Vísbending um þróunina í stjórnmálum

Þetta eru mjög jákvæðar fréttir fyrir Samfylkinguna en að sama skapi hlýtur könnunin að valda Sjálfstæðismönnum enn frekari áhyggjum - voru þær þó nógar fyrir!
Ég ætla þó ekki að gera þau mistök að tala um þessa könnun sem hárnákvæm vísindi - hún er það ekki. Miðað við 95% öryggi eru vikmörkin +/- 4,7% á meðan algeng vikmörk hjá Capacent eru 0,5-2%. Þetta þýðir með öðrum orðum að í stað niðurstöðunnar D - 33,9% og S - 38,8% gætu tölurnar allt eins verið D - 38,8% og S - 33,9 %. Nú eða D - 29,2% og S - 43,5%! Og allt þar á milli.

Nákvæmnin mætti sem sagt vera meiri. Þetta breytir ekki hinu að aftur og aftur mælist Samfylkingin mjög sterk en Sjálfstæðisflokkurinn veikist - sérstaklega í borginni. Það kemur svo sem ekki á óvart. Dagur B Eggertsson uppskar sem borgarstjóri verðskuldaðar vinsældir, fólk var fegið að fá ungt og ferskt fólk að stjórninni í stað ósamstæðra 6 menninga og gamaldags hreppsnefndarformanns sem týndi sér í smáatriðum eins og köldum bjór, hafði ekki samráð um mikilvæg mál og gleymdi að lesa minnisblöðin sín.

Þegar Vilhjálmur og Ólafur F tóku aftur völdin í borginni hafði Samfylkingin í Reykjavík ekki mælst undir 40% þrjá mánuði í röð. Samfylkingin á landsvísu er sífellt að styrkja sig, þvert á spár svartsýnismanna sem töldu það ófrávíkjanlegt lögmál að samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn minnkaði. Það hefur Samfylkingin rækilega afsannað.

Öflugt málefna- og stefnumótunarstarf nefnda, ráða, málefna- og framtíðarhópa undanfarinna ára hefur lagt grunninn að sterku stjórnmálaafli. Samfylkingin er þróttmikið og vaxandi afl í stjórnmálum en Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki hafa náð að endurnýja innviðina og kraftanna.

Allt hefur sinn tíma.


mbl.is Samfylkingin stærst allra flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er það sem gerist þegar það kemur flokkur fram á sjónarsviðið sem er ekki spilltur, þá vex hann á kostnað þeirra sem hingað til hafa haft sviðið og stjórnað eftir geðþótta og með yfirgangi sbr, Davíð Oddsson, Árni Matt, Björn Bjarnason og nú síðast Villi viðutan.

Valsól (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband