14.3.2008 | 09:02
Samkeppnisforskot
Þegar heimurinn er að fara að taka beygju er ekki gott að halda áfram beint af augum.
Heimurinn er að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að við göngum betur um náttúruna og förum sparlegar með auðlindir hennar. Ýmis framsýn fyrirtæki hafa á undanförnum árum þróað með sér stefnumótun sem tekur til þessara þátta.
Margir þekkja t.d. hvað það gerði bandarískum bílaiðnaði að sitja auðum höndum á meðan asískir og evrópskir bílaframleiðendur fundu upp sífellt eyðslugrennri bíla. Á sama hátt munu skapast gríðarleg tækifæri fyrir umhverfisþenkjandi fyrirtæki til að ná samkeppnisforskoti á komandi árum.
Þriðja iðnbyltingin í vændum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Mér fannst svolítið sérstakt í Kastljósviðtalinu um daginn, þegar Ólafur Kjartansson sagði það erfitt að rökræða við þig vegna þess að þú værir bara á móti álverum. Þú sagðir það ekki rétt, þrátt fyrir að segja í tvígang í þættinum að álver væru "gamaldags" atvinnulausnir.
En segðu mér Dofri, hvernig ætlar heimurinn að fullnægja vörueftirspurninni eftir áli? Eða á bara að hætta að nota ál?
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 09:21
Sæll Gunnar. Hann heitir reyndar Kjartan Ólafsson og sagði ekki eingöngu að ég væri á móti álverum heldur beitti hann þeirri lúnu röksnilld að segja að ég væri bara á móti framförum. Það sagði ég að væru ekki boðleg rök.
Ég er ekki í prinsippinu á móti álverum en mér finnst ný álbræðsla á suðvesturhorninu alger tímaskekkja. Á Suðurnesjum er að byggjast upp fjölbreytt og spennandi atvinnulíf þar sem hundruð nýrra starfa hafa orðið til á síðustu árum. T.d. vinna líklega um 70 manns bara hjá Kaffi Tári á Suðurnesjum. Nefna mætti uppbygginguna hjá Keili stóraukna mannaflaþörf flugstöðvarinnar o.fl.
Á þessum stað og í þessu umhverfi er það tímaskekkja "að búa til störf" handa fólki. Þetta er arfur af gömlum Lénsherrahugsunarhætti sem því miður hefur smitast yfir á kjörna fulltrúa í sveitastjórnum og verkalýðsfélögum og orsakar að slíkir fulltrúar eiga ávallt erfitt með að neita störfum - sama hvað þau kosta.
Dofri Hermannsson, 14.3.2008 kl. 09:34
álver eru gömul þreitt tækni sem þróunarlönd keppast við að fá til sín.. og svo líka ísland. felst ríki evrópu eru að losa sig við þessa óskapnaði og við tökum á móti þeim eins og hvert annað bananalýðveldi.
Óskar Þorkelsson, 14.3.2008 kl. 10:29
Við lifum í blönduðu hagkerfi og eitt af því sem einkennir það er að innan þess þrífast úrvinnslugreinar eins og t.d. álver. Við þurfum einfaldlega á útflutningi að halda til að fá peninga inn í landið. Eða eigum við að ganga í Evrópusambandið og fá styrki þaðan til að fá fjármagn í landið?
Kaffi Tár er gott framtak, en það starfar í þjónustugeiranum (tertiary sectror) og í raun skapar það engar útflutningstekjur, en byggist m.a á innflutning (aðflutt hráefni, og að nokkru leyti tekjur sem ferðamenn leggja til við kaup á kaffi). Aðrar tekjur sem Kaffi Tár fær eru frá fólkinu í landinu sem kaupir af því vörur og þjónustu.
Án frumvinnslu- og úrvinnslugreina fengi t.d. starfsemi eins og Kaffi Tár mjög illa þrifist, því allt er þetta háð hvert öðru í blönduðu hagkerfi. Mjög einhæf hagkerfi eru að jafnaði mjög veik og vanþróuð og þola illa sveiflur í efnahagslíf heimsins. Hagkerfi Íslands verður ekki einhæft þó svo að töluvert verði um álvinnslu hér á landi, því ýmsar aðrar atvinnugreinar eru í landinu.
T.d. að ætla að stóla á ferðamennsku hér á landi eingöngu, er mjög vafasamt. Með hækkandi olíuverði gæti það haft í för með sér að ferðamönnum fækki, einfaldlega vegna þess að ferðakostnaður hækkar. Þau byggðalög sem stóluðu á ferðamennsku eingöngu væru þá illa stödd.
Dofri, svo er ekki rétt hjá þér að segja; að hér sé verið að reisa álbræðslur. Þú virðist greinilega ekki þekkja mikið til þessa iðnaðar.
Ál verður ekki til við bræðslu, heldur er súrál (aluminia) rafgreint og við rafgreininguna verður til málmurinn ál. Mikið af því súráli sem hingað kemur, kemur frá Írlandi og Grikklandi.
Mikið af því áli sem unnið er hér, t.d. á Reyðarfirði, fer á markaði í Vestur-Evrópu, svo það ál sem hér er unnið fer ekki langan veg eins og þú heldur fram.
Að segja að annað efni komi í staðinn fyrir ál, og margir nefna kolefnistrefjar í þessu sambandi, er mikil einföldun.
Aðalhráefni kolefnistrefja kemur er kolefnissamböndum (carbon) eins og kolum og olíu. Vinnsluferli kolefnistrefja er mjög flókin og mengandi, auk þess að ýmsum efnasamböndum er blandið í vinnsluna. Þar að leiðandi er úrgangur sá sem kemur frá vinnslunni mjög mengandi.
Við viljum fá öll þau gæði sem iðnbyltingin getur af sér, t.d. fljúga með flugvélum (framleiddum úr áli) til fjarlægra staða og fá hingað ferðamenn með þeim. Við viljum fá bensín á fínu jeppana okkar og allan bílaflotann sem við getum skroppið í bæinn eða upp í sumarbústað, en hvorki ál né eldsneyti má bara ekki vera framleitt hér á landi, það getur bara verið framleitt annars staðar langt í burtu, t.d. í þróunarlöndunum...........
Gunnar Afdal (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:43
Sæll Dofri. Ég spurði þig einnar spurningar á annari slóð og hún er, hvar vinnur þú? Mér þætti vænt um að fá svar við því.
hþh
Harry Þór (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:41
Ég er með hugmynd. Við eigum að sjálfsögðu að vera fyrir til eins og Asíuþjóðirnar voru í framleiðslu á sparneytnari bílum. Því ekki að skapa okkar eigið samgöngukerfi sem væri umhverfisvænt og jafnvel hægt að flytja þekkinguna út til annarra þjóða.
Hér er eitt dæmi um eina slíka hugmynd:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/474061/
Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.3.2008 kl. 12:00
Sæll Dofri. Gott að sjá að þú ert enn við sama heygarðshornið - það eru of margir á sífelldu flökti! Það er óttalegt að sjá hvernig skammtímalausnastefna hefur orðið pólitískur grundvöllur stjórnmála á Íslandi. Ég hef horft á þetta utanífrá í langan tíma og er ekki "á kafi í óreiðunni" og er enn við sama heygarðshornið, sem sé að hver er sinnar gæfu smiður. Ég var um árabil búsettur á Austurlandi og get vel skilið af hverju margir eystra vildu álver. Eiginlega var það atvinnugrundvöllur sem fólk bað um. Þegar svo áætlanir um virkjun og álver urðu áþeifanlegri var þessu mætt af andstæðingum með tilvísun í að fólkið ætti að biðja um eitthvað annað. Þetta eitthvað annað hefur ekki fundist, mér vitanlega. Þess vegna er fiskurinn sendur frystur til Kína til þess að láta skera hann í bita og pakka svo hann komist í frystiborðin í Evrópu. Það hefur engum dottið í hug að fólk gæti gert þetta á Stöðvarfirði eða í Neskaupstað! Það hefur engum dottið í hug að þessi þjóð - íslendingar - gætu gert sér mat, verðmæti, úr fiski. Þess vegna var það lausnin þegar harðnaði á dalnum að sækja meira í sjóinn. Við höfum alltaf verið meira fyrir magnið - stórt, mikið, stærra. Veit fólk að svínin skila varla 40 % af próteinunum sem þau fá úr loðnumjölinu í kóteletturnar. Meira en 60 % fóru í stíuna.
Ísland er gjöfult land og íslendingar gætu byggt vistvænt samfélag ef þeir hættu að huga um að gera það svo ofboðslega gott erlendis, eignas, kaupa og reka - meira og meira. Og í stað álvera og orkufrekra verksmiðja (um sinn allavega) ættu íslendingar að fjárfesta í tíma - tíma til þess að hugs sig um og sjá hvort ekki sé til eitthva nýtilegt, notalegt og gott sem ekki kostar peninga. Þar með safnast upp gjaldeyrisvaraforði til þess að kaupa epli og appelsínur af því að svoleiðis vex ekki á Íslandi (allvega ekki ennþá!).
Albert Einarsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:32
Sæll Albert. Held þú hittir naglann á höfuðið þegar þú segir að fólkið fyrir austan var að biðja um atvinnugrundvöll. Eitthvað fast sem ekki lognaðist útaf á nokkrum misserum.
Þar vantaði þá og vantar reyndar enn betri samgöngur til að tengja svæðin saman og styrkja þau. Fólk, og sér í lagi ungt fólk, sættir sig illa við að vera samgöngulaust og flest fyrirtæki er vonlaust að reka ef maður getur ekki reitt sig á tryggar samgöngur.
Svo er það þessi klisja um "eitthvað annað" en stóriðju. Rétt rúmlega 1000 manns starfa í álbræðslum (fyrirgefðu Gunnar Afdal - bræðsla er bara svo þjóðlegt orð) en 177.000 starfa einmitt við "eitthvað annað".
Eins og ég benti á fyrir tveimur vikum síðan höfðar stóriðjan ekki til kvenna, heldur er það einmitt fjölbreytt atvinnulíf, góðar samgöngur og möguleikar á framhaldsmenntun sem höfða til kvenna. Þetta finnst mér að talsmenn hinna dreifðu byggða ættu að hafa meira í huga því það þarf nú varla annað en að hafa alist upp í sveit til að sjá að án ungra kvenna á engin byggð framtíð fyrir sér.
Hún er lífseig þessi meinloka sem Gunnar Afdal heldur hér fram að hráefnisframleiðsla sé grunnurinn að öllu öðru - að þaðan komi allar okkar gjaldeyristekjur. Þáttatekjur fjármalageirans af hagnaði erlendis var meiri en nettótekjur af álútflutningi í fyrra og ef sá geiri nær að festa rætur og við berum gæfu til að taka upp stöðugan gjaldmiðil er þar komin mikilvæg viðbótarstoð undir efnahagslífið.
Útflutningur á þekkingu hátæknifyrirtækjanna er umtalsverður þrátt fyrir að hátæknigeirinn hafi verið algert olnbogabarn á áratug stóriðjunnar og á gríðarlega vaxtarmöguleika ef við hlúum að honum eins og nágrannaríkin gera. Virðisaukinn af hátækniiðnaði er þrefaldur á við alla stóriðjuna samtals og við hátækniiðnaðinn starfa sex sinnum fleiri en í álverum landsins.
Gunnar gerir lítið úr Kaffi Tári og ferðaþjónustunni í heild. Skrýtið miðað við hvað honum er umhugað um útflutningsgreinarnar. Ferðaþjónustan er einmitt útflutningsgrein og fyrir hana fáum við mikinn gjaldeyri. Ferðaþjónustan hefur vaxið ótrúlega undanfarna áratugi þrátt fyrir að ekkert sé gert fyrir hana. Ferðaþjónustan hefur nánast engan fjárhagslegan stuðning fengið á meðan peningum hefur verið ausið í stóriðju.
Á meðan fjárfest hefur verið í höfnum í hverju einasta plássi hringinn í kringum landið, hafrannsóknum og landhelgisgæslu (sem ég er síst að lasta) hefur varla nokkur króna verið sett í rannsóknir á ferðaþjónustu. Ofan á allt saman hefur ferðaþjónustan þurft að búa við svo flöktandi gengi að það er varla nokkur möguleiki að gera áætlun til eins árs, hvað þá lengra fram í tímann.
Hafa vinir landsbyggðarinnar hugsað út í það að ferðaþjónustan er e.t.v. eina greinin sem ungt fólk á landsbyggðinni getur stofnað til rekstrar í án þess að steypa sér í botnlausar skuldir vegna kaupa á mjólkur- eða fiskveiðikvóta? Í ferðaþjónustu eru einmitt fjölmörg og fjölbreytt störf við "eitthvað annað" og ef greinin fær eðlilegan stuðning og stöðugt rekstrarumhverfi eru gríðarlegir möguleikar í henni.
Að lokum. Ruðningsáhrif vegna stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan sem farið var í til að skapa 400 álbræðslustörf ruddu í burt á þriðja hundrað störfum í sjávarútvegi og vinnslu á framkvæmdatímanum. Hágengisstefnan og stóriðjueinstefnan sem stunduð var í tíð síðustu ríkisstjórnar kostaði okkur líka að hátt á annað hundrað hátæknistörf hurfu úr landi og vöxtur greinarinnar sem hafði verið gríðarlegur stöðvaðist algerlega.
Virkjunin var svo ótrygg fjárfesting að enginn einkaaðili treysti sér til að fjármagna hana. Því varð ríkið að gangast í ábyrgð fyrir Landsvirkjun sem jafnframt varð að taka veð í öllum öðrum eignum sínum til að fá lán fyrir virkjuninni. Álbræðslan sjálf er svo í eigu útlendinga svo hreinar tekjur af útflutningnum eru ekki nema andvirði orkunnar sem við seljum á útsölu.
Eins og fram hefur komið í skýrslum Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri veldur það verulegum vonbrigðum hvað áhrif framkvæmdanna fyrir austan eru staðbundin. Sem leiðir okkur aftur að því sama - til að fólk vilji byggja upp framtíð sína á staðnum þarf að hafa góðar samgöngur, góð fjarskipti og menntunarmöguleika. Þá koma upp fjölbreytt fyrirtæki án þess að "lénsherrann" búi þau til, góð menning og plássið blómstrar.
Harrý Þór. Eins og fram kemur í höfundarlýsingu á bloggsíðunni er ég 1. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Dofri Hermannsson, 14.3.2008 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.