Grasrótin segir stopp

Hinn almenni Sjálfstæðismaður er búinn að fá nóg af ruglinu í borginni. Hverfafélögin eru að rísa upp til að segja það sem sexmenningarnir hafa ekki döngun í sér til að segja - "Villi farðu heim!"
M.a.s. sjálfstæðiskonur eru hættar að "kóa" með ástandinu.

Það er tvennt sem aftrar sexmenningunum frá því að segja það sem þeim finnst.

  1. Þau eru í innbyrðis valdabaráttu um leiðtogasætið og
  2. hvert um sig er hrætt um að verða útmálað sem Brútus og að eiga sér ekki viðreisnar von vegna svikastimpilsins.

Þetta eru mistök. Auðvitað er fátt um góða kosti í stöðunni en þó hlýtur alltaf að vera skást að fylgja sannfæringunni. Þá getur maður alla vega tapað sáttur. Þau eru hins vegar búin að missa af því tækifæri. Allt stefnir í að grasrót Flokksins sé að bresta þolinmæðina.

Hún lýsir vantrausti á Villa - og í því felst um leið vantraust á öllum þeim kjörnu fulltrúum sem undanfarna daga hafa farið eins og kettir í kringum heitan graut. Öllum borgarfulltrúunum sem hafa flúið út um kjallaradyr og brunastiga, hunsað skilaboð blaðamanna og gert allt til að forðast að segja meiningu sína.

Það er hæpið að grasrótin treysti þessu fólki næst þegar verður valið á lista.


mbl.is Hverfafélag vill ekki Vilhjálm sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Dofri, þegar afskipti Sjálfstæðisfólks af innri málefnum koma upp á yfirborðið og "fórnarlambið" er líklegt til vinsælda og atkvæðasöfnunar segði þið vinstra fólk að grasrótin tali. Ef "fórnarlambið" er einskis virði segið þið að flokkseigendafélagið ráðskist með viðkomandi. Broslegt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem fréttablaðið birtir í dag.

Óðinn Þórisson, 24.2.2008 kl. 10:44

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Skoðanakönnunum er nú ekki alltaf treystandi, Óðinn...  sjá hér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.2.2008 kl. 10:48

4 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta var 800 manna útrak

87,3 % svöruðu svöruðu spurningunni um stuðning við ríkisstjórnina, 71 % af þeim voru fylgjandi ríkisstjórninni... Ríkisstjórnin má vel við una.  Svarhlutfall er mjög hátt.

63,3 % svöruðu spurningunni um fylgi við flokkana , 40,1 % af þeim  lýstu stuðningi við sjálfstæðisflokk  35,2 % af þeim lýsti stuðningi við Samfylkingu.   Svarhlutfall er mjög lágt.  um 300 manns af þessum 800 svara ekki spurningunni.

En fréttir segja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ætli í dag að svara til um framtíð sína.  

Sævar Helgason, 24.2.2008 kl. 11:33

5 Smámynd: Einar Jón

Mér finnst alveg sorglegt hvað allir hinir borgarfulltrúarnir eru duglegir að styðja Villa, og það rýrir traust mitt á þeim öllum.

Svo maður vitni í Obi-Wan Kenobi: "Who's the more foolish: The fool, or the fool who follows him?". Ekki það að ég sé að gefa í skyn að Villi sé vitleysingur

Einar Jón, 25.2.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband