ENN AF STYRMI

Ritstjóri Morgunblaðsins er enn við sama heygarðshornið og heldur áfram að kasta Staksteinum af þeirri einkennilegu pólitísku heift sem einkennt hefur skrif blaðsins um langa hríð. Á sama tíma og blaðið heimtar afsögn Vilhjálms Þ Vilhjálmssonar (sem ég tek undir) fer ritstjóri þess ítrekað með ósannindi um pólitíska andstæðinga sína (blaðsins?) gegn betri vitund.

Þetta er í hróplegu ósamræmi við þær siðferðiskröfur sem hann gerir til borgarstjóraefnis Sjálfstæðismanna og nú er spurning hvort Árvakur þarf ekki að endurskoða ritstjórnarstefnu sína - eða a.m.k. hvort ritstjóranum grjótglaða er treystandi fyrir orðspori blaðsins.

Um daginn létu ég og ýmsir aðrir þess getið að við hefðum fengið nóg af þessu undarlega háttarlagi Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra, og hefðum því sagt blaðinu upp. Þegar ég hringdi í síma 569 1100 til að segja blaðinu upp þurfti ég að bíða talsvert eftir að röðin kæmi að mér.

Þegar ég svo náði sambandi og sagði frá erindinu fékk ég mjög rútíneraðar spurningar, "má ég spyrja af hverju?" "er þetta af pólitískum ástæðum?" "viltu bæta einhverju við?" Blessuð konan var greinilega búin að taka við nokkrum uppsögnum áður en að mér kom.

Morguninn eftir mun Styrmir hafa boðað til fundar með starfsfólki og sagt Samfylkinguna vera í herferð gegn Morgunblaðinu - sem er út af fyrir sig skemmtilega fórnarlambsleg ályktun. Aðspurður um hvort margir hefðu sagt upp áskriftinni mun ritstjórinn hafa talið 2-3 þekkta einstaklinga á fingrum sér eins og það væru öll ósköpin og eytt svo frekara tali um það. Eitthvað grunar mig þó að uppsagnirnar hafi verið fleiri. 

Samkvæmt staðfestum heimildum munu nokkrir einstaklingar úti í bæ hafa sagt Morgunblaðinu upp með tölvupósti þar sem þeir tilgreindu óánægju með skrif ritstjórans sem ástæðu fyrir uppsögn sinni. Þessir einstaklingar fengu hins vegar ekki vinalega kveðju frá óbreyttum starfsmanni eins og ég heldur var þeim svarað með tölvupósti frá Styrmi Gunnarssyni þar sem þær ástæður fólksins voru harðlega gagnrýndar.

Sjálfum finnst mér hryggilegt að hið annars vandaða blað, Morgunblaðið, sé síendurtekið dregið niður í lágkúru. Þetta getur varla verið hvetjandi fyrir starfsfólk blaðsins sem á hrós skilið fyrir faglegt starf eins og best gerist á landinu. Víst er að þetta fer ekki vel í stóran hóp (mögulegra) áskrifenda.

Er ekki kominn tími til að veita þreyttum hvíld?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er ekki hægt að taka mark á þér Dofri.Þú þykist vera í fýlu við Styrmi Gunnarsson, og segist hafa sagt upp Morgunblaðinu, en heldur svo áfram að notfæra þér Morgunblaðið með því að fá að blogga hjá þeim.Ekki er það nú stórmannlegt.En eins og við var að búast.

Sigurgeir Jónsson, 13.2.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sumir eru bara svoleiðis gerðir að þeir eiga erfitt með að taka gagnrýni og ef gagnrýnin er málefnaleg er það enn erfiðaðra fyrir þá sem vita að þeir eru að reyna að verja vondan  málstað  þá þarf að notast við "sókn er besta vörnin". þetta er svona svipað og verðandi Borgarstjóri reyir að klína REI- skandalnum á Sigrúnu Elsu Smárad.  varamann Dags bara sorglegt.  Úrþví hann gat kennt Degi um þá er það bara að taka sjensinn á einhverjum óþekktum og vona að landsmenn  fatti ekki, nái bara hverjum þetta er að kenna.    Annars þekki ég allavega 4-5 nokkuð þekkta  einstaklinga sem sögðu upp blaðinu núna,  en það er svo þetta með þekkta og óþekkta það er s.s. afstætt hugtak.   T.d. þekki ég fáa eða nokkurn af þessum góðkunningjum Lögreglunnar sem oft eru þó í fréttum allra fjölmiðla líka Moggans.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.2.2008 kl. 18:15

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Mogginn hefur alltaf logið og mun allta ljúga!

Auðun Gíslason, 13.2.2008 kl. 21:22

4 identicon

Sá er þetta ritar áttar sig ekki alveg á því hvaða máli það skiptir hver einstaklingurinn er sem segir upp Mogganum. Er "óþekkti" einstaklingurinn sem segir upp áskrift að Mogganum minna virði fyrir blaðið heldur en "þekkti" einstaklingurinn, Lilja?

Það er mín trú að Íslendingar séu ekki það miklar hópsálir að "óþekktir" einstaklingar flykkist og segi upp áskrift að þó að "þekktur" einstaklingur hafi gert það.  Hver er annars skilgreiningin á "þekktum" og "óþekktum" einstaklingi?  Þetta er nú að mínu mati ískyggilega nálægt sandkassanum og til þess fallið að gera lítið úr íslenskum almenningi.

Vil taka fram að það eru mörg ár síðan ég sagði upp mogganum vegna aur moksturs blaðsins.

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband