Ágúst í Bakkavör

Morgunblaðið birti viðtal við Ágúst í Bakkavör um helgina. Hann var spurður út í efnahagsástandið og horfurnar framundan. Ágúst sagði:

Þetta hefur verið fyllirí og nú er kominn tími til að taka út timburmennina. Allt tal um nýtt álver eða stóriðju er eins og að teygja sig eftir flöskunni að morgni og fá sér afréttara. Það mun aðeins fresta timburmönnunum, sem koma óhjákvæmilega fyrr eða síðar. Það veltir enginn fyrir sér vaxandi útgjöldum ríkisins, þar sem enginn virðist sjá þörfina á ráðdeild eða aðhaldi. Það þýðir einfaldlega ekki að velta vandanum vandanum á undan sér, menn þurfa að takast á við hann og ástandið verður erfitt í eitt til tvö ár á meðan við erum að trappa okkur niður. En til langs tíma trúi ég því að grunnforsendur efnahagslífsins séu í góðu lagi og við munum smám saman sigla út úr þessu ástandi.

Mikið til í þessu.


mbl.is Krónan í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert að marka þetta. Maðurinn hefur komið öllu sínu (sem aflað var með miklum dugnaði og miklu af ódýrum gjaldeyri) í erlendar fjárfestingar og flytur nú glaður heim dýrar Evrur og kaupir upp restina af landinu af aumingjunum sem trúðu á útrásarliðið sem nú gerir innrás með verðmætu Evrurnar sínar.

Þessir menn tala um ráðdeild og aðhald yfir kampavíni í einkaþotunum sínum.

Maðurinn hefur greinilega aldrei "dottið í það" og veit ekki að eina raunverulega lækningin við timburmönnum er að fara út og skila sinni vinnu í svita síns andlitis. Framleiða eitthvað sem skapar tekjur, veitir vinnu og ánægju.

Og það ættum við að gera.

Sigurjón Benediktsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 12:52

2 identicon

Af hverju er Alþingi komið í frí? Það eru fundir á Kristjánsborg. Og mættir þar aftur 25. mars. Ég vissi ekki betur að samgöngur hafa lagast á Íslandi og eiga eftir að lagast meir með núverandi samgönguráðherra.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 12:55

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

það er neyðarástand á Íslandi og ekkert heyrist í ríkisstjórninni?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 12:59

4 identicon

þá vitum við það.
Keisarinn er allsber.
Þessi útrásarblaðra var bara full af lofti.
Skrýtið hvað hægt er að plata marga í svo langan tíma.
Sannast máltækið, "Margur verður af aurum api"

Ragnar (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 13:39

5 Smámynd: Sævar Helgason

Ég tek undir með Gísla B.

Á síðust 100 árum hafa allar samgöngur hér á landi tekið algjörum stakkaskiptum. Alþingi miðar ennþá sitt tímatal og frítíma þingmanna við að hestar, strandferðaskip og tveir jafnfljótir á dagleiðum sé ferðamáti dagsins í dag.

Þingmenn fóru í sitt páskafrí á undan skólakrökkunum og mæta síðan til eins fundar eftir páska og eru þá komnir í frí fram á haustið.  Fyrir páskafríið samþykktu þeir að hver um sig fengi aðstoðarmann til að auka sér leti og vinna "vinnuna"

Frumvarp kjarnakonunnar Valgerðar Bjarnadóttur, varðandi endurskoðun á skandallífeyriskjörum þessa fólks sem samþykkt voru fyrir nokkrun árum, og lagt var fram í haust ,það er alltaf neðst í þingmannamálabúnka og fæst ekki rætt.

Ef tillaga kemur í þinginu um dúsu eða hækkanir til þingmanna þá er málið afgreitt á  hálfum degi með hraði.

Svo er kvartað undan skorti á virðingu !!! 

Sævar Helgason, 17.3.2008 kl. 14:06

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er nú ekki alfarið sammála Bakkabróðurinum þarna, þó að vissulega hafi hann sitthvað til síns máls. 

Í fyrsta lagi getur það verið klókt að kaupa sér tíma, ef tíminn er notaður skynsamlega.  Það veltur því nokkuð á því trausti sem menn hafa á ríkisstjórninni til að taka skynsamlega á málum (t.d. með því að skera niður eigin eyðslu), hvort að þessi kostur sé af hinu góða.

Það þarf líka að líta til þess að álver er ekki í sama flokki og ýmsir aðrir þennsluhvatar.  Munurinn er sá að þegar byggingartímabilið er yfirstaðið, framleiðir álver raunveruleg verðmæti, sem flutt eru út.  Álver tryggir nokkuð örugga vinnu með nokkuð háum meðallaunum sem aftur skilar sér út í þjóðfélagið.  Ef þetta er borið saman t.d. við bólu í byggingariðnaði sést að allt annað er upp á teningnum.

Ég er líka sannfærður um að samanburður á framkvæmd eins og álveri í Helguvík og/eða á Bakka kemur mjög vel út í samanburði við t.d. uppbyggingu tónlistarhúss í Reykjavík.  Hvoru tveggja er að sjálfsögðu þennsluhvetjandi en ég held að álverið komi mun betur út hvað varðar langtíma efnahagsáhrif.

G. Tómas Gunnarsson, 17.3.2008 kl. 14:16

7 identicon

Sammála G. Tómasi, álver kemur betur út en t.d. gælu- og snobbverkefni eins og tónlistarhús.

Álver skapar störf og framleiðslu-/útflutningsverðmæti.  Útflutnigur á 360 þús. tonnum af áli frá Fjarðaráli skilar 75.000.000.000 kr. í hreinum tekjum á ári. 

Gerum ráð fyrir að Fjarðarál starfi óbreytt í 50 ár og að verðhækkanir verði að jafnaði 3,5% ár ári mun álverið mala tekjur sem svara til 6.025.640.000.000 kr. (6.025,64 Biljónir króna) á næstu 50 árum sem eru tífaldar þjóðartekjur Íslands eins og þær eru í dag.

Ekki veit ég hvað Ágúst er að fara, en öll starfsemi Bakkavarar er erlendis.  Betur færi að þessi starfsemi væri hér á landi.   

Höskuldur Kárason (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:12

8 identicon

Nú er ballið búið og búið að kveikja ljósin þeir sem fengu skrifað á barnum verða að greiða sína skuld svo þeir komist á næsta ball. Ef mórallinn er mikll þá verða menn að drífa sig í meðferð það er ekki barþjóninum að kenna hvað við eyddum miklu heldur okkar eigin stjórnleysi

Við höfum alltaf vitað að það var enginn innistæða fyrir líferninu en völdum það að stinga hausnum í sandinn

Guðmundur (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 18:14

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bakkavör er að gera "raunverulega hluti" erlendis en ekki að höndla með tölur sem þjóta tölvu úr tölvu, - fyrirtækið framleiðir "raunverulegar" vörur. Forstjórar Bakkavarar og Marels hafa báðir forsendur til að gagnrýna stóriðjufylleríið eins og þeir hafa gert. Stóriðjan skilur aðeins eftir 20 prósent veltunnar sem innlendan virðisauka samanborðið við meiri en þrefalt meiri virðisauka sjávarútvegs og ferðaþjónustu. Þar að auki er hvert starf sem skapast í stóriðjunni það dýrasta sem hægt er að skapa hér á landi.

Allt frá árinu 2002 hefur stóriðjufylleríið verið drifkraftur þenslu og gengis krónunnar sem ágætis sérfræðingar sýna fram á í dag að var mest allan tímann huglægt en byggðist ekki aukinn framleiðslu.

Þeir sem vilja áframhaldandi stóriðju vilja áframhaldandi skuldaaukningu og eyðsluspennu og reyna að varpa rýrð á forstjóra fyrirtækja með heilbrigðan rekstur og raunverulega framleiðlu en allan tímann hafa liðið fyrir þetta fyllerí 

Ómar Ragnarsson, 17.3.2008 kl. 21:20

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðlaugur þetta er hryllingssaga venjulegrar húsmóður, eins og ég er !

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 21:56

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvernig gat krónan tekið svona fall?....mikið meira en aðrar hávaxtamynntir aðrar... og við Íslendingar með öll þessi verðmæti?........Er þetta verðmætaflutningur(frá þjóð til einkaaðila?) ?...engin spyr réttu spurninganna?...sem eru Hvernig erum Við stödd, sem Íslendingar (örfáar hræður)???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 22:13

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vissulega er Bakkavör að gera góða hluti erlendis, en hefur reyndar selt mest eða alla sína starfsemi á Íslandi.  Ég held að að meðaltali hafi um 9 manns unnið hjá fyrirtækinu á Íslandi.  Það kann þó að vera að þeir hafi haldið einhverjum eignarhlut í sínum fyrrum framleiðslufyrirtækjum, ég þekki það ekki.

Aðkoma "Bakkabræðra" að Íslensku viðskiptalífi er því að mig minnir aðallega í gegnum Skipti og Exista.

En þa er ekki það sem skiptir máli í þessu sambandi, heldur það að álver eru mun betri og arðbærari framkvæmdir heldur en flestir aðrir þennsluhvatar sem hafa verið að verki á Íslandi.

Þrjár meginstoðir Íslensks útflutnings hafa verið undanfarin misseri fiskur, fjármálaþjónusta og ál.  Spurningin hvernig fer með fjármálaþjónustuna, en álið kemur til með að aukast.

Því miður hefur ferðaþjónustan verið sveiflukennd atvinnugrein, þó að heldur hafi horft til betri vegar, en hálaun er hún heldur ekki þekkt fyrir.

G. Tómas Gunnarsson, 17.3.2008 kl. 22:15

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

..takk Guðlaugur..skil þig...en trui þessu varla (það er svo mikil grimmd í þessu gagnvart börnum og íslenskum barnafjölskyldum...)

...mun þa gengið bara lækka næstu ár....áður en við tölum upp evru eða tökum tak á fjarmálastjorninni?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 23:03

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðlaugur...þetta veit ég, én hef aldrei ímyndað mér í 300.000 manna samfélagi?....þetta er örugglega einsdæmi?..i alvöru?...hvernig getur mynt (með 300.000 manns) fakkið svona,með rosaleg auðafi????...eg er enn skilningssljó?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.3.2008 kl. 23:36

16 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Vá!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.3.2008 kl. 05:52

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar þenslan var sem mest 2005, aðallega vegana innkomu bankanna á húsnæðismarkaðinn en ekki vegna Kárahnjúka, þá talaði vinstri grátkórinn um skelfilega sterka krónu sem væru að fæla fjölda fyrirtækja og hátæknistörf úr landi. Þá töluðu sumir um að krónan væri 20-30% og sterk og að það gæti ekki gengið til lengdar. Nú er krónan þá væntanlega rétt skráð og þess vegna þarf að endurskoða kjarasamninga í ljósi þess, ef þetta verður viðvarandi ástand á annað borð. En hvenær verður vinstri grátkórinn ánægður?

Það er stundum sagt að "oft rati kjöftugum satt orð á munn". Ef menn segja að allt sé að fara til andskotans í mörg ár, þá má alltaf búast við að hrakspármennirnir berji sér á brjóst að lokum og segi: "Sko, ég sagði ykkur það!" og skiftir þá engu máli þó viðkomandi hafi orðið sér að athlægi í öll hin 100 skiftin. En það vill nú svo til að núverandi ástand er ekki heimatilbúið, heldur afleiðing alþjóðlegrar fjármálakreppu. Sem betur fer stendur íslenskt efnahagskerfi sæmilega traustum fótum, en það er ekki grátkórnum að þakka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2008 kl. 09:53

18 Smámynd: Dofri Hermannsson

Það er alveg rétt hjá Gunnari Th og "grátkórnum" að gengið hefur verið allt of hátt skráð. Við höfum sett íslandsmet í viðskiptahalla ár eftir ár og í raun verið á heljarinnar neyslufylleríi með opinn reikning á barnum. Nú er gengið að falla og það verður erfitt fyrir marga en ég hef hins vegar tröllatrú á íslensku viðskiptalífi og því að fyrirtækin í landinu standi sterkari eftir en áður - ekki síst útflutningsfyrirtækin, hátæni- og þekkingariðnaðurinn og ferðaþjónustan.

Dofri Hermannsson, 18.3.2008 kl. 14:17

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

er krónan þá á uppleið?..

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.3.2008 kl. 20:41

20 identicon

Ef að það er rétt sem að fjármálaspekúlantar halda fram, þá mun krónan styrkjast lítillega en hún mun ekki verða jafn sterk og hún var fyrir t.a.m. 2 árum, þar eð hún hefur verið "ofskráð" (skráð á hærra gengi en verðmæti eru fyrir) of lengi.  Þetta er ástand sem að var fyrirséð, hugsa að fæstir hafi gert ráð fyrir að það yrði jafn snöggt og raun ber vitni.

Ég er einn af þeim sem að lendi hvað verst í gengissveiflunum, þar eð ég er íslenskur námsmaður erlendis og fæ námslánin í dönskum krónum - en miðuð við gengi íslensku krónunnar.  Í dag stendur t.d. danska krónan í 16.47 gagnvart þeirri íslensku.  Þetta þýðir að hámarks námslán samkvæmt úthlutunarreglum LÍN eru í dag 5700 danskar krónur.  Hérna kemur svo skemmtilegi parturinn.  Námslánin okkar hverfa s.s. í gengismismun en að loknu námi greiðum við kostnaðinn við þennan gengismismun - peninga sem að námsmenn erlendis eiga að fá samkvæmt úthlutunarreglum en fáum ekki - til baka til íslenska ríkisins.  Á vöxtum.

Mikið hugsa íslensk stjórnvöld nú alltaf vel um þegna sína.  Svo er fólk að furða sig á að námsmenn erlendis hugsi sig tvisvar um áður en þeir flytjast heim aftur til ástkæra ylhýra. 

Jón Hnefill (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband