Man hann það að ári?

Þetta er með ólíkindum. Dharma, ég samhryggist.

Í tilefni af vandræðagangi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins rifjaði Egill Helgason upp tilvitnun í Napoleon; Ekki trufla andstæðinginn þegar hann er að gera mistök! Mikið til í því.

Var samt svona að þetta færi að skána, borgarinnar vegna. Hver veit hvað gerist næst?


mbl.is Vilhjálmur ætlar að sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég samhryggist þér, Dorfi og þínu hisski, plottið ykkar gekk ekki upp. Nú brjálist þið öll, ekki sýst sú súra Svavarsdóttir, höfundur plottsins. Hún hatar Vilhjálm fyrir að hrifsa völdin af sér, málið er einfalt. Plott hennar gekk út á að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn með því að ljúga alls konar bulli upp á Vilhjálm og þykjast algjörlega saklaus sjálf. Krefjast þess að hann lýsti því yfir með 14 mánaða fyrirvara hvort hann ætlaði sér að verða borgarstjóri eða ekki. Satt best að segja hafa áhyggjur mínar af því hver verði borgarstjóri eftir 14 mánuði ekki valdið mér svefnröskun ! Jæja, núna getið þið Samfylkingarfólk grenjað í nokkra mánuði, góða skemmtun. Við sjálfstæðismenn ætlum að sameinast um Vilhjálm.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 10:31

2 Smámynd: Ár & síð

Alltaf örugg lausn að sameinast um lægsta samnefnara.
Matthías

Ár & síð, 23.2.2008 kl. 11:12

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he Örn er fyndin gaur.. gott hjá ykkur sjálftektarmönnum að sameinast um Vilhjálm.. slæmt fyrir borg og íbúa, en gott fyrir pólitíkina. Það er komið sm+a sjálfseyðing í gang í sjálftektarflokknum og græt ég það ekki.

Óskar Þorkelsson, 23.2.2008 kl. 12:04

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hvernig er hægt að ætlast til að hann muni það,  greyið,  berandi  alla þessa ábyrgð á herðum sér.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.2.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband