Kaffispjall í Kolaportinu

kolaport 1Eins og í fyrra stóð til að borgarfulltrúar byðu borgarbúum í kaffispjall í Ráðhússalnum á Vetrarhátíð sem nú stendur yfir. Af einhverjum sökum hafði nýr meirihluti allt í einu ekki löngun til að gera þetta og hætti við þennan dagskrárlið Vetrarhátíðar á síðustu stundu.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar höfðu raunar hlakkað til þessa liðar í Vetrarhátíð, það er ekki svo oft að það gefst tækifæri til að setjast niður með borgarbúum og rabba um landsins gagn og nauðsynjar. Þetta heppnaðist einkar vel í fyrra og þar til fyrir skemmstu virtust allir borgarfulltrúar sammála um að þetta væri einstaklega vel heppnað framtak.

kolaport 2Kolaportið hefur verið Samfylkingunni í borginni mikið hjartans mál. Það var t.d. síðasta embættisverk Dags B Eggertssonar sem borgarstjóra að tryggja framtíð Kolaportsins sem til stóð að taka undir bílastæði.

Til að snuða ekki borgarbúa um kaffispjall með borgarfulltrúum bauð því borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar í kaffispjall í Kolaportinu í gær. Það var gríðarleg stemning og óhætt að segja að fólk hafði virkilega þörf fyrir að hitta borgarfulltrúa og spjalla um stöðu mála í borgarpólitíkinni. (Synd og skömm í ljósi þessarar spjallþarfar að ekki skulist nást í sexmenningana í Sjálfstæðisflokknum!)

kolaport 006Yfir 300 manns settust niður með okkur yfir kaffibolla og skúffuköku. Ótal aðrir stoppuðu stutta stund, bara til að spjalla, taka í hendur og láta í ljós skoðanir sínar. Félögum í flokknum fjölgaði talsvert. Rífandi stemning!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

var þetta auglýst eitthvað eða var þetta einn af þessum viðburðum sem maður á bara að vita af ? 

Óskar Þorkelsson, 10.2.2008 kl. 19:01

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Eitthvað auglýst - veit ekki hve vel.

Dofri Hermannsson, 10.2.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Sif Traustadóttir

Flott framtak

Sif Traustadóttir, 10.2.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband