Á að fá sér afréttara í þynkunni?

Það mátti skilja það sem svo að forsætisráðherra teldi athugandi að ráðast í álversframkvæmdir til að blása í kulnandi glæður.

Fór skýrsla OECD um stöðugleika og stóriðjuframkvæmdir nokkuð framhjá forsætisráðherra? Skýrslan er alveg skýr - fresta ber öllum stóriðjuframkvæmdum þangað til stöðugleiki hefur náðst.

Vill forsætisráðherra fara þvert á ráðleggingar efnahags- og framfarastofnunarinnar? Telur fjármálaráðherra að það muni auka tiltrú umheimsins á íslensku efnahagslífi? 


mbl.is Skuldir heimilanna aukast enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sem betur fer er Samfylkingin í stöðu til að setja fótinn niður og segja hingað og ekki legnra.  Helduðru að hún sé tilbúin til þess ?Ég vona það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 12:25

2 identicon

Mér sýnist á skrifum Dofra að bremsurnar virki. En menn mega hafa skoðanir og Haarde má tala.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 13:17

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þessa yfirlýsing Geir Haarde kemur manninum mjög á óvart, því hún er óábyrgt tal. Ætli maðurinn og flokkurinn hans að skapa sér auka vinsæld hjá verktökunum? Og hann sem er samkvæmt skoðunarkönnun sá stjórnmálamaður sem nýtur mesta trausts hjá þjóðinni!

Úrsúla Jünemann, 5.3.2008 kl. 14:57

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Dofri!  Sjálfstæðismenn hafa um langann tíma farið þvert á faglegar ráðleggingar allra alþjóðlegra eftirlitsaðila. Ekki bara OECD, heldur líka Alþjóðabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, svo einhverjir séu nefndir.

Guðbjörn Jónsson, 5.3.2008 kl. 18:01

5 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

 

Skiptir máli að konur séu í áhrifastöðum?

Fjölkvennum á fund á NASA við Austurvöll laugardaginn 8.mars 2008 klukkan 17:00.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 5.3.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband