Orkan kemur ekki úr holum heldur af landsnetinu - að sögn bæjarstjórans

Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ ákvað í gær að veita byggingarleyfi fyrir álveri í Helguvík þrátt fyrir að úrskurðar sé að vænta innan skamms frá Umhverfisráðherra um kæru Landverndar.

Landvernd kærði það að Skipulagsstofnun hefði ekki nýtt sér heimild til að fara fram á að allir þættir framkvæmdarinnar yrðu metnir í samhengi hver við annan. Þá er sérstaklega átt við línulagnir eftir Reykjanesskaganum og orkuöflun.

Á þetta benti Umhverfisráðherra í fréttum í gær og furðaði sig á asanum á bæjarstjóra Reykjanesbæjar.

Í morgunfréttum mátti svo heyra grátstafinn í bæjarstjóranum. Hann er hnugginn yfir því að Umhverfisráðherra hafi aldrei vikið góðu orði að framkvæmdinni. Skrýtið!

Hann segir líka algeran óþarfa að bíða eftir niðurstöðu Umhverfisráðherra um kæru Landverndar. Þar hafi fyrst og fremst verið gerð krafa um að sýnt yrði fram á úr hvaða borholum ætti að taka orkuna til að knýja álverið sem sé fáránlegt því eins og allir vita kemur rafmagnið ekki úr holum heldur af landsnetinu!

Þetta útskýrir ýmislegt! 


mbl.is Fagna gagnrýni umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

"því náttúruna ber að nýta landi og þjóð til framdráttar."

Er það ekki einmitt þetta sem verið er að reyna að samhæfa- að landið skaðist ekki óhæfilega við nýtinguna ?

Ef við skoðum söguna frá því mannfólkið nam hér land :

- Svo til algjör skógareyðing hefur átt sér stað

- Ofbeit á afréttum hefur skilið hálendið eftir í tötrum.

- Stórfelld eyðing votlendis með framræslu-langt umfram þörf 

- Virkjun Þjórsár hefur skaðað mjög mikilvirkar uppeldisstðvar fiskjar                              fyrir suðurströndinni þar sem hin mikilvægu vorflóð hættu með öllu

- Stórfelldar botnvörpuveiðar í eina öld hafa stórskaðað sjávarbotninn og allt lífríkið . 

- Stórfelld náttúruspjöll vegna Kárahnjúkavirkjunnar.

Er ekki orðið tímabært að við skoðum aðgerðir okkar í stóru samhengi þannig að við getum nýtt okkar góða land með sem sjálfbærustum hætti ?   Vonandi eiga margar kynslóðir afkomenda okkar eftir að eiga hér góðar stundir. 

Það má ná góðri arðsemi  með góðu verksviti- er eitthvað að því að gera það ?

Sævar Helgason, 13.3.2008 kl. 13:12

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Kristinn. Þetta eru því miður fáránleg rök.

Í fyrsta lagi er álinu siglt yfir hálfan hnöttinn til að bræða það og svo til baka aftur til að smíða úr því. Það er ekki gert með seglskipum. Mér er því til efs að CO2 sparnaðurinn væri mikill ÞÓTT einhverju kolaveri hefði verið lokað til að reisa álbræðslu hér með rafmagn sem orkugjafa - það hefur hins vegar ekki verið gert.

Í öðru lagi þá mun aukinn þrýstingur á að draga úr mengun gera það að verkum að það verður dýrara að framleiða ál og það verður þess vegna farið betur með það og meira af áli endurunnið sem ekki er vanþörf á. Það að við skulum bjóða okkar orku á útsöluprís miðað við önnur ríki tefur þessa þróun.

Í þriðja lagi mun þrýstingur á minni losun ýta undir að við finnum nýjar og betri leiðir til að búa til hluti en við gerum núna með því að nota ál. Orka verður sífellt dýrari og það er að verða of dýrt að festa alla þá peninga í framleiðsluferli áls. Önnur efni s.s. koltrefjar fara að verða heppilegri.

Við erum þjóðríki og okkur ber skylda til að vinna að sameiginlegum umhverfismarkmiðum með öðrum þjóðum. Að tefja fyrir því að áliðnaðurinn þróist (eða ný eðlislétt efni komi í staðinn) með útsölu á íslensku rafmagni er ekki skref í þá átt.

Þessi röksemdafærsla þín lýsir þröngum skilningi og ber miklu frekar keim af réttlætingu en boðlegum rökum. Þetta er svolítið svipað og þegar foreldrar unglinga segja að það sé betra að kaupa bjór fyrir barnið sitt en að það drekki landa.

Með vinsemd,

Dofri Hermannsson, 13.3.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Dofri.

 Nú etu alveg búinn að missa þig úti í vitleysuna varðandi flutning á súráli losun á CO2 flutningur, súrál og aðrað afurðir og ál til útlanda  losun er 0,08 kg CO2 á tonnið.

 Írland er ekki hinu megin á hnettinum það er fyrir sunnan Ísland.

Kv, Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 13.3.2008 kl. 20:36

4 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

En Kristinn og frú Dharma (ertu ekki örugglega frú) hvernig væri nú að bíða aðeins og selja hæstbjóðanda þessa ótrúlega flottu og dýrmætu orku. Eins og staðan hefur verið í álkaupmennskunni þá höfum við selt okkur eins og ódýrar portkonur, útsöluvændi.

Pálmi Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband