Að axla ábyrgð eða vera flengdur

Það er sjálfsögð krafa til stjórnmálamanna að þeir segi satt. Það fannst Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni líka þegar hann skoraði á Þórólf Árnason fyrrverandi borgarstjóra að segja af sér vegna tengsla hans við verðsamráð olíufélaganna. Þá sagði Vilhjálmur að borgarstjóri hefði farið rangt með og

„Það er mjög alvarlegt mál þegar stjórnmálamenn segja ekki satt og rétt frá. Ég get einfaldlega sagt það að ef ég væri staðinn að svona löguðu þá myndi ég segja af mér."

Nú er eitthvað annað uppi á teningnum. Nú þykist Vilhjálmur hafa axlað ábyrgð þegar hann missti  borgarstjórastólinn sem gerðist hins vegar af því að hann hafði "gleymt" að bera mikilvæg mál undir borgarstjórnarflokkinn sinn sem af þeim sökum varð óstjórntækur vegna innanflokksátaka.

Að axla ábyrgð hefur í mínum huga alltaf falið í sér að taka sjálfviljugur afleiðingum gjörða sinna, t.d. með því að víkja úr sæti í trúnaðarstöðu ef um trúnaðarbrest er að ræða.

Að "lenda í" því nauðugur að missa sæti sitt vegna eigin klúðurs er allt annað og miklu meira í ætt við að fá verðskuldaða rassskellingu.

Það er nú alveg lágmark að borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins þekki muninn á þessu tvennu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er nokkuð viss um að Þórólfur Árnason hefði skilið þá samninga sem Villi skrifaði undir. Sennilega hefði hann verið fær um að semja þá sjálfur.

Það er kostur að stjórnandi stærstu byggðar á Íslandi kunni eitthvað í viðskiptum og rekstri fyrirtækja.

Tími hreppsnefndanna er að mestu liðinn undir lok.

Árni Gunnarsson, 12.2.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta kom honum í koll.Þórólfur Árnason var réttur maður á réttum stað þegar hann var Borgarstjóri og minni sakir hans en Villa litla.Vonandi að fólk muni svo eftir þessu þegar kosið verður næst.

Guðjón H Finnbogason, 12.2.2008 kl. 22:53

3 identicon

Hva, þetta voru aðeins "tæknileg mistök" hjá Villa. Ég bíð spenntur eftir að sjá hversu slæm embættisglöp stjórnmálamenn Sjálfstæðisflokksins þurfi að framkvæma til að þeir sæti ábyrgð. Ísland, Nígería Norðursins!

Gestur (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 01:00

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er enginn heymskur. Aftur á móti eru sumir heimskir.

Theódór Norðkvist, 13.2.2008 kl. 11:29

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Theódór. Kannski er hér um nýyrði að ræða sem er blanda af gleymsku og heimsku!

Dofri Hermannsson, 13.2.2008 kl. 11:36

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, kann að vera, góður.

Theódór Norðkvist, 13.2.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband