Sjússastefnan tekur toll

Það er áhugavert að heyra sjónarmið þessa námsmanns í Danmörku sem segir húsnæðisverð allt of hátt til að námsmenn leggi í að koma heim - auk þess sem hann hafi verið að mennta sig í öðru en nýtist honum til að vinna í álveri.

Undanfarin ár hefur verið keyrð stóriðjustefna í atvinnumálum sem gegnur út á að fjárfesta fyrir 200 þúsund milljónir í 400 störfum í stóriðju á meðan ekki hefur verið settur nema rúmur milljarður í nýsköpun.

Ofan á þetta voru gerð afdrifarík hagstjórnarmistök sem hleyptu húsnæðisverði langt upp fyrir það sem eðlilegt er, ollu langvarandi verðbólguskeiði og þenslu sem nú skapar efnahagslega timburmenn.

Það hefur m.ö.o. verið lögð áhersla á að flytja inn erlenda iðnaðarmenn og halda íslensku menntafólki frá landinu. Bravó!

Og sumir ráðamenn þjóðarinnar eru svo frábitnir menntuðu fólki að þeir tala þvert á ráðleggingar OECD og telja besta ráðið að skrúfa nú tappa af nýrri stóriðjubokku. 


mbl.is Mikill munur á húsnæðisverði hér og í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sorglega er að ég er langt frá því að vera sá eini um þessa skoðun á meðal okkar sem að erum í námi erlendis.  Ef að þú vilt skal ég með glöðu geði senda þér fleiri upplýsingar.

 Með bestu kveðju,

/Jón Hnefill Jakobsson

Námsmaður í Kaupmannahöfn. 

Jón Hnefill Jakobsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 09:31

2 identicon

Þetta er bara alls ekki rétt sem hann segir með húsnæðisverðið, það er síst lægra í Danmörku, þrátt fyrir miklar verðlækkanir að undanförnu.

Skoðaðu bara sjálfur: http://www.bolighit.dk/soegbolig2.asp?boligtype=4&pris=&amt=4&Submit=S%F8g

Leiguverðið mun er skárra en hér, það er alveg rétt.

Ummælin með álverin eru alveg óskiljanleg, ... ekki er ríkisstjórnin að neita Jóni um atvinnu með því að setja ekki á fót margmiðlunarfyrirtæki? Skilyrði fyrir slíkum rekstri eru mun betri á Íslandi en í Danmörku, hér eru lægri skattar á fyrirtæki.

En ég skil manninn ágætlega að vilja ekki koma heim, Köben er yndisleg borg að búa í.

Arnar (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 09:56

3 identicon

Já en þetta er samt ódýrara en algengt verð fyrir húsnæði heima á Íslandi.  Ég sagði reyndar aldrei að það væri algilt að verðið væri dýrara á Íslandi miðað við það sem að gerist hérna í Kaupmannahöfn eins og má kannski lesa út úr fréttinni.

Það er rétt að það er ekki á ábyrgð stjórnvalda að setja á fót hátækni- eða margmiðlunar fyrirtæki.  Mér finnst samt skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld skuli nánast einblína á þann kost þegar að kemur að atvinnu uppbyggingu.  Verð þó að nota tækifærið og hrósa íslenskum stjórnvöldum fyrir að greiða fyrir gagnaveitu / netþjónabúi á Suðurnesjunum. Persónulega finnst mér það skref í rétta átt.

Jón Hnefill 

Jón Hnefill Jakobsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:19

4 identicon

Átti að sjálfsögðu við stóriðju þegar að tala um stefnu stjórnvalda í atvinnu uppbyggingu.

Jón Hnefill 

Jón Hnefill Jakobsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:23

5 identicon

Af því að það er EKKERT að gerast hér á landi í neinu nema stóriðju. Hvers lags dellumálflutningur er þetta eiginlega!?

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 11:38

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við viljum fá unga fólki okkar heim, og ekki bara til Reykjavíkur, heldur líka út á landsbyggðina, hér ættu að vera næg tækifæri fyrir ungt fólk til að hefja rekstur eða fá vinnu við sitt hæfi.  Það þarf bara að skapa grunninn til að standa á.  Plægja akurinn, en til þess þurfa stjórnvöld að vera opinn fyrir einhverju öðru en álverum og olíuhreinsistöðvum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 11:39

7 identicon

Þetta er nú meira kjaftæðið í uppskrúfuðu menntasnobbliði sem fynnst fyrir ofan sína virðingu að vinna almennilega vinnu sem skapar raunveruleg verðmæti. Dorfi - þú ert svo brenglaðar hugmindir um það hvernig brauð lífsins er búið til að það er ekkert venjulegt. Heldurðu að við getum bara öll unnið við að hanna og blogga og klippa hvert annað eða hvað? Setur það mat á diskinn? Ég held líka að þetta lið sem er of fínt til að búa á Íslandi geti bara sjálfum sér um kent að hafa endilega þurft að æðibunast eitthvað út í heim til að læra eitthvað sem gengur bara alls ekki upp hér á Íslandi. Þetta fólk vill ekkert búa á Íslandi. Til að búa á Íslandi þarf maður að vilja vera eins og Íslendingur, vilja vinna almennilega vinnu en ekki eitthvert síndarverulega starf eins og uppskrúvað merkikerti.

Árni (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 12:29

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Hvaða hagsstjórnarmistök ertu að tala um?

Hallur Magnússon, 6.3.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband