Læmingjaeðlið

Staða Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar er vægast sagt ótrygg og háværar raddir um að hann segi af sér leiðtogasæti í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt kvöldfréttum mun borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks ekki ætla að gera það.

læmingjarSexmenningarnir hafa undanfarna daga þagað þunnu hljóði. Nú, þegar þessar fréttir eru bornar undir þá, segjast þeir mun standa á bak við leiðtoga sinn. Þetta er sama fólk og góðu heilli stoppaði Vilhjálm af í REI ruglinu. Klagaði í Geir. Svoleiðis óhollusta er því miður ekki vel séð í Sjálfstæðisflokknum og þau voru sett út af sakramentinu.

Þess vegna reyna þau núna að sýna Vilhjálmi hollustu þótt þeim sé það þvert um geð. Elta hann fagnandi fram af björgunum frekar en að koma hreint fram við kjósendur og segja eins og er.

Að það er ekki hægt að bjóða Reykvíkingum upp á Vilhjálm sem borgarstjóra, að það voru mistök að taka völdin í borginni með því að setja baráttumálin á útsölu og borgarstjórastólinn á uppboð.

Að í raun er borgin stjórnlaus, að heiðarlegast væri að Vilhjálmur færi frá, nýmynduðum meirihluta slitið og þeim falin stjórn borgarinnar sem bæði njóta trausts og eru ekki of uppteknir af eigin valdabaráttu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það var raunalegt að sjá svipinn á Hönnu Birnu og Gísla Marteini í fréttatímanum áðan. Það var greinilegt af svipbrigðunum að dæma að búið var að múlbinda þau og hýða til hlýðni við FLOKKINN.. sauðaflokkur.

Óskar Þorkelsson, 10.2.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er þetta nú Dagsatt?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2008 kl. 20:11

3 identicon

sammála. Góður pistill hjá þér Dofri.

Þetta er valdabarátta. og leikur að völdum. Þeir gleyma alveg að þeir eru þarna fyrir hönd Reykvíkinga. Stórmennskubrjálæði og ekkert annað.

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 21:35

4 identicon

Þetta er sorglegur flokkur fólks með hauslausan leiðtoga. Það er síðan undarlegt hvernig sjálfstæðismenn snúa öllu á haus í umræðunni. Ef það kemur upp skandall hjá Sjálfstæðsisflokknum þá byrjar hjörðin á því að þeigja, síðan segir formaðurinn hvað honum finnst nokkrum dögum seinna og þá finnst öllum í hjörðinni það sama og allir hafa sömu skoðun, það er engin sjálfstæð hugsun í þessum flokki.

Síðan langar mig til að minnast á Ólaf F og hans framgöngu í sjónvarpi. Það er aumkunarvert að sjá sjálfan borgarstjóra Reykjavíkur fara undan á flótta þegar fréttamenn ganga á hann og spyrja hann spurninga. Ef þeir eru ágengir þá svarar Ólafur bara einhverju út í loftið sem hann þarf síðan að leiðrétta daginn eftir. Þetta er svipað og þegar gaurinn sem leggur alla í einelti spyr eitt fórnarlambið sitt að einhverju, þá titrar röddin og svarið verður eitthvert bull út í bláin, því viðkomandi er svo hræddur að hann myndi helst vilja bara vera heima hjá sér.

Valsól (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 21:46

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Jæja, hvað er annars að gerast hjá Samfylkingunni? Á að sækja um aðild að EES eða ekki?

Júlíus Valsson, 10.2.2008 kl. 22:32

6 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Núverandi ástand í borginni, hvert leiðir það okkur og hver er ábyrgð þeirra sem eru við völdin???   Hver yrði óska staða miðað við núverandi ástand???  Í Silfri Egils var nefnt þjóðstjórn fram að næstu kostningum, er það raunhæft???

Áslaug Sigurjónsdóttir, 11.2.2008 kl. 11:05

7 identicon

Smá pæling.  R-listanum tókst þrátt fyrir allt að stjórna borginni í 12 ár.  Hversu vel má endalaust deila um en miðað við tölur á vef hagstofunnar get ég ekki séð að staða Reykjavíkurborgar hafi versnað miðað við nágrannasveitarfélögin; og þó voru nú Sjálfstæðismenn við völd þar lungan af þeim tíma.

Sjálfstæðismenn fengu síðan umboð til þess að stjórna í Reykjavík í eitthvað um 18 mánuði og hvað gerðist?

OR, REI og GGE, bjórkælirinn frægi í Vínbúð ÁTVR, málefni leikskóla Reykjavíkur einhvernveginn sussuð af borðinu án þess að leggja fyrir svo mikið sem drög að aðgerðaáætlun (hún hefur í það minnsta verið vandlega falin) og nú þegar að þeir komast aftur við stjórnvölin þá eru keypt kofaskrifli við Laugarveg sem að best er hægt að lýsa sem sjónmengun (skil reyndar ekki í að þið í Samfó skulið hafa viljað varðveita þessa hryggð) og nú man Villi greyjið ekki við hverja hann talaði eða um hvað í málefni Orkuveitunnar og REI.

Maður fer að halda að Sjálfstæðismenn hafi verið of vanir stjórnarandstöðu í Reykjavík.  Kannski spurning um að búa til svona aðlögunarprógram fyrir flokka í stjórnarandstöðu ef ske kynni að þeir nái meirihluta aðstöðu.  Svona til þess að koma í veg fyrir að þeir fríki út við breytingarnar. 

Phobos (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband