Vandanum frestað

Þetta er ákvörðun um að taka ekki ákvörðun en vona að ákvörðunin taki sig sjálf einhvern tímann á næstu 12 mánuðum. Nokkuð dæmigert fyrir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins.

Næstu mánuðir munu því verða langdregið leiðtogaprófkjör á milli Villa, Hönnu Birnu og Gísla Marteins. Mikill tími mun fara í innri baráttu þeirra og hrossakaup. Þetta er ekki gott fyrir borgina.


mbl.is Ákvörðun síðar um borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er ekki gott fyrir neinn og ég finn til með starfsfólki borgarinnar. Það hlýtur að vera erfitt að vinna fyrir svona húsbændur og vita aldrei hvað gerist á morgun, hvað þá í næstu viku eða næsta mánuði.

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.2.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Nákvæmlega!

Sigurður Viktor Úlfarsson, 24.2.2008 kl. 16:26

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Trúverðugleiki Vilhjálms hefur rýrnað hratt. Ég held að þetta verði ekki til framdráttar fyrir flokkinn. Ég vorkenni borgarstarfsmönnum, það er örugglega skrýtið að vera embættismanneskja í ráðhúsinu um þessar mundir.

Anna Karlsdóttir, 24.2.2008 kl. 16:29

4 Smámynd: Sævar Helgason

Í fréttum eru sagnir um stórfellt lóðabrask vina og kunningja Vilhjálms tengt lóðum í Örfirisey... Og umboðsmaður Alþingis hefur sent Vilhjálmi bréf með erfiðum spurningum varandi REI málið .

Þannig að það eru næg verkefni fyrir oddvitann og fréttahaukana framundan.

Sævar Helgason, 24.2.2008 kl. 16:55

5 Smámynd: Helga skjol

kvitt kvitt,búin að lesa.

Helga skjol, 24.2.2008 kl. 19:14

6 Smámynd: Ingólfur

Hvað um trúverðugleika þeirra sem styðja Vilhjálm í þessari vitleysu?

Ingólfur, 24.2.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband