Hvað ef þetta væri landsliðið í handbolta?

Fyrirliðinn gleymdi stöðugt að segja liðinu frá leikfléttunum og stundum í hvort markið hann á að skora? Línumaðurinn, skyttan og hornamennirnir væru að farast úr pirringi - ekki síst af því hver þeirra um sig er sannfærður um að hann væri sjálfur miklu betri fyrirliði.

Er framundan langur kafli glataðra (tæki)færa þar sem enginn gefur á hinn af því allir ætla að skora sjálfir?


mbl.is Þrjú gefa kost á sér í borgarstjóraembættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu Dofri að ég veit satt að segja ekki hvernig spilast úr svona leik, sjálfstæðisflokkurinn klofinn í herðar niður, a.m.k.  þriggja arma sveit, svo er F listinn, í forsvari fyrir þessu, en allir efstu menn þar eru úr Íslandshreyfingunni, þau eru líka klofinn í að minnsta kosti tvo arma, og annar þeirra a.m.k.  þ.e. Margrét hefur lýst því yfir að hún ætli ekki að framfylgja þeim kosningaloforðum sem hún gaf í kosningunum.  Þetta er betra en Daríó Fo ef það væri ekki svona sorglegt, og svo mikið í húfi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 10:14

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.2.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.2.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

ég held að það verði að skipta um oddvita hjá sf fyrir næstu kosningar. sf verður að hafa oddvita sem lokar ekki hurðum heldur er opinn og tilbúinn að ræða við alla og ekki með fordóma fyrir samstarfi við ákveðna flokka

Óðinn Þórisson, 25.2.2008 kl. 21:22

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég vildi bara að þessir borgarfulltrúar í nauma meirihlutanum myndu snúa sér loksins að starfinu sínu, þ.e. að sinna brýnustu málunum í borgarpólitíkinni. En þeir eru ennþá bara að hugsa hvernig hægt er að tryggja sér feitustu embættin. Þeir voru ekki kosnir til þess!

Úrsúla Jünemann, 25.2.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband