Einn góður!

Maður í loftbelg sá að hann var að missa hæð. Hann tók eftir konu á jörðinni, lækkaði flugið aðeins meira og kallaði til hennar: Afsakið, geturðu hjálpað mér? Ég lofaði að hitta vin minn fyrir klukkutíma, en veit ekki hvar ég er.

Konan svaraði: Þú ert í loftbelg sem svífur í 10 metra hæð, milli 40. og 41. Norðlægrar breiddargráðu og milli 59. og 60. Vestlægrar lengdargráðu.

Þú hlýtur að vinna við tölvur, sagði loftbelgsmaðurinn.

Það geri ég, svaraði konan. Hvernig vissirðu það ?

Nú, svaraði maðurinn, allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar er ég enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp frá þér. Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína.

Konan svaraði: Þú hlýtur að vinna við stjórnun.

Já, sagði maðurinn. En hvernig vissir þú það?

Nú, sagði konan, þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að fara.

Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál. Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar við hittumst, en nú er það einhvern veginn mín sök.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.3.2008 kl. 17:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 18:19

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Dofri.  Á  milli 40. og 41. Norðlægrar breiddargráðu og milli 59. og 60. Vestlægrar lengdargráðu. Er úti á miðju Atlanshafi.

 

Kv, Sigurjón Vigfússon

 

Rauða Ljónið, 14.3.2008 kl. 18:31

4 identicon

  Þessi er góður :)

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 00:11

5 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

þessi er mjög góður.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 15.3.2008 kl. 00:32

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég heyrði þennan reyndar aðeins öðru vísi.

Maður í loftbelg sá að hann var að missa hæð. Hann tók eftir konu á jörðinni, lækkaði flugið aðeins meira og kallaði til hennar: Afsakið, geturðu hjálpað mér? Ég lofaði að hitta vin minn fyrir klukkutíma, en veit ekki hvar ég er.

Konan svaraði: Þú ert í loftbelg sem svífur í 10 metra hæð, milli 40. og 41. Norðlægrar breiddargráðu og milli 59. og 60. Vestlægrar lengdargráðu.

Þú hlýtur að vera Sjálfstæðismaður, sagði loftbelgsmaðurinn.

Það er rétt, svaraði konan. Hvernig vissirðu það?

Nú, svaraði maðurinn, allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar er ég enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp frá þér. Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína.

Konan svaraði: Þú hlýtur að vera Samfylkingarmaður.

Það er rétt svaraði maðurinn hissa. Hvernig vissirðu það?

Nú, sagði konan, þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að fara. Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlast til þess að fólk í kringum þig leysi öll þín vandamál. Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar við hittumst, en nú er það einhvern veginn mín sök.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.3.2008 kl. 01:03

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það væri gaman að vita hvort þú og jábræður þínir Dofri, getið kvittað undir þær fullyrðingar í grein af heimasíðu "Saving Iceland", sem ég pikkaði út og sjá má HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.3.2008 kl. 04:39

8 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Fyrir margt löngu (lesist: áratugum) heyrði ég þessa sögu á svolítið anna veg:

Maður nokkur ætlaði frá Frakklandi og yfir Ermasund til Englands í loftbelg. Hann lenti í þoku og vindsveipum og að lokum lenti loftbelgurinn á akri einhversstaðar, þar sem ferðalangurinn kannaðist ekkert við sig.

Hann sá mann þar á gangi og kallaði til hans: "Afsakið, herra minn, hvar er ég?"

"Þér eruð í körfu úti á akri," svaraði þá vegfarandinn.

"Og þér eruð líklega endurskoðandi," sagði þá ferðalangurinn.

"Hvernig í veröldinni gátuð þér vitað það?" sagði hinn þá hissa. 

"Vegna þess að svar yðar var á þann veg; nákvæmt, hárrétt og einskis virði." 

Það má geta þess að faðir minn sálugi var endurskoðandi og þessi saga hékk uppi á vegg á skrifstofu hans.

Emil Örn Kristjánsson, 15.3.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband