"Ekkert rugl 27. maí - kjóstu F - listann"

Er kominn með BlackBerry síma og leiddist hvað allir hringitónarnir eru svipaðir og fór því að skoða hvað væri til af skemmtilegum hringingum á vodafone.is.

big-lafurFMagnssonjpgRakst þar á hringitóna frá því í kosningabaráttunni í borginni 2006. Mæli sérstaklega með Ólafi F Magnússyni sem í hringitóninum segir kjósendum að kjósa nú ekkert rugl. 

Það er gaman að rifja upp að sá sem þar biður kjósendur að forðast ruglið byrjaði meirihlutamyndun með Framsókn, Vg og Samfylkingu strax eftir kjördag en laumaðist svo í mat til Vilhjálms Þ, sat þar í nokkur dægur við meirihlutaviðræður áður en allt strandaði á flugvallarmálinu, kom 16 mánuðum síðar auga á tækifæri til að mynda nýjan meirihluta þegar þáverandi meirihluti strandaði á REI klúðrinu, óskaði eftir því að fá sæti forseta borgarstjórnar og fékk það en var 60 dögum síðar farinn að leggja á svikráð við félaga sína með Vilhjálmi Þ sem hafði svikið hann svo eftirminnilega! Hvað gerist næst?

Það verður nú að vera hægt að brosa af þessu. Vona að það sé ekki "í hæsta máta óviðeigandi"!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Reykjavík er ruglið ljótt
reiðist æska borgar.
Í Glitni Bjarni græðir skjótt
gleypir meir en torgar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband