Gott gengi Samfylkingar

Samfylgingin nýtur hækkandi fylgis í skoðanakönnunum að undanförnu. Þetta er auðvitað ósköp notalegt og mun skemmtilegra en þegar fylgið er lágt - eins og var t.d. fyrir réttu ári. Eitthvað um 18% þegar það var lægst, ef ég man rétt.

Það er hins vegar ekki verið að kjósa núna svo þetta er svona álíka ánægja og þegar hlutabréf manns (ef einhver eru) hækka að verðgildi þegar maður er ekki að fara að selja. Það er gengið á söludegi sem skiptir máli.

Hækkandi fylgi gefur þó vísbendingar um að Samfylkingin sé á réttri leið með þau mál sem hún setti á oddinn í kosningum í fyrra. Það sést vel í aðgerðum ríkisstjórnarinnar gagnvart öldruðum og öryrkjum, gagnvart börnum auk þess sem nýr tónn hefur verið sleginn í byggðastefnu þar sem stórefling samgangna, menntunar og fjarskipta er grundvallarmál.

Neytenda- og samkeppnismál hafa líka verið áberandi og þar er greinilega verið að vinna gott starf auk þess sem viðskiptaráðherra er nú með mál í þinginu um að heimila fyrirtækjum að gera upp í erlendri mynt. Þetta er gríðarlega þýðingarmikið mál sem mun auðvelda og hvetja til erlendar fjárfestingar í íslenskum fyrirtækjum.

Umhverfis- og iðnaðarráðherra hafa í sameiningu slegið nýjan tón í iðnaðar- og virkjunarmálum, vinna við rammaáætlun um náttúruvernd og aðra nýtingu náttúrusvæða er komin á fullan skrið og Landsvirkjun hafa verið gefin skýr skilaboð um að nóg sé komið af raforkuframleiðslu fyrir álbræðslur. 

Það er þó erfitt að kenna gömlum hundi að sitja eins og sást á frétt verðlaunablaðamannsins Kristjáns Más Unnarssonar en þar átti forstjóri LV metsprett og náði að telja þjóðinni (og blaðamanni?) trú um að það þyrfti að virkja Þjórsá til að 24 MW netþjónabú kæmist í rafmangssamband. 

Stærsta spurningin í orku- og umhverfismálum núna er hvað nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar að gera varðandi Bitruvirkjun og orkuöflun fyrir hugsanlegt álver í Helguvík.

OECD tók í vikunni af allan vafa um ágæti framkvæmda í Helguvík - það væri glapræði, segir OWCD  og fresta ætti eins og framast er unnt öllum stóriðjuframkvæmdum þar til búið er að ná stöðugleika í efnahagslífið. Þeir stjórnmálamenn sem hafa gert Helguvíkurálver að tilgangi og takmarki síns pólitíska starfs þurfa að endurskoða afstöðu sína ef þeir taka hagsmuni þjóðarinnar fram yfir innri baráttu um leiðtogasæti. Við slíka íhugun er gott að hafa í huga örlög sjálfstæðismanna í borginni.

Sem ber okkur aftur að gengi í skoðanakönnunum. Nýtt íslandsmet í vantrausti hlýtur að vera borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins þungbært. Vandræðagangur þeirra gengur svo langt að það gleður mann ekki vitund sem andstæðing í pólitík. Þvert á móti stendur maður sjálfan sig að því að finna til djúpstæðrar samúðar með Villa og sexmenningunum. Þó þau geti sjálfum sér um kennt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samfylkingin nýtur greinilega stjórnarsamstarfsins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Áfram veginn

Guðjón H Finnbogason, 1.3.2008 kl. 17:17

3 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Það er í raun alveg óskiljanlegt hvernig sjálfstæðisflokkurinn hefur farið að ráðum sínum. Það er eins og þau skynji ekki þá aðstöðu sem þau eru komin í. Bara fatti ekki ástandið.  Fylkjumst saman um betri borgarstjórn.

Steinunn Þórisdóttir, 1.3.2008 kl. 17:36

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gott gengi Samfylkingarinnar er fyrst og fremst því að þakka að fólk er farið að trúa því að öfgafólk í umhverfismálum ráði ekki stefnu flokksins, heldur sé fyrst og fremst upp á punt. Því miður er samt alltaf hætta á því að öfgafólkið skaði Samfylkinguna eins og sást berlegast í sjónvarpinu í kvöld þegar öfgafólk úr 101 R.vík var sýnt á fundi vestur á fjörðum að skipta sér af málum sem því kemur ekkert við.Það ætti að vera lágmarsks kurteisi þessa fólks ef það vill verða sér til skammar að það geri það á heimaslóðum en láti landsbyggðina í friði.Vestfyrðingar hefðu betur rekið þetta lið á dyr þegar það kom vestur ,ég skora á vestfirðinga að gera það næst þegar það tranar sér fram fyrir vestan.Hér á suðurnesjunum höfum við sem betur fer verið að mestu laus við þennann ófögnuð ,enda vitum við suðurnesjamenn sjálfir best hvað okkur er fyrir bestu.og kunnum að segja þessu liði að halda sig við tjörnina.

Sigurgeir Jónsson, 1.3.2008 kl. 21:59

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það getur leikið þar á ríkisstyrk.

Sigurgeir Jónsson, 1.3.2008 kl. 22:05

6 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Alltaf gott þegar gengur vel og engin ástæða til annars en að gleðjast. Nú er gaman að vera til og mikilvægt að nýta sóknarfærið vel. Alveg óþarfi að minna á að það getur gengið illa - síðar. Þrátt fyrir að við getum ekki gert allt sem við viljum á þeim hraða sem við vildum þá fáum við meiru áorkað í dag heldur en mjálmandi í stjórnarandstöðu. Svo einfalt er það.

Lára Stefánsdóttir, 1.3.2008 kl. 22:06

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

það væri gríðarlega skynsamlegt ef isg myndi færa ös yfir í borgarmálin og styðja hann sem oddvita - það yrði kanski besta ákvörðun sem isg myndi gera á sínum stjórnmálaferli - ég vona að hún geri það ekki því ég vill hreinan meirihluta sjálfstæðisflokksins eftir næstu kosningar

Óðinn Þórisson, 2.3.2008 kl. 10:58

8 Smámynd: Sævar Einarsson

Alveg óháð þessari færslu þá sá ég viðtal við þig í sjónvarpinu þegar þú sagðir meðal annars að það þyrfti 350 fjölskyldur til að manna 500 manna störf í sambandi við þessa olíuhreinsistöð, hvernig færðu þá niðurstöðu ?

Sævar Einarsson, 2.3.2008 kl. 12:10

9 Smámynd: Dofri Hermannsson

Svar við nr. 10. Samkvæmt skýrslu um samfélagsáhrif af olíuhreinsistöð unninni af RHA mun olíuhreinsistöð í Hvestu krefjast 500 starfa en atvinnumarkaðurinn á svæðinu aðeins geta séð henni fyrir 150 manns. Mismunurinn er 350 störf sem þarf að ráða fólk í.

Dofri Hermannsson, 2.3.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband