Hagrænir hvatar

VGK-hönnun er öðrum til fyrirmyndar í þessu máli. Hjá fyrirtækinu vinna helstu sérfræðingar landsins í umferðarmálum en Umhverfisráð naut meðal annars leiðsagnar þeirra við undirbúning góðrar ferðar til Seattle í fyrra.

Með samgöngustefnunni er VGK-hönnun að bæta hag þeirra sem vilja koma til vinnu með umhverfisvænni hætti en einir í bíl. Staðreyndin er því miður sú að flest fyrirtæki borga stórfé fyrir bílastæði handa þeim sem koma einir á bíl með því að útvega þeim ókeypis bílastæði.

Bílastæði kostar um 3 til 3,5 milljónir og samkvæmt VGK-hönnun má reikna með að kostnaður við hvert bílastæði sé um 20.000 kr. á mánuði. Venjulega fá þeir sem hjóla, ganga eða taka strætó í vinnuna ekki neitt.

Í mörgum erlendum borgum hafa stjórnvöld gert kröfu til fyrirtækja um að þau innheimti raungjald fyrir bílastæði af starfsmönnum. Venjulega er þetta gert þannig að allir starfsmenn fá kaupauka sem jafngildir þeirri upphæð sem kostar að vera með bílastæði. Þannig tapa þeir sem mæta á bíl engu en þeir sem vilja velja hagkvæmari samgöngur geta stungið mismuninum í vasann.

Þetta eru hagrænir hvatar. Þrátt fyrir allt er besta leiðin til breytinga í þágu umhverfisins að tala við budduna.


mbl.is Starfsmenn ferðist ekki einir í bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Þetta er frábært framtak hjá VGK Hönnunar gerð eftir erlendri fyrumynd. Þetta tiðkast mjög viða í BNA, Bterlandi, sums staðar í Skandinavíu.

Í raun ætti að skylda með lögum öll fyrirtæki og alla vinnustaði í stærri þéttbýli,  til að taka upp samgöngustefna á þessum nótum.  Hér er verið að fara einhver skref í að leiðrétta mísrétti gagnvart þeim sem nota ekki gjaldfrjálsu en fokdýru bílastæðin.  Annað er brot á jafnræðisregluna.  Og svo þarf að afnema hlunnindaskatt á samgöngustyrkjum handa þeim sem mæta öðruvísi en á bíl.

Starfsmenn Simans geta fengið strætókort, en þurfa þá að borga hlunnindaskatt. Þeir sem fá gjaldfrjáls afnot af bílstæðum er eki gert að borga hlunindaskatt, þrátt fyrir því að (falda) upphæðin sé í flestum tilvikum mun hærri.

Morten Lange, 19.2.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband