1,8 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu

Eins og Davíð Oddsson hefur bent á munu stóriðjuframkvæmdir fresta lækkunarferli stýrivaxta. Í nýlegri skýrslu OECD er sömu rök að finna en þar segir að til hins ýtrasta ætti að fresta öllum stóriðjuframkvæmdum þangað til búið er að ná jafnvægi í efnahagslífinu.

Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur hvorugt náð inn fyrir hlustir hæstvirts fjármálaráðherra.

Skuldir heimilanna eru 1.500 milljarðar. Þar af eru 1.000 milljarðar í verðtryggðum krónum.
Ef það dregst um eitt ár að lækka vexti um 5% eykur það kostnað heimilanna um 75 milljarða.
Ef það dregst um eitt ár að lækka verðbólguna um 4% hækkar það höfuðstól skulda heimilanna um 40 milljarða.
Kostnaður heimilanna af því að fresta lækkunarferlinu um eitt ár væri því samtals um 135 milljarðar eða um 1,8 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu.

knigthFögnuður fjármálaráðherra yfir álversframkvæmdum í Helguvík við þessar aðstæður vekur verulega áleitnar spurningar. Er ráðherrann að hugsa um hag almennings eða er hér um að ræða burtreiðakeppni Árnanna þar sem leikurinn gengur út á hvor þeirra er betri í að hæla álveri í Helguvík og vinningurinn er 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í næstu alþingiskosningum?

Ef heimilin í landinu (sem eru líka á Suðurnesjum) fá sendan heim reikning frá þeim upp á 1,8 milljónir vegna leiðtogakeppninnar finnst mér ekki ólíklegt að þriðji Árninn laumist til að stela 1. sætinu fyrir framan nefið á þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli verðtryggðu vextirnir séu að fara að lækka um 5%? Flest lánin eru langtímalán og á 4,15 til 6,5% raunvöxtum. Og verðbólgan er að mælast rúm 5% þannig að vaxtalækkunarferlið er ekki að hafa nein stórkostleg áhrif enda er verðbólgumarkmið Seðlabankans 2,5%.

En meginefnið er rétt. Dýrtíðin verður fjölskyldunum dýr, e.t.v. ekki svona dýr samt.

Haukur (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: haraldurhar

       Jæja kominn út úr skápnum farinn að vitna í Davíð flest er nú hey í harðindum.

haraldurhar, 13.3.2008 kl. 22:33

3 identicon

Dofri, hvaða lausnir ert þú með í atvinnumálum þjóðarinnar?

Er það ekki þetta sem þú vilt og aðrir sem búa í fílabeinsturni í Reykjavík; Er bara ekki best að ganga í Evrópusambandið og lifa á styrkjum frá þeim, þá getum við hér á Íslandi leikið okkur, t.d. farið á kaffihús, listsýningar, tónleika, og unnið við alskyns gæluverkefni o.s.frv. 

Ísland yrði þá orðið eitt alsherjar borgríki, en landsbyggðin orðin af einum alsherjar þjóðgarði, sem ferðamönnum, innlendum sem erlendum, yrði hleypt inn á ca. 3 mánuði á ári, þar sem þeir gætu séð auk náttúru landsins, fornmynjar um byggð sem var, tóm hús og byggðalög í eyði.  Þessu þjóðgarðsfargani yrði stjórnað af risastóru bákni í Reykjavík þar sem bjurókratar gerðu ekkert annað en að pússa pappíra og skjöl. 

Byrjun svokallaðs Vatnajökulsþjóðgarðs lofar ekki góðu.  Eins og ég hef alltaf haldið fram, var hugmyndin með það að stofna þjóðgarða úti á landi, að flest störf í sambandi við þjóðgarðan ættu að vera í Reykjavík.  Það sést best með ráðningu framkvæmdstjóra Vatnajökulsþjóðgarðs, honum verður fjarstýrt frá Reykjavík, en einungis örfá störf verða til í sjálfum þjóðgarðinum.

Er þetta það sem þið kallið; "Framtíðarlandið - Fagra Ísland" sem þú og hinir umhverfis-bókstafstrúarfólkið viljið að Ísland eigi að vera.

Gunnar Afdal (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 09:04

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Framkvæmdir hófust í morgun í Helguvík.  Menn hér fyrir sunnan láta verkin tala og hlusta ekki á nöldur og niðurrifsseggina sem koma aldrei með lausnir.  Umhverfisráðherra og Dofri geta tuðað en það kemur ekkert í veg fyrir þessa framkvæmd sem var byrjað að vinna í fyrir 4 árum.  Samfylkingin virðist vera klofin í þessu máli.  VG-istarnir innan flokksins eru á móti þessu en jafnaðarmennirnir eru með þessu.  Hvor armurinn er nú sterkari?  Mitt mat er að heilbrigðisráðherra ber að víkja þar sem hún vinnur ekki með heldur alltaf á móti

Örvar Þór Kristjánsson, 14.3.2008 kl. 10:49

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þegar litið er á fjárlög núverandi ríkisstjórnar er ekki að sjá að þetta hafi komist inn fyrir hlustir samfylkingar heldur.

Steinn Hafliðason, 14.3.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband