hins vegar er það jákvætt að fleiri jarðarbúar hafi það gott og öll nýsköpun sem beinist að því að þjóna þróunarlöndunum nýtist öðrum líka. Sameiginlegt átak ríkja heims í loftslagsmálum mun líka skapa tækifæri fyrir nýsköpun í hönnun mengunarfrírra ökutækja og orkugjafa.

Nú þarf Tata Group bara að finna umhverfisvæna leið til að knýja "bíl fólksins".


mbl.is Ódýrasti bíll í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælinú.

Það ætti svosem ekki að vera erfitt fyrir þá. Nágrannar þeirra eru nefnilega Reva (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Væntanlega er annar bíll frá Tata sá allra umhverfisvænasti sem völ er á

sjá: http://www.theaircar.com/ og http://www.dagbladet.no/dinside/2008/01/07/523180.html

Anton Þór Harðarson, 10.1.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Morten Lange

Fínn pistill hjá þér Dofri.  Þetta er bæði jákvætt og neikvætt eins og þú segir.  Sá nýlega flott fyrirlestur sem syndi með flottan grafík, hvernig margir eru að komast upp úr örbirgð.    Ég held hinsvegar að það þurfi að gefa hið neikvæða við ódýra bíla enn meiri gaum. 

Gott að bíllinn sé minni, taki minni pláss en jeppar og þess háttar, en hverjir munu kaupa þessum bílum ? 

Jú þeir eru að stíla inn á þá sem núna eru á léttum mótorhjólum, og kannski sumir sem nota almenningssamgöngur, ganga eða hjóla. Þannig eykst staðbundin mengun,  losun gróðurhúsalofttegunda umferðaröngþveiti og  landnotkun samgöngumannvirkja.  Umferðaröryggi versni einnig.  Loftbílar og rafmagnsbílar hafa þann eina kost að minnka staðbundinni mengun og mögulega draga aðeins úr losun GHL miðað við bensínbíla og sótspúandi dísilstrætó.

Fleiri en ég hafa áhyggjur :

http://afp.google.com/article/ALeqM5iWEfB1r1hW_2erd6NF4MI6Wlkt4w

In India, the world's cheapest car debuts to fanfare, criticism

Indian 'cheapmobile' a green nightmare

Protests over 'World's cheapest car' by Tata

En ef skattar yrðu settar á framleiðendur og notendur bíla sem endurspegli útgjöldin sem þeir núna velta yfir  á samfélagið, mundi þetta líta allt öðruvísi út. Samfélagið borgar í dag með bílanotkun með  risavöxnum upphæðum,  það er verið að hvetja til bílanotkunar umfram öðrum samgöngumátum með ökutækjastyrki, gjaldfrjáls bílastæði og fleira. Allt kostar þetta en bílaeigendur borga ekki beint.  Skattarnir sem þeir borgar duga ekki fyrir mannvirki + umferðarslysin, hvað þá landnotkun, hreyfingarleysi ( Orðið offitufaraldur gefur skakka mynd af þessu ), eyðilögð borgarbrag, og staðbundin og hnattrænn mengun. 

Ef  líkur væri á að jeppum mundi fækka, og almennt útblástur og landnotkun tengd bílum og umhverfisáhrif mundi minnka,  þá mundi ég fagna þessum bíl :-)

Hér er aftur á móti lausn  sem ég og fullt af borgarstjórum í Evrópu, Kína og BNA hafa trú á : Almenningshjól. Notkunin á 20.000 hjólin á París ( allt árið ) hafa sýnt að þetta sé raunhæft, sérstaklega í tengsl við almenningssamgöngur yfir lengri vegalengdum.

  http://www.alternet.org/environment/72528/
  http://kari-hardarson.blog.is/blog/kari-hardarson/entry/406109/

Morten Lange, 10.1.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Jamm, Guðjón, fuglinn skrökvar því ekki. Ég á jeppa, rétt eins og formaður Vg og fleiri sem fara á fjöll. Ég nota hann hins vegar ekki nema spari því ég "karpúlla" að jafnaði í vinnuna á morgnanna og tek strætó heim á kvöldin, nema þegar ég hjóla - sem flesta daga er dásamlegur ferðamáti. Alla vega ef maður á úlpu og hlífðarbuxur.

Það er annars ljóður á ráði borgarinnar að það eru ekki sturtur í ráðhúsinu fyrir fólk sem vill koma á hjóli í vinnuna - nú eða fara út að skokka í hádeginu. Þar stendur Alþingi sig betur. Þessu þurfum við að breyta.

Margar mismunandi leiðir eru nú rannsakaðar til að knýja bíla, skip og flugvélar. Þegar orkuuppsprettan er umhverfisvæn og orkuberinn líka held ég að sé hægt að tala um mengunarfría bíla. Það kemur að vísu alltaf einhver mengun frá hjólbörðum og bremsum en markmiðið hlýtur samt alltaf að vera að bílar mengi ekki. 

Tvöföldun Suðurlandsvegarins er reyndar ekki eitthvað sem ég bað um persónulega en mér skilst að þar sé fyrst og fremst verið að hugsa um umferðaröryggi. Ég tek undir að það ætti að smækka bílaflotann. Sérstaklega er þetta mikilvægt í þéttbýlinu. Í sumum borgum er jeppum ekki hleypt inn í miðborgina. Kannski ættum við að ræða það?

Annars veit ég ekki betur en að fjármálaráðherra vinni að endurskoðun á skattlagningu eldsneytis með það í huga að hygla umhverfisvænni kostum. Vona að hann geri það sama með tollaflokka bifreiða en stóru pallbílarnir hafa í raun notið sérstakra tollfríðinda undanfarin ár. Það hefur stóraukið mengun. 

Dofri Hermannsson, 10.1.2008 kl. 18:09

5 Smámynd: Morten Lange

Varðandi sturtur : Oft er aðstaða til að þvo sér í næði , þó það sé ekki sturta, ágætis neyðarlausn, á meðan unnið er að framtíðarlausn.  En jafn miklivægt er kannski að hafa stað til að hengja föt og handklæði til þerris, og etv fatahengi fyrir "fundarföt".

Hitti umhverfisráðherra á opnum Samfylkingarfundi í kvöld.  Þórunn  sagði að nefndin sem hefur unnið að skattlagningu á eldsneyti, bíla og fleira með hliðsjónar af Mengunarbótarregluna "frá Río-ráðstefnunni 1992",  á vegum nokkurra ráðuneyta, mun skila af sér eftir fáeinar vikur.  Þannig skildi ég þetta alavega.  Ég skildi henni einnig þannig að tillögur nefndarinnar yrðu  svo lagðar fram til umræðu.  

Þegar  ég nefndi  að mér þótti tími kominn til að nefnd eða eitthvað álíka fjalli um hjólreiðar eða þá víðara  um "heilbrigðar samgöngur", á ráðuneytisplani var hún nokkuð jákvæð , og nefndi hún  hjólanefndin Þín hjá Reykjavíkurborg.   :-) 

Svo  um tvöföldun : Umferðarráð  ( þar sem ég á sæti fyrir hönd Landssamtaka hjólreiðamanna ) hefur ítrekað ályktað einróma gegn  2+2, en með 2+1  með aðgreiningu akstursstefna. FÍB og Vegagerðin eiga báðir aðild að umferðaráði, sem og ríkislögreglustjóri, Ökukennarafélagið og margir fleiri bílamenn.   Rökin benda nánast öll til þess að 2+1, útfærð með eðlilega kanta, ólíkt í Svínahrauni, sé jafn öruggt eða öruggari , þegar allt kemur til alls.   Þar að auki verður hægt að klára verkið mun fyrr.  Að benda á Reykjanesbraut sem eina rökin  með 2+2 er mjög lélegur rökstuðningur.   Eiginlegi rökin fyrir 2+2 hjá flestum er þægindi og kannski jafnvel hégómi. Tvöföldun er líka miklu tungutamari orð en 2+1.  Mönnum finnst þeir öruggari á 2+2, og keyra hraðar, sem dregur verulega úr öryggið.  Kostnaðarmunurinn, munur á raski og framkvæmdatími er gríðarlegur á milli þessara lausna.  Það verður meiriháttar mistök ef farið verður í 2+2, þvert á faglegum ráðleggingum. 

Morten Lange, 11.1.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband