Sameign íslensku þjóðarinnar!

Mannréttindanefndin viðurkennir að takmarka þurfi sókn í auðlindina. Það virðist hins vegar vega þungt í úrskurðinum að skv. lögum er auðlindin sameign þjóðarinnar en að með framsali aflaheimilda hafi það í rauninni breyst og auðlindin hafi með því verið færð úr almenningseigu í einkaeigu.

Það verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta hefur.


mbl.is Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

"færð úr almenningseigu í einkaeigu"

Hvernig stenst þetta við fyrri partinn?

Fannar frá Rifi, 10.1.2008 kl. 18:44

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað heldur þú nú að Samfylkingin eigi eftir að snúast marga hringi áður en hún áttar sig á hvernig nú eigi að bregðast við? 

Árni Gunnarsson, 10.1.2008 kl. 19:32

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Það hefur alltaf verið skilningur Samfylkingarinnar að auðlindin eigi að vera þjóðareign. 

Dofri Hermannsson, 10.1.2008 kl. 19:41

4 identicon

Hvaða flokkar hafa þá skoðun að auðlindin skuli ekki vera þjóðareign. Það væri áhugavert að vita.

ee (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 20:19

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Til að skýra þetta betur með þjóðareignina Dofri.

Ég á kvóta sem ég sel fyrir 1 milljarð. Ég sting andvirðinu í vasann.

Ég á húseign sem ég sel fyrir 1 milljarð. Ég sting andvirðinu í vasann.

Var kvótinn þjóðareign? Ef svo er, var þá húsið kannski líka þjóðareign?

Ef ekki, hver er þá munurinn á þjóðareigninni og minni eign?

Og ef ég hef misskilið þig og þú ert sammála mér, hvar og hvenær hefur þá Samfylkingin gengið fram fyrir skjöldu til að leiðrétta þetta?

Árni Gunnarsson, 10.1.2008 kl. 22:04

6 Smámynd: Ingólfur

Árni, þú getur líka selt norðurljósin, en þar með er ekki rétt að þú hafir átt þau, né að sá sem keypti eigi tilkall til þeirra.

Ingólfur, 11.1.2008 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband