Davíð segir Villa að sitja sem fastast

Einhverra hluta vegna er Mogginn ekki fyrstur með þessa frétt þrátt fyrir innmúraða vináttu ritstjórans við bankastjóra Seðlabankans. Visir.is segir svo frá:

Davíð Oddsson, Seðlabankastjóri og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur undanfarna daga lagt hart að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins að halda sínu striki þrátt fyrir mótbyr.

Davíð hefur verið í góðu sambandi við Vilhjálm undanfarna daga og hringdi meðal annars til Vilhjálms um helgina til að stappa stálinu í hann. Samkvæmt heimildarmönnum Vísis kom skýrt fram í samtölum þeirra að Davíð hvatti Vilhjálm til að halda sínu striki eins og ekkert hefði í skorist. Davíð mun meðal annars hafa hvatt Vilhjálm til að aðhafast ekki neitt, ekki gefa neina yfirlýsingu heldur standa af sér mótbyrinn sem hann mætir þessa dagana.
Vilhjálmur hefur legið undir ámæli fyrir óvönduð vinnubrögð í tengslum við REI-málið svokallaða síðastliðið haust og lýsti því yfir á blaðamannafundi fyrir rúmri viku að hann hygðist hugsa sinn gang í ljósi þeirrar gagnrýni sem hann hafði orðið fyrir.

Fyrir liggur að Vilhjálmur mun að öllu óbreyttu taka við sem borgarstjóri í byrjun næsta árs samkvæmt samningi Sjálfstæðisflokksins og F-lista og óháðra. Geir H. Haarde, formaður flokksins, sagði í Silfri Egils á sunnudag að hann vænti þess að óvissunni í kringum framtíð Vilhjálms yrði eytt í þessari viku. Afstaða Geirs gerir það líklega að verkum að Vilhjálmur mun koma með yfirlýsingu um framtíð sína í vikunni, sennilega á morgun.

Ekki er gott að segja hvað fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins gengur til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svandís Rós

Vantar Davíð ekki bara "peð" sem hann getur stjórnað? Skil ekki í Davíð (sem er farinn úr pólitík?) að vera skipta sér svona af því sem  honum kemur ekki við! Hann er ekki lengur formaður sjálfstæðisflokksins og verður að leyfa núverandi formanni að sjá um að vinna sína vinnu. Sjálfur ætti hann að einbeita sér að vaxtaverkjum Seðlabankans

Svandís Rós, 19.2.2008 kl. 12:39

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Davíð er þannig maður að hann getur ekki hætt að skipta sér að enda með eindæmum ráðríkur. En skelfilegt er að hafa þennan mann í seðlabankanum, manni finnst að hann hefur ekki mikið vit á málunum þar.

Úrsúla Jünemann, 19.2.2008 kl. 12:53

3 identicon

Rifjaðu það upp mér Dofri.... er ekki Geir Haarde örugglega formaður Sjálfstæðisflokksins og Davíð orðinn embættismaður við Arnarhól? Eigum við ekki að styðja þessa læmingatendens Villa & co.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er af og frá að valdafíkinn maður eins og Davíð Oddsson, sem hefur haft mikil völd mjög lengi, sé tilbúinn til þess að slíta tengslin og láta skyndilega af stjórnartaumunum. Ef hann telur sig geta stjórnað í gegnum Vilhjálm eða aðra þá gerir hann það. Og ef Vilhjálmur er tilbúinn til að vera strengjabrúða Davíðs er hann meiri lufsa en margur hélt.

En ég er ekki ennþá búin að fá fullnægjandi svar við því, hvers vegna Vilhjálmur (Davíð?) og hans ráðgjafar (Davíð?) voru tilbúnir til að misnota veikan mann og leggja svo gríðarlega mikið í sölurnar (Sjálfstæðisflokkinn?) til að ná meirihlutavöldum aftur í borgarstjórn.

Ennþá er ég á þeirri skoðun að það hafi verið OR og REI = orkuauðlindir, virkjanafíkn, gróðabrask einstakra manna. Getur einhver staðfest það, bætt um betur eða gefið skýrt svar?

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 14:02

5 Smámynd: Tiger

Ótrúlegt hvað karlinn gamli er límfastur með fingur á brúðustrengjum ósjálfstæðismanna í borginni - og landinu - landinu hans! Maður þarf líklega að bíða heilan mannsaldur áður en maður sér fingraför einhvers annars en Davíðs í ósjálfstæðum flokksmönnum. Hlýtur að vera erfitt fyrir Landspabba að vera fastur í tveim svona stórum embættum - höfuð og herðar ósjálfstæðra í landinu og bankastjóri í aukaverkum. Fuss...

Tiger, 19.2.2008 kl. 14:30

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvaða kostur er góður í þessari stöðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Ekki kem ég auga á hann. Hafin er á ný valdabarátta innan borgarstjórnarflokksins og ekki líklegt að allur muni fara ósárir frá þeim slag.

Mínar vonir standa til þess að flokkurinn álpist á versta kostinn, en hver hann er, það sé ég nú bara ekki fyrir víst.  

Árni Gunnarsson, 19.2.2008 kl. 14:41

7 identicon

Dabbi fílar sig sem kóng Íslands og hann stjórnar eflaust öllu á bakvið tjöldin, einu sinni fannst mér Dabbi fínn gaur, í dag þoli ég hann alls ekki; ég fæ grænar bólur bara við að heyra hann nefndan.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 17:55

8 Smámynd: Ég

En hver lekur upplýsingum um svona símtöl? Það hlýtur að vera þröngur hópur sem veit svona nákvæmlega hvernig samskiptum þeirra tveggja var háttað um helgina?

Ég, 19.2.2008 kl. 18:12

9 Smámynd: Sævar Helgason

Hún er merkileg skoðanakönnunin sem gerð var fyrir Stöð 2 um borgarstjórnarstöðuna ef kosið væri núna.

Sjálfstæðisflokkur fengi um 30%

Samfylkingin fengi 46 %

Vinstri Græn fengju 16 %  

Hinir flokkarnir  með milli 2 og 3 % hver

Hanna Birna hefur mest álit sem borgastjóraefni Sjálfstæðisflokks eða 43 %

Gísli Marteinn  fengi um 17 %

Vilhjálmur Þ V   fengi um 12 %

Allt athyglisverðar tölur 

Sævar Helgason, 19.2.2008 kl. 19:19

10 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þessi frétt passar varla við sögurnar um klofninginn í sjálfstæðisflokknum þar sem Gísli Marteinn átti að var í liði með Birni Bjarnasyni og Davíð en Villi í hinu liðunu.  Kannski er þessi klofningur ekki til staðar, eða ristir grunnt.

Þorsteinn Sverrisson, 19.2.2008 kl. 19:40

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Eða hitt að það beri ekki að líta á það sem stendur á Vísi sem heilagan sannleik.  Það hefur margur stjórnmálamaðurinn farið flatt á því að eltast svið slúður.

G. Tómas Gunnarsson, 19.2.2008 kl. 20:00

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Erlingur... það var ekkert að marka könnun visir.is - nákvæmlega ekkert. Hún var fölsuð. Ég sendi eftirfarandi fyrirspurn á þrjá tölvufræðinga og fékk athyglisverð svör:

Mig langar að spyrja þig hvernig getur staðið á því að könnunin sem nú er á vefsíðunni http://www.visir.is/ getur breyst eins hratt og raun ber vitni - ég trúi ekki mínum eigin augum.

Spurt er:  Á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að segja af sér í kjölfar skýrslu stýrihópsins um REI? Svarmöguleikar eða Nei að venju.

Fyrir um það bil 2-3 tímum var svarhlutfallið þannig að um 72% höfðu sagt .

Nú hef ég setið fyrir framan tölvuskjáinn og horft á þessa tölu hrapa svo hratt að það er hreint með ólíkindum. Ég geri ráð fyrir að einhver hundruð eða einhver þúsund manns hafi tekið þátt í könnuninni svo prósentutalan hreyfist ekki hratt við hvert atkvæði. Á hálftíma hafa tölurnar hins vegar breyst úr því að vera um 70% - 30% Nei í að vera um 49% - 51% Nei.

Hvernig er þetta hægt? Nú á hver og einn ekki að geta kosið nema einu sinni og þótt allur Sjálfstæðisflokkurinn hafi greitt atkvæði síðasta hálftímann hefðu tölurnar ekki getað breyst svona hratt, svo mikið veit ég. Ekki heldur þótt einhver hægrisinnaður tölvunörd hafi setið við tölvuna sína, eytt smákökunum, "refreshað" og kosið aftur.

Eru þeir hjá Vísi að falsa niðurstöðurnar eða geta kerfisstjórar úti í bæ greitt 100 atkvæði í einu eða eitthvað slíkt?
Það verður augljóslega ekkert að marka niðurstöðu þessa Kjörkassa Vísis, svo mikið er augljóst.

Fyrir um korteri skipa um spurningu í kjörkassa Vísis...
Þegar svörin voru orðin:  Já = 49,9%  og Nei = 50,1% var komið með nýja spurningu.
Grunsamlegt?
-----------------------------------------------------
Svör:

Steingrímur:
Auðvelt er fyrir þá sem að kunna að skrifa lítinn JAVAscript bút sem að kýs í sífellu frá sömu IP tölunni & eyðir sjálfkrafa þeirri 'köku' sem að liggur á vafra kjósandans sem að á að koma í veg fyrir að sami aðilinn geti kosið oftar en 2svar.

 

Kári:
Ég er sammála Steingrími.  Það er mjög sennilegt að það sé "kaka" í browser sem á að sjá til þess að sami aðili kjósi ekki oft. 
Ef kökunni er hent út getur sami aðili kosið aftur.

Elías Halldór:
Það er hægt að keyra svona lagað í skriptu sem gefur nokkur atkvæði á sekúndu. Það er ekki nauðsynlegt að nota heilan vafra í svona lagað, til eru ýmis smáforrit sem geta gert allt sem vafrar gera nema sýna úttakið á grafískan hátt.

Einmitt núna er ég að horfa á núverandi könnun fara úr 7% já uppfyrir 20% á undraverðum hraða á meðan ég keyri eftirfarandi skipun héðan úr tölvunni minni:  while true ; do echo "ID=899&req1=1&polltype=5&max=1&q1=1" | POST "http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/poll?Category=FRETTIR&Mini=1&W=100&H=60" ; done
Hlutfallið breyttist úr 7-93 í 40-60 á um það bil þremur mínútum. Engar kökur voru sendar.
------------------------------------

Nákvæmlega sami hluturinn gerðist þegar spurt var hvort fólk vildi að Vilhjálmur Þ. yrði borgarstjóri. En þótt úrslitin væru augljóslega fölsuð birti Fréttablaðið niðurstöðurnar athugasemdalaust.

Það er því nákvæmlega ekkert að marka þessar niðurstöður - eða Kjörkassann yfirleitt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband