Er Kjartan límið í meirihlutanum?

www.visir.is birtir þessa frétt um baráttuna innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um stól borgarstjóra:

Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Kjartan Magnússon hafi verið að kanna hvort hann njóti stuðnings í borgarstjórastólinn ákveði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að stíga til hliðar, sem þykir nánast öruggt. Kjartan þvertekur hins vegar fyrir þetta. „Ég er ekkert að þreifa fyrir mér enda væri slíkt ótímabært," segir Kjartan.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tíðinda að vænta í borgarstjóramálum Sjálfstæðisflokksins á næstu dögum, líklega um helgina. Baráttan um borgarstjórastólinn stendur fyrst og fremst á milli Gísla Marteins Baldurssonar, sem þykir hafa nokkuð sterka stöðu inni í borgarstjórnarflokknum, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem gerir tilkall til borgarstjórastólsins á þeim forsendum að hún er í öðru sæti á lista flokksins í borginni.

Kjartan telur kröfu sína réttmæta í ljósi þess að hann, ásamt Vilhjálmi, var arkitektinn að núverandi meirihlutasamstarfi með F-listanum, Auk þrímenninganna hefur Júlíus Vífill Ingvarsson einnig verið að þreifa fyrir sér. Möguleikar Kjartans og Júlíusar Vífils felast fyrst og fremst í því að ekki náist sátt um Gísla Martein eða Hönnu Birnu. Heimildir blaðsins herma enn fremur að beðið sé eftir því hvort Vilhjálmur komi með uppástungur að eftirmanni sínum, víki hann til hliðar. Það mun vera vilji flokksforystunnar að borgarstjórnarflokkurinn leysi úr þessu.

Það eru þung rök að Kjartan er arkitektinn að núverandi meirihluta og mun vera góður vinur Ólafs F, núverandi borgarstjóra. Til að jafn veikur og ósamstíga meirihluti og þessi tolli saman þarf að ríkja mikið traust á milli lykilmanna. Það er ekki víst að Ólafur treysti neinum betur en Kjartani, ef Vilhjálmur gefur stólinn frá sér. Kannski er Kjartan eina límið sem dugar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég ætla að fara út fyrir efnið með Jóni Kristófer.

Í Ríkisútvarpinu voru tvær fréttir í gær: Þessi í hádeginu og þessi í kvöldfréttum. Nokkrir ráðherrar Samfylkingarinnar hafa ítrekað lýst því yfir að álver í Helguvík væri ótímabært og enn hefur Skipulagsstofnun ekki úrskurðað um kæru Landverndar þar sem krafist er að fram fari heildstætt umhverfismat á framkvæmdinni, en það hlýtur að vera eðlilegt að slíkt mat fari fram áður en ráðist verður í að virkja, leggja línur og reisa enn eitt álverið á suðvesturhorninu.

Eftir því sem ég best veit hefur nýtt aðalskipulag ekki verið auglýst í Ölfusi vegna nýrra virkjana á Hellisheiðarsvæðinu, ekki er búið að úrskurða um Bitruvirkjun og væntanlega verður henni hafnað af umhverfisástæðum og álver í Helguvík hefur ekki fengið úthlutað mengunarkvóta - og fær vonandi ekki.

Hvernig má þá vera að Árnarnir tveir, Sigfússon og Mathiesen tali á þeim nótum sem þeir gera í þessum útvarpsviðtölum og láti eins og álverið sé þegar orðinn hlutur og allt verði í sóma og blóma? Hvað gengur þeim til?

Mikið veltur nú á Þórunni umhverfisráðherra og allir fylgjast spenntir með framvindu mála.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.2.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

Kjartan er arftaki límsins fyrir þennan blessaða meirihluta. Það hefur komið fram að hann átti stóran þátt í hann var myndaður.

Með réttu á Hanna Birna að taka við. Hún er númer tvö á lista. Öll skynsamleg rök hníga að því. En því miður hefur skynsemin dottið úr orðabókunum í Valhöll s.l. mánuði, því getur allt gerst í þessu máli.

Heiðar Lind Hansson, 14.2.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Sævar Helgason

Er núna svo komið fyrir Sjálfstæðisflokki í borgarstjórn að sá sem á besta límið er best til forystu fallinn ?

Ætlar ruglið engan enda að taka ? 

Sævar Helgason, 14.2.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

ef marka má glæsilega frammistöðu gísla marteins í kastljósi þá ætti hann að koma til greina en aðalvandamálið er kanski það er svo mikið af hæfileikaríku fólki í borgarstjórnarflokki sjálsstæðisflokkins að þau koma í raun og veru öll til greina

Óðinn Þórisson, 14.2.2008 kl. 18:12

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er ekki tími tveggja borgarstjóra kominn aftur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.2.2008 kl. 19:00

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég styð Kjartan þó ekki væri nema út á nafnið - Hann er líklega sá sem að ég tel ólíklegastan til að vera með hnífana á lofti í núverandi meirihluta :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.2.2008 kl. 23:48

7 identicon

Öll vitum við að það er ekki nokkur  / borgarfulltrúi / ráðherra/ þingmaður (kona) sem  gerði neitt rangt , og hefur aldrei gert neitt rangt,   hvorki í  málum höfuðborgarinnar , né heldur  í landsbyggðarmálum , og þess vegna þarf ekki nokkur lifandi eða dauður /ráðherra /þingmaður (kona)  /borgarfulltrúi/, að skella á axlirnar á sér auka  pundi  af ábyrgð til að rogast með (nema ef vera skildi að sá hinn sami hafi misst sig í ofáti  í góðærinu margumtalaða og er í dag í ofsahlutabréfamegrun sem er víst vinsælasti megrunarklúbburinn í dag   ) og eigi svo þungt hlass af hlutabréfum í  fallandi fyrirtækjum ,,fyrirtækjum sem falla hraðar  til jarðar en handónýtar geimskutlur okkar besta vinar,, STÓRA BRÓÐUR ,, í vestrinu..Sumir eru  enn að hamast í djöfulmóð  að halda öllum kílóunum sínum. ,,, þeim verður ekki bjargað ,,,Við  hin smáu og fisléttu  skulum  láta af hendi rakna sáluhjálparaðstoð í nafni ,,fyrstu hjálpar á slysstað ..við bara hjálpum þeim ,það er aldrei að vita ,,þau gætu munað eftir okkur þegar við erum í frjálsu falli ,,en þegar á það er litið raunsætt  ,Engar líkur á hjálp frá þotuliðinu.

við hin litlu og heimsku, sitjum heima ,við  fengum aldrei far í ofsaskutlunni á ofsahraða svo vel kynntar  slóðir , ,slóðir svikinna loforða  ,,en við bara,, bíðum og við bíðum,,, og við bíðum ,, ,sá síðasti kemur fyrstur ,við skulum aldrei gleyma því.

°PRAKKARI (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 02:36

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er núna svo komið fyrir Sjálfstæðisflokki í borgarstjórn að sá sem á besta límið er best til forystu fallinn?

Spyr Sævar Helgason.

Hægt er að fá ágætis lím í Húsasmiðjunni, bæði tonnatak og ýmsar aðrar tegundir. Fyrst það er búið að leyfa auglýsingar á blogginu.

Theódór Norðkvist, 15.2.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband