Hver er rúinn trausti?

ÁnægjaÞað er ekki hægt með réttu að segja að nýr borgarstjóri sé rúinn trausti. Þetta orðasamband á uppruna sinn í sauðfjárræktinni og vísar til þess þegar ær eru rúnar ull sinni. Að vera rúinn trausti merkir því að maður hafi tapað því trausti sem maður áður naut.

Núverandi borgarstjóri hafði, ásamt Margréti Sverrisdóttur, Guðrúnu Ásmundsdóttur og fleira góðu fólki traust 10% borgarbúa. Það að nú segist 16% ánægð með störf borgarstjórans er eiginlega stórt skref upp á við fyrir hann.

Borgarstjóraembættið hefur hins vegar beðið afhroð. Ekki síst ef borið er saman hve margir eru ánægðir með störf þess borgarstjóra sem Ólafur F svipti völdum, Dags B Eggertssonar. Eins og sjá má á myndinni hér til hægri voru 54% ánægð með störf hans sem borgarstjóra. Borgarstjóraembættið hefur því tapað fylgi sem nemur 38% borgarbúa.

Um Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn má hins vegar segja með réttu að hann sé rúinn trausti. Það er flokkur sem þrátt fyrir allt naut umtalsverðs trausts borgarbúa í síðustu kosningum - þótt niðurstaða þeirra hafi reyndar verið sú önnur versta í sögu flokksins í borginni.

Eins og fram kemur í könnuninni nýtur Sjálfstæðisflokkurinn aðeins trausts 38% borgarbúa en fékk 42% í kosningum 2006. Það hlýtur að vera sárt - ekki síst af því hann er ævinlega ofmetinn í skoðanakönnunum.

Væri þessi skoðanakönnun niðurstaða kosninga væru Vinstri græn og Samfylking með 9 manna meirihluta og Sjálfstæðisflokkur með 6 borgarfulltrúa. Ef framhaldið á starfi nýs meirihluta verður eins og útlit er fyrir má Sjálfstæðisflokkurinn teljast heppinn að halda 6 borgarfulltrúum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jæja núna kannast ég við ykkur.. algerlega ósammála hvor öðrum.. en jaðrar samt við smá sárindi í orðum dharma.

Óskar Þorkelsson, 2.2.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Ingólfur

Ertu alveg LOST Dharma? Þú segir að VG séu bara "djók". Gleymdir þú nokkuð að kíkja á hversu mikið traust borgarbúar bera til borgarfulltrúa mismundandi flokka?
Hérna sérðu að hvað litli kommaflokkurinn hefur mikið traust meðal borgarbúa miðað við Sjálfstæðisflokkinn.

41% bera mikið traust til borgarfulltrúa litla VG á meðan aðeins 33% bera mikið traust til Sjálfstæðisflokksins. Helmingurinn ber hins vegar lítið traust til Sjálfstæðisflokksins.

Og svo staðhæfirðu að það hafi verið vont fyrir borgina að hafa vinstri meirihluta? Hvernig skýrir þú þá hvers vegna aðeins 27% borgarbúa eru ánægðir með nýja hægri meirihlutann á meðan meirihlutinn er ánægður með störf Dags sem borgarstjóra? Er það vegna þess að fólk er bara fífl og á ekki að hafa skoðun nema á fjögra ára fresti?

Ingólfur, 2.2.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er ekki hægt að losa netheima við þessa Dhörmu? Hann/hún er hrein (D)hörmung.

Theódór Norðkvist, 2.2.2008 kl. 16:52

4 Smámynd: Ingólfur

Ekki flokkurinn???

Formaðurinn var spurður um leyfi áður en borgarfulltrúarnir mynduðu meirihlutann og ákvæðu að Villi yrði aftur borgarstjóri.
Flokksfélögin kepptust við að lýsa yfir ánægju sinni með nýja meirihlutann og trausti á borgarfulltrúana.
Síðast í dag brýndi Þorgerður Katrín fyrir Sjálfstæðismönnum að við þessar að aðstæður þurfi þeir að standa þétt saman.

Það er ekki að sjá annað að það sé fullur stuðningur Flokksins við þessa borgarfulltrúa og fullt traust til oddvitans og verðandi borgarstjóra. 

Ingólfur, 2.2.2008 kl. 17:26

5 Smámynd: Ingólfur

Ef Flokkurinn ber vantraust til borgarfulltrúa flokksins, þá hefði ég haldið að það væri forgangsmál að laga það.

Byggja upp traust, skipta þeim út sem ekki er viðbjargandi. Ekki að fela sömu traustlausu fulltrúum stjórn borgarinnar og banna fólki að gagnrýna nokkurn innan flokksins.

En ég er svo sem bara vinstrimaður.

Ingólfur, 2.2.2008 kl. 17:51

6 Smámynd: Ingólfur

Það er sem ég hélt: "fólk er bara fífl og á ekki að hafa skoðun nema á fjögra ára fresti?"

Ingólfur, 2.2.2008 kl. 19:28

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Til Dhörmu: Ég sagði ekki að þú mættir ekki tjá þig og ég vil ekki skrúfa fyrir alla sem eru mér ósammála. Ég hef a.m.k. manndóm til að koma fram undir nafni, en ekki þú.

Persónulega finnst mér að ritstjórn mbl.is ætti að banna nafnlaus blogg, það er lágmarks kurteisi að kynna sig við þá sem verið er að ræða við. Ef þú hefur aldrei heyrt talað um kurteisi þá er boðið upp á ýmis námskeið í þeirri list.

Persónulega les ég ekki þín innlegg né innlegg annarra nafnleysingja (yfirleitt ekki, en ég hjó eftir að þú vísaðir síðustu setningunni til mín.)

Annars skil ég vel í þínu tilfelli að þú þorir ekki að koma fram undir nafni, ég myndi skammast mín fyrir svona skoðanir eins og þú hefur (gerandi ráð fyrir að þú sért ekki að grínast.) 

Theódór Norðkvist, 2.2.2008 kl. 21:36

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Dofri

Hvað gerist ef mynda þyrfti nýjan meirihluta ?
DBG og SS oddvitar sf&vg vilja ekki samstarf við d-listann.
ÓB oddviti framsóknar hefur lýst því yfir að hans flokkur sé óstarfhæfur vegna innanflokksdeilna.
Eigum við ekki að gefa ólafi séns, hann á eftir að standa sig og þessar tölur eiga eftir að breytast uppávið á komandi dögum og vikum.

Óðinn Þórisson, 3.2.2008 kl. 18:35

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við þurfum að drífa í byltingunni. Við látum Dhörmu fá eitthvað heiðursembætti í nýju stjórninni. Hann/hún gæti t.d. verið góð(ur) sem opinber dálkahöfundur í Ríkisblaðinu (eða Ríkisvefnum), gríndálkinum.

Theódór Norðkvist, 4.2.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband