GMB styður minnihlutann í Vatnsmýrarmálinu

Þá er það komið á hreint. Gísli Marteinn Baldursson styður ekki nýjan meirihluta í því að flugvöllurinn verði "áfram í Vatnsmýrinni um langa framtíð". Þvert á móti er hann sammála minnihlutanum um að hraða eigi uppbyggingu byggðar í Vatnsmýrinni.

Þetta hlýtur að vera reiðarslag fyrir Ólaf F Magnússon. Til að geta komið fram af fullkomnum heilindum við kjósendur sína 6.527 í flugvallarmálinu lét hann heilindi sín gagnvart fyrrverandi samstarfsfólki sínu víkja. 

Nú lítur út fyrir að heilindi Ólafs gagnvart kjósendunum 6.527 séu í fullkomnu uppnámi af því Gísli Marteinn Baldursson núverandi samstarfsmaður Ólafs hefur greinilega ákveðið að koma fram af heilindum gagnvart kjósendum sínum og sannfæringu.

Þetta er snúin staða fyrir Ólaf F. borgarstjóra. Á hann að snupra GMB fyrir að gera lítið úr helsta stefnumáli nýs meirihluta og heilindum hans sjálfs gagnvart kjósendunum 6.527? Hefur hann vald til þess? Er hann ekki borgarstjórinn?

Ætti hann kannski frekar að reyna að leiða þetta hjá sér af því það er kannski ekki sniðugt sem borgarstjóri að standa svo vörð um stefnumál 10% kjósenda að það gangi alveg í berhögg við vilja 90% kjósenda?

Hvað gerir annálaður heilindapólitíkus í svona stöðu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Málið er aðeins flóknara en þetta því að í síðustu skoðanakönnun vildu 60% borgarbúa flugvöllinn á sama stað og hann er nú. Og ekki þarf að spyrja um vilja landsbyggðarfólks.

Ómar Ragnarsson, 1.2.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

BURTU MEÐ ÞENNAN EINKAFLUGVÖLL RÍKA FÓLKSINS.. ánægður með Gísla máfamorðingja núna.. hann er kannski klókur eftir allt

Óskar Þorkelsson, 1.2.2008 kl. 19:14

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Flugvöllurinn má vera fyrir mér - en ég vil láta banna einkaþoturnar. Þær eiga að fara til Keflavíkur. Flugvallaryfirvöld eru allt of eftirlát þessum kónum og gefa þeim leyfi til að lenda nánast á öllum tímum sólarhrings. Ég á heima næstum beint undir aðfluginu á norður-suður brautinni og hávaðinn þegar þær lenda um miðjar nætur er óþolandi. Þær eru miklu, miklu háværari en farþegavélar flugfélaganna.

Ég var einhvern tíma að kvarta yfir þessu við vinkonu mína og hún sagði þá háðslega: "Já, en þeir verða að geta fengið sér fínan dinner í London, París eða Köben áður en þeir leggja af stað heim. Annað væri fyrir neðan virðingu auðmanna."

Kannski er það málið, en ég kæri mig ekki um að dinnerinn þeirra veki mig upp um miðjar nætur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.2.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, 1.2.2008 kl. 21:20

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Dharma...  mér er alveg sama hver á allar þessar einkaþotur þótt þessi tala þín um 2 eða 3 aðila sé alröng og auk þess eru mun fleiri Íslendingar sem leigja þotur undir sig og sína. 

Reykjavíkurflugvöllur á að vera lokaður frá hálftólf á kvöldin til átta á morgnana eða svo - og ekki á að veita undanþágur nema sjúkraflugi. Enda er flugvöllurinn inni í miðri íbúðabyggð og það þéttri. Fjölmargar þotur í eigu erlendra aðila lenda hér til að hvíla áhöfn og taka eldsneyti - eiga nákvæmlega ekkert annað erindi - og geta vel sinnt hvoru tveggja í Keflavík og margar gera það.

Ég minntist ekki orði á "að reka í burtu alla útlendinga sem hingað vilja koma", langt í frá. Enda hef ég að hluta til atvinnu af því að keyra með þá í skoðunarferðir um víðan völl, svo málið er mér skylt að því leytinu, og ég hef farið um landið með þónokkra einkaþotuútlendinga.

Þótt þú fáir þín kikk með skítkasti út í allt og alla er óþarfi að leggja fólki orð í munn og gera því upp skoðanir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.2.2008 kl. 22:35

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það var ein að fara í loftið drynjandi hér í vesturbænum rétt fyrir miðnætti.. það segir margt að þeir sem eru fylgjandi flugvellinum búa oftast nær langt frá honum.

Óskar Þorkelsson, 2.2.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Það mætti halda að GMB hefði aldrei notað þennan flugvöll.

- þjóðhaglsega hagkvæmt að byggja í ... ???

Án þess að ég viti svo sem þá held ég að Reykvíkingar hafi ekkert verið spurðir á sínum tíma þegar hann var lagður - en hann er fjandi vel staðsettur.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 2.2.2008 kl. 00:46

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég tek undir með Óskari hér að framan. Ég er utan af landi, en hef búið í Vesturbænum og veit hvað flugvélagnýrinn er leiðinlegur. Það er mjög sjaldgæft að flugvellir séu inni í miðri íbúabyggð.

Mér finnst rétt að Reykvíkingar ráði í þessu máli. Þetta er þeirra land.

Hvað viðskiptalífið úti á landi varðar, þá er hægt að leysa mörg mál með tölvupóstum og myndsendum, sem notuð eru sem afsökun til að fara á fyllerí í Reykjavík.

Eini óvissuþátturinn er sjúkraflugið.

Theódór Norðkvist, 2.2.2008 kl. 01:00

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hver vill ekki flugvöllinn áfram. Þetta er algjör tilbúningur hjá þessu fólki sem er að hræra í þessu með að færa flugvöllinn. Kannski er þetta greiði fyrir hönd vissra fjármálamanna í byggingabransanum en alla veganna þá virðist engin af borgarbúum vilja eyða milljörðum í svona vitleysu.

Valdimar Samúelsson, 2.2.2008 kl. 08:55

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég nota þennan fjárans flugvöll mikið.. oft er það hagræði að þurfa ekki að aka nema í 5 mínútur út í afgreiðsluna í skerjafirði en ég mundi ekki telja það eftir mér að fara til keflavíkur í sömu erindagjörðum.. þrátt fyrir allt þá er ég í vinnunni við þetta.  Þessi flugvöllur er barn síns tíma og á að víkja fyrir nútímanum og nútímalegum umferðarmannvirkjum.. ég meina ef menn skoða reykjavík úr lofti þá sjá menn glögglega að hún er NES.. langt og mjótt nes og miðbærinn ef horft er á bæinn úr lofti er næstum í útjaðri þessa ness.

Flugvöllurinn á heima á lönguskjernum eða í keflavík, og við þær landsbyggðartúttur sem ekki vilja flutninginn vegna þess að þá lengist tími þeirra um 50 mínútur til reykjavíkur hef ég bara eitt að segja.. þið eruð of góðu vön. 

Þegar HI er kominn á skrið í Vatnsmýrinni og viðskiptin úr miðbænum smátt og smátt færast yfir og nýr miðbær myndast sem er vberðugur borg af okkar stærðargráðu þá munu menn bara hrista hausinn yfir því að hér skuli hafa verið flugvöllur..

Hefur einhver spurt íbúa Kársness í kópavogi um álit ? ein aðal aðflugsleiðin liggur yfir hausinn á þeim.

Óskar Þorkelsson, 2.2.2008 kl. 12:00

11 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Það er allt annað að vera í vinnunni við þetta en að þurfa að nota þetta og taka tíma frá annarri vinnu um leið. 

Hefur einhver hjá SF skoðað það hversu þetta fer saman við umhverfisvernd, en það útheimitir jú meiri akstur að hafa völlinn lengra frá borginni sem allir eru að fara til og frá. 

Annars, þetta snýst ekki um hagkvæmni eða þægindi í mínum huga.  Þetta snýst um það hvort það sjúkraflug sem þjónar fólki utan við 101 sé boðlegt.  Um það eiga Reykvíkingar og sérgæðingar í byggingabransa ekki sjálfdæmi um. 

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 2.2.2008 kl. 12:33

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er nú handviss um það að langflestir sem um þennan flugvöll fara eru EKKI að fara í 101 rvk. og þar að auki þegar bullið með sjúkraflugið kemur upp aftur og aftur þá fara flestir sem með því fara beint á borgarspítalann sem er í fossvogi eða 108.

Svo allt tal um aukin akstur er bara bull og fásinna enda ber bílastæðið fyrir utan flughreysið í skerjafirði það vel með sér, orðið yfirfullt af bílum frá hafnarfirði mosfellsbæ breiðholti árbæ strax kl 730 að morgni.  

Óskar Þorkelsson, 2.2.2008 kl. 15:41

13 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Amm... 

Þú ert handviss. 

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 2.2.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband