Skortur á enskukunnáttu eða...?

Ég er svo sem enginn snillingur í ensku. Ég get þó með góðum vilja klórað mig fram úr kafla OECD skýrslunnar um stöðugleika og stóriðju. Af öllum sólarmerkjum að dæma virðist ég mega vera nokkuð ánægður með það því blaðamenn Mbl.is og þýðendur fjármálaráðuneytisins virðast hafa fallið á þessu enskuprófi.

Skoðum þennan kafla:

To the extent possible, new large-scale power-intensive investments should be phased in once macroeconomic imbalances have been corrected.

More generally, such large-scale public investments are inherently risky and, even though they appear to be profitable, they give rise to substantial contingent liabilities for the government.

A lack of transparency makes it impossible to evaluate whether public utilities earn appropriate returns for the use of natural resources, the environmental costs and the risks they are taking on.

No major investments in energy-intensive projects, including those already in the planning phase, should proceed without prior evaluation within a transparent and comprehensive cost-benefit framework (including environmental impacts and inter-generational effects).    

Samkvæmt skilningi Mbl.is er þetta inntakið:

Best væri ef hugsanlegar nýjar orkuframkvæmdir gætu bæst við í áföngum. OECD segir, að slíkar framkvæmdir megi þó ekki hefjast nema að undangenginni gegnsærri hagkvæmniathugun þar sem m.a. sé hugað að umhverfisáhrifum. 

Þarna virðist "to the extent possible" vera orðið "best væri". Ég er ekki viss um að Guðni rektor hefði gefið rétt fyrir það.

Þorsteinn Siglaugsson bendir á það í athugasemd á þessu bloggi að þýðendur fjármálaráðuneytisins eru ekki alveg klárir á hinni engilsaxnesku tungu heldur. Þorsteinn segir þetta um málið:

Í skýrslunni segir: Large-scale aluminium-related investment projects are relevant both from a stabilisation and a longer-term prosperity perspective.  

Rétt þýðing væri: Stór fjárfestingaverkefni tengd álframleiðslu hafa áhrif á stöðugleika og hagvöxt til lengri tíma.  Þ.e. verkefnin eru "relevant" þegar lagt er mat á stöðugleika og hagvöxt (og eins og segir síðar hefur alls ekki verið sýnt fram á að þau séu arðbær). 

Ríkisþýðingin: "Stóriðjuverkefni tengd áli skipta máli, bæði fyrir stöðugleika og velmegun til lengri tíma."  Nú eru verkefnin allt í einu orðin grundvöllur stöðugleika ...  ... sem er eiginlega í mótsögn við framhaldið þar sem nánar er skýrt í hverju áhrifin felast:

"Slík verkefni eru að hluta orsök núverandi ójafnvægis og hætta er á að ný slík verkefni hefjist áður en efnahagsjafnvægi er náð."

 

Það er kannski frétt ef ráðuneytið er tekið að falsa skýrslur!

Það er ekki annað hægt en að taka undir með Þorsteini en hitt finnst mér ekki minni frétt að fyrir utan Mbl.is og fjármálaráðuneytið, sem féllu á prófinu, hefur ekki nokkur einasti fjölmiðill treyst sér í þá mögnuðu rannsóknarblaðamennsku að þýða 20-30 línur úr ensku - með einni heiðarlegri undantekningu en traustasta fréttastofa landsins á ríkisútvarpinu gerði þessu góð skil í 6 fréttum í gær.

What´s the problem?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Byrjum á tilvitnun:

"Í skýrslunni segir: Large-scale aluminium-related investment projects are relevant both from a stabilisation and a longer-term prosperity perspective. 

Rétt þýðing væri: Stór fjárfestingaverkefni tengd álframleiðslu hafa áhrif á stöðugleika og hagvöxt til lengri tíma.  Þ.e. verkefnin eru "relevant" þegar lagt er mat á stöðugleika og hagvöxt (og eins og segir síðar hefur alls ekki verið sýnt fram á að þau séu arðbær). 

Ríkisþýðingin: "Stóriðjuverkefni tengd áli skipta máli, bæði fyrir stöðugleika og velmegun til lengri tíma."  Nú eru verkefnin allt í einu orðin grundvöllur stöðugleika ...  ... sem er eiginlega í mótsögn við framhaldið þar sem nánar er skýrt í hverju áhrifin felast:

Að mínu mati er ríkisþýðingin nákvæmari þar sem "relevant" þýðir þarna það sem skiptir máli og vissulega skipta stór fjárfestingaverkefni máli fyrir stöðugleika og hagvöxt til lengri tíma litið.

Að þetta orðalag skuli gera verkefnin að grundvelli stöðugleika, skil ég ekki. Enn hæpnara er að segja að þýðendur ráðuneytisins hafi fallið á einhverju prófi og að tala um falsaðar skýrslur er auðvitað hreinasta bull.

Svona greinar er tilvalið að leggja fyrir starfandi þýðendur og fá faglegt álit á þýðingunni áður en sleggjudómarnir hefjast. 

Gísli Ásgeirsson, 29.2.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Guðni rektor kenndi mér ensku á sínum tíma (með alveg þokkalegum árangri) og ég hugsa að hann hefði á góðum degi gefið Mogganum og ríkinu 8.5 til 9 fyrir þetta.

Baldur Fjölnisson, 29.2.2008 kl. 18:01

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ósammála ykkur öllum þremur - var líka í tímum hjá Guðna sem mig grunar að hefði fellt viðkomandi. Mogginn er vægast sagt ónákvæmur og sleppir meginatriðum málsins en ráðuneytið snýr merkingunni við.

Dofri Hermannsson, 1.3.2008 kl. 14:20

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hjá öfgamönnum helgar tilgangurinn meðalið.Ef einhversstaðar er er minnst á ál þá er mað öllum brögðum reynt að gera hlutina tortryggilega.Ríkisstyrktir leikarar, leikarar voru til forna nefndir hirðfífl,í öllum flokkum standa saman. 

Sigurgeir Jónsson, 2.3.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband